„Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. júlí 2025 08:01 Ísak líkir leikfræði Lyngby við Breiðablik. lyngby Ísak Snær Þorvaldsson vildi ekki koma aftur til Íslands og fór á láni til danska félagsins Lyngby, frá Rosenborg í Noregi. Hann fer vel af stað með nýju liði, skoraði í fyrsta leiknum og segir uppleggið henta sér vel, það minni svolítið á Breiðablik. „Þetta er bara mjög gott tækifæri held ég, að fá að spila eitthvað og vonandi sýna og sanna mig aftur. Ég var ekki að fá mörg tækifæri á þessu tímabili í Rosenborg þannig að mér fannst bara tímabært að sanna mig annars staðar“ segir Ísak um skiptin. Vildi ekki koma aftur til Íslands og Lyngby heillaði mest Þetta er annað árið í röð sem Ísak er lánaður frá Rosenborg, á síðasta ári sneri hann aftur til Breiðabliks og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli félagsins, en hann vildi ekki snúa aftur til Íslands í ár og ákvað að semja við Lyngby. „Það voru alveg nokkur lið sem að komu til greina, eitthvað í Svíþjóð og Póllandi sem að leit alveg vel út. En Lyngby náttúrulega, eins og margir vita, er mjög góður klúbbur. Margir gert vel hérna, Freyr [Alexandersson, þjálfari], Sævar [Atli Magnússon], Andri [Lucas Guðjohnsen], Kolbeinn [Finnsson] og fleiri leikmenn... View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) ...Þetta heillaði mig mjög mikið, Lyngby“ segir Ísak og var þá spurður hvort einhver lið á Íslandi hefðu verið inni í myndinni. „Jújú, ég heyrði í nokkrum en mig langaði að vera úti áfram og þau bara skildu það. Sýndu tillit til þess og studdu mig bara í því. Mig langar að vera úti, þannig er staðan núna.“ Skoraði í fyrsta leiknum Lánsdvölin fer líka ljómandi vel af stað hjá Ísaki, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Lyngby í fyrsta leiknum fyrir félagið, 2-0 útisigri gegn Esbjerg um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) Hann byrjaði á bekknum en ætti fljótt að vera orðinn fastamaður í liðinu ef áfram heldur. „Það er aðallega leikformið sem þarf að koma, ég er ekki búinn að spila margar mínútur. En líkamlega standið er bara mjög gott og ég er að ná að halda mér heilum. Við spilum með tvo framherja, 4-4-2 kerfi. Þeir vilja sækja mjög hart og pressa mjög hátt, ég líki þessu svolítið við Blikana, hugsunin á bak við þetta. Ég held að það henti mér bara mjög vel, þeir vilja spila fótbolta.“ Fjallað var um félagaskipti Ísaks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Danski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira
„Þetta er bara mjög gott tækifæri held ég, að fá að spila eitthvað og vonandi sýna og sanna mig aftur. Ég var ekki að fá mörg tækifæri á þessu tímabili í Rosenborg þannig að mér fannst bara tímabært að sanna mig annars staðar“ segir Ísak um skiptin. Vildi ekki koma aftur til Íslands og Lyngby heillaði mest Þetta er annað árið í röð sem Ísak er lánaður frá Rosenborg, á síðasta ári sneri hann aftur til Breiðabliks og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli félagsins, en hann vildi ekki snúa aftur til Íslands í ár og ákvað að semja við Lyngby. „Það voru alveg nokkur lið sem að komu til greina, eitthvað í Svíþjóð og Póllandi sem að leit alveg vel út. En Lyngby náttúrulega, eins og margir vita, er mjög góður klúbbur. Margir gert vel hérna, Freyr [Alexandersson, þjálfari], Sævar [Atli Magnússon], Andri [Lucas Guðjohnsen], Kolbeinn [Finnsson] og fleiri leikmenn... View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) ...Þetta heillaði mig mjög mikið, Lyngby“ segir Ísak og var þá spurður hvort einhver lið á Íslandi hefðu verið inni í myndinni. „Jújú, ég heyrði í nokkrum en mig langaði að vera úti áfram og þau bara skildu það. Sýndu tillit til þess og studdu mig bara í því. Mig langar að vera úti, þannig er staðan núna.“ Skoraði í fyrsta leiknum Lánsdvölin fer líka ljómandi vel af stað hjá Ísaki, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Lyngby í fyrsta leiknum fyrir félagið, 2-0 útisigri gegn Esbjerg um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) Hann byrjaði á bekknum en ætti fljótt að vera orðinn fastamaður í liðinu ef áfram heldur. „Það er aðallega leikformið sem þarf að koma, ég er ekki búinn að spila margar mínútur. En líkamlega standið er bara mjög gott og ég er að ná að halda mér heilum. Við spilum með tvo framherja, 4-4-2 kerfi. Þeir vilja sækja mjög hart og pressa mjög hátt, ég líki þessu svolítið við Blikana, hugsunin á bak við þetta. Ég held að það henti mér bara mjög vel, þeir vilja spila fótbolta.“ Fjallað var um félagaskipti Ísaks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Danski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira