„Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. júlí 2025 16:42 Davíð Smári segir að sínir menn hafi verðskuldað tapið. Vísir/Anton Brink „Heilt yfir þá var þetta verðskuldað tap, en óþarfa mark sem við gefum þeim,“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, eftir 1-0 tap gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. Eina mark leiksins kom á 10. mínútu og skoraði Viktor Karl Einarsson það. Davíð Smári var þrátt fyrir það sáttur með varnarleikinn en ekki eins sáttur með sóknarleikinn. „Mér fannst við varnarlega nokkuð solid sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst okkur vanta pínu hugmyndaflug fram á við, sem kannski var út allan leikinn. Ég var pínu ósáttur með það. Við vorum með skýrt plan hvað við vildum gera í leiknum og mér fannst við ekki alveg fylgja því eftir. Samt sem áður fáum við fyrstu 10-15 mínúturnar í leiknum, erum við líklegri aðilinn til þess að skora mark þangað til að þeir skora. Það vantaði svona pínu orku í okkur.“ Ástæðan fyrir því orkuleysi er meðal annars vegna þeirra skarða sem hoggin voru í Vestra liðið fyrir leik. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jeppe Pedersen voru í leikbanni og Daði Berg er farinn aftur í Víking eftir lánsdvöl á Ísafirði. „Vissulega eru svolítið stór skörð hoggin í liðið en þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega þannig að ekkert út í þá að sakast.“ Vestri hefur núna ekki skorað í fimm leikjum í röð. Aðspurður hvort það væri ekki áhyggjuefni, þá svaraði Davíð Smári því játandi. „Já, áhyggjuefni. Við náttúrulega þurfum að skora mörk, það er alveg klárt. Okkur vantar Daða í dag og Daði er náttúrulega farinn til Víkings og Daði búinn að vera meiddur í síðustu leikjum. Við fórum inn í mótið með það svolítið fyrir augum að Daði yrði lykilmaður hjá okkur og það er svekkjandi að missa hann. Við erum náttúrulega klárlega að leita að replacementi fyrir hann og ég meina við sjáum í leiknum í dag að við sköpum okkur fjögur góð færi en náum ekki að klára þau. Okkur vantar pínu gæði fram á við, það er klárt. Mér fannst hins vegar Túfa gjörsamlega frábær í dag og Duah bara fínn, en við þurfum að skora mörk það er klárt.“ En hvernig gengur að finna nýja leikmenn? „Það gengur bara ágætlega. Við erum að vinna að því hörðum höndum að styrkja leikmannahópinn,“ sagði Davíð Smári að lokum. Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira
Eina mark leiksins kom á 10. mínútu og skoraði Viktor Karl Einarsson það. Davíð Smári var þrátt fyrir það sáttur með varnarleikinn en ekki eins sáttur með sóknarleikinn. „Mér fannst við varnarlega nokkuð solid sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst okkur vanta pínu hugmyndaflug fram á við, sem kannski var út allan leikinn. Ég var pínu ósáttur með það. Við vorum með skýrt plan hvað við vildum gera í leiknum og mér fannst við ekki alveg fylgja því eftir. Samt sem áður fáum við fyrstu 10-15 mínúturnar í leiknum, erum við líklegri aðilinn til þess að skora mark þangað til að þeir skora. Það vantaði svona pínu orku í okkur.“ Ástæðan fyrir því orkuleysi er meðal annars vegna þeirra skarða sem hoggin voru í Vestra liðið fyrir leik. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jeppe Pedersen voru í leikbanni og Daði Berg er farinn aftur í Víking eftir lánsdvöl á Ísafirði. „Vissulega eru svolítið stór skörð hoggin í liðið en þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega þannig að ekkert út í þá að sakast.“ Vestri hefur núna ekki skorað í fimm leikjum í röð. Aðspurður hvort það væri ekki áhyggjuefni, þá svaraði Davíð Smári því játandi. „Já, áhyggjuefni. Við náttúrulega þurfum að skora mörk, það er alveg klárt. Okkur vantar Daða í dag og Daði er náttúrulega farinn til Víkings og Daði búinn að vera meiddur í síðustu leikjum. Við fórum inn í mótið með það svolítið fyrir augum að Daði yrði lykilmaður hjá okkur og það er svekkjandi að missa hann. Við erum náttúrulega klárlega að leita að replacementi fyrir hann og ég meina við sjáum í leiknum í dag að við sköpum okkur fjögur góð færi en náum ekki að klára þau. Okkur vantar pínu gæði fram á við, það er klárt. Mér fannst hins vegar Túfa gjörsamlega frábær í dag og Duah bara fínn, en við þurfum að skora mörk það er klárt.“ En hvernig gengur að finna nýja leikmenn? „Það gengur bara ágætlega. Við erum að vinna að því hörðum höndum að styrkja leikmannahópinn,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira