Íslenski boltinn

Fór úr ökklalið og fót­brotnaði í Lengjudeildarleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Selfoss missti fyrirliða sinn Jón Vignir Pétursson í hræðileg meiðsli. Hann nær sér vonandi sem fyrst.
Selfoss missti fyrirliða sinn Jón Vignir Pétursson í hræðileg meiðsli. Hann nær sér vonandi sem fyrst. @selfossfotbolti

Selfyssingurinn Jón Vignir Pétursson spilar ekki fótbolta á næstunni eftir að hafa meiðst mjög illa í Lengjudeildarleik Selfoss og Grindavíkur.

Hinn 22 ára gamli Jón Vignir varð fyrir meiðslunum undir lok leiksins eftir að hafa lent illa eftir návígi.

Hann vaf fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ en leikurinn fór fram á Vogaídýfuvelli í Vogum á Vatnsleysuströnd.

„Við nánari skoðun kom í ljós að Jón Vignir fór úr ökklalið og fótbrotnaði. Hann mun á næstu dögum gangast undir aðgerð,“ segir í frétt á miðlum Selfoss.

Selfyssingar vilja koma á framfæri þakklæti til liðs Grindavíkur, vallarstarfsmanna og annarra sem komu til hjálpar við krefjandi aðstæður.

Selfyssingar unnu leikinn 2-0, sinn annan leik í röð og komust upp í níunda sæti deildarinnar.

Jón Vignir, sem er fyrirliði liðsins, var búinn að spila alla þrettán deildarleiki Selfoss á leiktíðinni. Lykilmaður sem liðið mun sakna mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×