„Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2025 22:46 Stanway í leiknum gegn í Svíþjóð. EyesWideOpen/Getty Images Georgia Stanway, miðjumaður Bayern München og ríkjandi Evrópumeistara Englands, er meira en klár í undanúrslitaleikinn gegn Ítalíu annað kvöld, þriðjudag. Hún segir liðið standa þétt bakvið Jess Carter sem hefur mátt þola algjöran viðbjóð á samfélagsmiðlum eftir nauman sigur á Svíþjóð í 8-liða úrslitum. „Það eru augnablik sem þessi sem við líðum ekki. Ég held að nokkrir leikmenn hafi ætlað sér að hætta á samfélagsmiðlum út af því að þær hafa fengið nóg,“ sagði Stanway meðal annars um viðbrögð leikmanna eftir því sem Carter hefur gengið í gegnum. „Það mikilvægasta er að Jess hefur kraftinn til að gera þetta, hún er ekki ein í þessu. Hún hefur kraft Ljónynjanna, starfsfólks liðsins og enska sambandsins í heild. Það gæti hljómað eins og hún sé ein í þessum bardaga en það veit engin hversu mörg eru á bakvið hana og berjast með henni.“ „Þetta er það fallega við fótboltann. Ef maður vill breytingar getur maður náð þeim fram með samheldni, sem ein held erum við mun sterkari.“ Hin 26 ára gamla Stanway glímdi við meiðsli á síðustu leiktíð og kann því enn betur að meta það að vera út á velli og spila vel. „Ég þarf enn að klípa mig. Ég er mjög þakklát að vera hér. Það eru tímar sem þessir þegar maður áttar sig á hvað maður elskar að mæta í vinnuna. Nú er eins og tíminn líði of hratt.“ „Endurkoman var ekki auðveld en mér líður vel. Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður.“ Jafnframt var miðjumaðurinn spurður út í mikilvægi stuðningsfólks Englands. „Við vitum að þau munu mæta. Stuðningsfólk Ljónynjanna hefur aldrei brugðist okkur. Þetta er lokaðri völlur en undanfarið, þá hefur verið hlaupabraut.“ Leikur Englands og Ítalíu hefst klukkan 19.00 annað kvöld, þriðjudag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
„Það eru augnablik sem þessi sem við líðum ekki. Ég held að nokkrir leikmenn hafi ætlað sér að hætta á samfélagsmiðlum út af því að þær hafa fengið nóg,“ sagði Stanway meðal annars um viðbrögð leikmanna eftir því sem Carter hefur gengið í gegnum. „Það mikilvægasta er að Jess hefur kraftinn til að gera þetta, hún er ekki ein í þessu. Hún hefur kraft Ljónynjanna, starfsfólks liðsins og enska sambandsins í heild. Það gæti hljómað eins og hún sé ein í þessum bardaga en það veit engin hversu mörg eru á bakvið hana og berjast með henni.“ „Þetta er það fallega við fótboltann. Ef maður vill breytingar getur maður náð þeim fram með samheldni, sem ein held erum við mun sterkari.“ Hin 26 ára gamla Stanway glímdi við meiðsli á síðustu leiktíð og kann því enn betur að meta það að vera út á velli og spila vel. „Ég þarf enn að klípa mig. Ég er mjög þakklát að vera hér. Það eru tímar sem þessir þegar maður áttar sig á hvað maður elskar að mæta í vinnuna. Nú er eins og tíminn líði of hratt.“ „Endurkoman var ekki auðveld en mér líður vel. Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður.“ Jafnframt var miðjumaðurinn spurður út í mikilvægi stuðningsfólks Englands. „Við vitum að þau munu mæta. Stuðningsfólk Ljónynjanna hefur aldrei brugðist okkur. Þetta er lokaðri völlur en undanfarið, þá hefur verið hlaupabraut.“ Leikur Englands og Ítalíu hefst klukkan 19.00 annað kvöld, þriðjudag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira