Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2025 15:09 Hrefna Hrund Eronsdóttir vill svör á því hvernig stendur því að henni og sytskinunum hennar hafi ekki verið tilkynnt um andlát föður hennar. Hrefna Hrund Eronsdóttir frétti af andláti föður síns þegar hún las um það í dánartilkynningum Morgunblaðsins í gær. Þá hafði faðir hennar þegar verið jarðsunginn. Hvorki hún né fimm systkini Hrefnu fengu því tækifæri til að kveðja hann. „Þetta er auðvitað bara áfall fyrir okkur öll systkinin. Þetta er bara alveg svakalegt áfall að hafa ekki verið látin vita og fengið að kveðja hann. Alveg sama hvað gengur á, þá er hann alltaf pabbi okkar,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu. „Við áttum erfiða æsku hjá foreldrum okkar, en við eigum líka alveg fullt af fallegum minningum af föður okkar.“ Fyrir nokkrum árum fékk faðir hennar, Karl Eron Sigurðsson, hjartaáfall. Að sögn Hrefnu hafði hann verið erfiður við þau börnin eftir það. „Eftir það hafði hann verið bitur, reiður og með ranghugmyndir. Hann einhvern veginn réðst svolítið á okkur,“ segir Hrefna, Reyndu að eiga í sambandi Í dánartilkynningunni kom fram að útförin hefði farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einungis eitt nafn var skrifað við tilkynninguna, nafn ekkju hans. Hrefna segir að ekkjan, sem var ekki barnsmóðir hans, hafi haldið honum frá börnunum hans. Þau hafi til að mynda ekki verið látin vita af hjartaáfallinu þegar það átti sér stað, heldur frétt af því af Facebook-síðu vinar föður síns. Hrefna segir að hún hafi enn átt í ágætissambandi við föður sinn. Hún hafi hringt í hann fyrir um mánuði síðar og átt gott samtal við hann. Þá hafi konan hans ekki verið heima. Örfáum dögum seinna hafi Hrefna hringt aftur með það í huga að koma í heimsókn og þá hafi hann sagst ekkert viljað með þau hafa. DV fjallaði um málið fyrr í dag. Hún minnist á að í athugasemdakerfinu hafi einhverjir talað um að hún og fjölskyldan hafi líklega ekki viljað eða reynt að vera í sambandi við föðurinn. Hún segir að það sé alrangt. „Það hefur aldrei verið þannig.“ Sérstaklega erfitt að segja bróðurnum Eitt systkinanna er fatlaður maður sem var mjög náinn föður sínum að sögn Hrefnu. „Þetta er náttúrulega erfitt fyrir okkur öll, en það er sérstaklega erfitt að þurfa að segja honum að það sé búið að jarðsetja föður hans og að hann fái ekki að kveðja hann.“ Vilja svör Hrefna segir þau nú vilja fá upplýsingar um heilsufar föðurins. Þau vilji til að mynda vita hvort hann hafi verið orðinn heilabilaður. Þá furðar hún sig á því að þau hafi ekki fengið tilkynningu inn á Island.is. „Þar er engin tilkynning um að hann sé látinn. Við erum lögerfingjar. Ég get ekki trúað því að það sé löglegt.“ Þau stefna því líka að því að funda með sýslumanni um málið. Þau vilja vita hvernig stendur á því að þau hafi ekki verið látin vita af andlátinu. Fjölskyldumál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
„Þetta er auðvitað bara áfall fyrir okkur öll systkinin. Þetta er bara alveg svakalegt áfall að hafa ekki verið látin vita og fengið að kveðja hann. Alveg sama hvað gengur á, þá er hann alltaf pabbi okkar,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu. „Við áttum erfiða æsku hjá foreldrum okkar, en við eigum líka alveg fullt af fallegum minningum af föður okkar.“ Fyrir nokkrum árum fékk faðir hennar, Karl Eron Sigurðsson, hjartaáfall. Að sögn Hrefnu hafði hann verið erfiður við þau börnin eftir það. „Eftir það hafði hann verið bitur, reiður og með ranghugmyndir. Hann einhvern veginn réðst svolítið á okkur,“ segir Hrefna, Reyndu að eiga í sambandi Í dánartilkynningunni kom fram að útförin hefði farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einungis eitt nafn var skrifað við tilkynninguna, nafn ekkju hans. Hrefna segir að ekkjan, sem var ekki barnsmóðir hans, hafi haldið honum frá börnunum hans. Þau hafi til að mynda ekki verið látin vita af hjartaáfallinu þegar það átti sér stað, heldur frétt af því af Facebook-síðu vinar föður síns. Hrefna segir að hún hafi enn átt í ágætissambandi við föður sinn. Hún hafi hringt í hann fyrir um mánuði síðar og átt gott samtal við hann. Þá hafi konan hans ekki verið heima. Örfáum dögum seinna hafi Hrefna hringt aftur með það í huga að koma í heimsókn og þá hafi hann sagst ekkert viljað með þau hafa. DV fjallaði um málið fyrr í dag. Hún minnist á að í athugasemdakerfinu hafi einhverjir talað um að hún og fjölskyldan hafi líklega ekki viljað eða reynt að vera í sambandi við föðurinn. Hún segir að það sé alrangt. „Það hefur aldrei verið þannig.“ Sérstaklega erfitt að segja bróðurnum Eitt systkinanna er fatlaður maður sem var mjög náinn föður sínum að sögn Hrefnu. „Þetta er náttúrulega erfitt fyrir okkur öll, en það er sérstaklega erfitt að þurfa að segja honum að það sé búið að jarðsetja föður hans og að hann fái ekki að kveðja hann.“ Vilja svör Hrefna segir þau nú vilja fá upplýsingar um heilsufar föðurins. Þau vilji til að mynda vita hvort hann hafi verið orðinn heilabilaður. Þá furðar hún sig á því að þau hafi ekki fengið tilkynningu inn á Island.is. „Þar er engin tilkynning um að hann sé látinn. Við erum lögerfingjar. Ég get ekki trúað því að það sé löglegt.“ Þau stefna því líka að því að funda með sýslumanni um málið. Þau vilja vita hvernig stendur á því að þau hafi ekki verið látin vita af andlátinu.
Fjölskyldumál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira