Erlent

Tæp­lega þrjá­tíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mann­fjölda í Hollywood

Agnar Már Másson skrifar
Af vettvangi við West Santa Monica Boulevard í Los Ageles.
Af vettvangi við West Santa Monica Boulevard í Los Ageles. AP/Damian Dovarganes

Að minnsta kosti 28 særðust þegar „óþekktu ökutæki“ var í morgun ekið í gegnum mannfjölda í Los Angeles í Kaliforníuríki Bandaríkjanna, að sögn slökkviliðsins í Los Angeles.

Atvikið átti sér stað nálægt tónleikastað í Austur-Hollywood, nánar tiltekið við West Santa Monica Boulevard. Níu voru alvarlega slasaðir og þar af þrír í lífshættu, að sögn viðbragðsaðila en CNN greinir frá. 

ABC hefur eftir yfirvöldum að ökumaðurinn hafi verið meðvitundarlaus þegar hann ók inn í mannfjöldann. Kemur fram að um 124 slökkviliðsmenn hafi brugðist við útkallinu.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×