Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2025 13:06 Það má með sanni segja að það sé allt að gerast á Blönduósi og sveitunum þar í kring um helgina en Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, viðburðastjóri vökunnar er hér við skiltið góða. Aðsend Það er mikið um að vera á Blönduósi um helgina því þar fer fram Húnavaka með fjölbreyttri afþreyingu fyrir íbúa og gesti vökunnar. Í dag verður til dæmis markaðsstemning í Íþróttamiðstöðinni með handverki, vörusölu og kaffihúsi. Auk þess verða loftboltar, hoppukastalar, nautabani og risa tafl á skólalóð Húnaskóla. Sumarið er tími bæjarhátíðanna enda alls staðar eitthvað um að vera allar helgar. Húnavaka 2025 er ein af hátíðum helgarinnar, sem hófst reyndar á fimmtudaginn með götugrilli á Blönduósi í boði Húnabyggðar og Kjarnafæðis. Og í gær var Vilko vöffluröltið þar sem vöfflur voru bakaðar í 10 húsum og bæjarbúar gátu komið í heimsókn og fengið sér vöfflu. Þá hafa allir íbúar Húnabyggðar, í þéttbýli og dreifbýli verið hvattir til að skreyta hús sín hátt og lágt á hátíðinni. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir vinnur hjá Húnabyggð og sér m.a. um skipulagningu Húnavökunnar. En hvað er helst um að vera í dag, laugardag? „Ég myndi segja að þetta væri stóri fjölskyldudagurinn en það verður fjölskylduskemmtun aftan við íþróttahúsið núna á milli 13:00 og 15:00. Þar koma fram Lalli töframaður, Elsa úr Frozen, Lára og Lára Jónsa og svo meistararnir í Væb. Svo í kvöld verður kótelettukvöld. Svo verður brekkusöngur með þeim Sverrir Bergmann og Halldóri Gunnari og svo endum við daginn á stórdansleik í félagsheimilinu með Sveitamönnum og Sverri Bergmann,” segir Kristín. Heimamenn í Húnaþingi eru alsælir með dagskrá Húnavökunnar í ár.Aðsend En hversu mikilvægt er að mati Kristínar að halda bæjarhátíð eins og Húnavöku? „Mér finnst það bara mjög mikilvægt. Þetta bæði þjappar saman íbúum og maður er að hitta gamla félaga og þetta er bara gleði og gaman alla helgina.Ég segi bara, allir að gera sér ferð á Blönduós um helgina, ég lofa mikilli stemningu og góðu veðri,” segir Kristín Ingibjörg kát og hress að vanda. Vilko vöffluröltið gekk einstaklega vel í gærkvöldi og mikið af vöfflum bakaðar fyrir heimamenn og gesti þeirra.Aðsend Fjórar hressar stelpur, sem ætla svo sannarlega að taka þátt í hátíðarhöldum helgarinnar.Aðsend Og þessi torfærubíll stendur við eitt húsið á Blönduósi og verður til sýnis um alla helgi.Aðsend Dagskrá Húnavökunnar 2025 má sjá hér Húnabyggð Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Sumarið er tími bæjarhátíðanna enda alls staðar eitthvað um að vera allar helgar. Húnavaka 2025 er ein af hátíðum helgarinnar, sem hófst reyndar á fimmtudaginn með götugrilli á Blönduósi í boði Húnabyggðar og Kjarnafæðis. Og í gær var Vilko vöffluröltið þar sem vöfflur voru bakaðar í 10 húsum og bæjarbúar gátu komið í heimsókn og fengið sér vöfflu. Þá hafa allir íbúar Húnabyggðar, í þéttbýli og dreifbýli verið hvattir til að skreyta hús sín hátt og lágt á hátíðinni. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir vinnur hjá Húnabyggð og sér m.a. um skipulagningu Húnavökunnar. En hvað er helst um að vera í dag, laugardag? „Ég myndi segja að þetta væri stóri fjölskyldudagurinn en það verður fjölskylduskemmtun aftan við íþróttahúsið núna á milli 13:00 og 15:00. Þar koma fram Lalli töframaður, Elsa úr Frozen, Lára og Lára Jónsa og svo meistararnir í Væb. Svo í kvöld verður kótelettukvöld. Svo verður brekkusöngur með þeim Sverrir Bergmann og Halldóri Gunnari og svo endum við daginn á stórdansleik í félagsheimilinu með Sveitamönnum og Sverri Bergmann,” segir Kristín. Heimamenn í Húnaþingi eru alsælir með dagskrá Húnavökunnar í ár.Aðsend En hversu mikilvægt er að mati Kristínar að halda bæjarhátíð eins og Húnavöku? „Mér finnst það bara mjög mikilvægt. Þetta bæði þjappar saman íbúum og maður er að hitta gamla félaga og þetta er bara gleði og gaman alla helgina.Ég segi bara, allir að gera sér ferð á Blönduós um helgina, ég lofa mikilli stemningu og góðu veðri,” segir Kristín Ingibjörg kát og hress að vanda. Vilko vöffluröltið gekk einstaklega vel í gærkvöldi og mikið af vöfflum bakaðar fyrir heimamenn og gesti þeirra.Aðsend Fjórar hressar stelpur, sem ætla svo sannarlega að taka þátt í hátíðarhöldum helgarinnar.Aðsend Og þessi torfærubíll stendur við eitt húsið á Blönduósi og verður til sýnis um alla helgi.Aðsend Dagskrá Húnavökunnar 2025 má sjá hér
Húnabyggð Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira