Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2025 11:02 Mugison og Dr. Erla Björnsdóttir ræddu svefn og símanotkun á Bylgjunni á dögunum. Vísir Doktor í sálfræði segir aukningu í svefnvanda meðal ungs fólks hér á landi. Til að mynda nái minna en helmingur framhaldsskólanema ráðlögðum svefni. Skjánotkun spili þar inn í og sé vandamál hjá ungum sem öldnum. Tónlistarmaðurinn Mugison lýsir í leið gjörbreytingu á líðan sinni eftir að hann skildi símann eftir utan svefnherbergisins. Mugison sagði frá því í Bakaríinu á laugardag að hann hefði fengið nóg af kvöld- og morgunskrolli uppi í rúmi og ákveðið að gera tilraun þar á. Leið eins og tíu ára í sveit „Í tíu daga hef ég verið með símann frammi. Þetta var farið að pirra mig svo mikið. Stundum var ég alveg í klukkutíma á morgnanna að skrolla eins og api á Instagram, og á kvöldin líka. Ætlaði kannski að fara að sofa klukkan tólf en svo var klukkan allt í einu orðin tvö.“ Hann hafi því brugðið á það ráð að skilja símann eftir utan svefnherbergisins meðan hann svaf. „Ég get svarið það, fyrstu tvær þrjár næturnar leið mér eins og ég væri tíu ára í sveit. Þetta var yndislegt, bara einn inni í herbergi að horfa út í loftið, heyrði í umhverfinu fyrir utan, fuglasöng og fólk að úti að labba. Þetta var geggjað.“ Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og stofnandi Betri svefns ræddi svefn í Bítinu. Hún segist sjálf finna mikinn mun á sér eftir því hvort hún nýtir síðustu klukkutímana fyrir svefn í símanum eða ekki. „Það er eiginlega orðið þannig að það síðasta sem við gerum áður en við förum að sofa og það fyrsta sem við gerum þegar við vöknum, jafnvel áður en við bjóðum makann okkar góðan dag,“ segir Erla. Síminn freisting við rumsk Hún varar við því að fólk kíki í símann þegar það rumskar á nóttunni. „Við flest öll erum að vakna og rumska á nóttunni og það er ekkert óeðlilegt. En ef síminn er á náttborðinu þá er svo mikil freisting um leið og þú rumskar: Æ ég ætla aðeins að kíkja, kíkja á smá fréttir. Og þá ertu allt í einu búinn að vekja heilann, kominn með ljósið og ert farinn að vaka í lengri tíma. Þannig að þetta er í raun að ýta undir og viðhalda ákveðnum svefnvanda,“ segir Erla. Hún segir fræðimenn í greininni sjá aukningu í svefnvanda, sérstaklega hjá ungu fólki. „Ég held að klárlega áreitið og streitan, þetta tvennt er því miður að aukast og ýtir undir svefnvanda,“ segir Erla. Síðustu tvær klukkustundirnar fyrir og eftir svefn skipti lykilmáli og mikilvægt sé að skipuleggja kvöldrútínuna þannig að sem bestur og lengstur svefn náist. „Unglingar eru mjög vansvefta. Við höfum séð íslenskar tölur um það, sérstaklega hjá börnum í áttunda til tíunda bekk og svo eykst þetta ennþá meira á framhaldsskólaaldri. Á framhaldsskólaaldri er minnihuti unglinga að ná ráðlögðum svefni. Og helmingur barna í tíunda bekk,“ segir Erla. Kallar eftir vitundarvakningu Svefnleysi unglinga sé ein ástæða þess að Reykjavíkurborg hafi ráðist í það verkefni að seinka skólabyrjun um klukkustund. „Það eru alls konar áskoranir hjá unglingum aðrar en bara koffíndrykkir, nikótín skjánotkun og álag. Þetta eru allt áskoranir en svo eru líka lífeðlisfræðilegar áskoranir, þar sem þau eru með seinni melatónínframleiðslu þannig að þau verða náttúrulegir nátthrafnar. Þannig að það er margt sem við þurfum að gera en þetta var dæmi um eitt inngrip,“ segir Erla. Hún segir mikla þörf á vitundarvakningu þegar kemur að mikilvægi svefns og vill að menntakerfið innleiði fræðslu um svefn strax í grunnskóla. Svefn Bítið Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Mugison sagði frá því í Bakaríinu á laugardag að hann hefði fengið nóg af kvöld- og morgunskrolli uppi í rúmi og ákveðið að gera tilraun þar á. Leið eins og tíu ára í sveit „Í tíu daga hef ég verið með símann frammi. Þetta var farið að pirra mig svo mikið. Stundum var ég alveg í klukkutíma á morgnanna að skrolla eins og api á Instagram, og á kvöldin líka. Ætlaði kannski að fara að sofa klukkan tólf en svo var klukkan allt í einu orðin tvö.“ Hann hafi því brugðið á það ráð að skilja símann eftir utan svefnherbergisins meðan hann svaf. „Ég get svarið það, fyrstu tvær þrjár næturnar leið mér eins og ég væri tíu ára í sveit. Þetta var yndislegt, bara einn inni í herbergi að horfa út í loftið, heyrði í umhverfinu fyrir utan, fuglasöng og fólk að úti að labba. Þetta var geggjað.“ Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og stofnandi Betri svefns ræddi svefn í Bítinu. Hún segist sjálf finna mikinn mun á sér eftir því hvort hún nýtir síðustu klukkutímana fyrir svefn í símanum eða ekki. „Það er eiginlega orðið þannig að það síðasta sem við gerum áður en við förum að sofa og það fyrsta sem við gerum þegar við vöknum, jafnvel áður en við bjóðum makann okkar góðan dag,“ segir Erla. Síminn freisting við rumsk Hún varar við því að fólk kíki í símann þegar það rumskar á nóttunni. „Við flest öll erum að vakna og rumska á nóttunni og það er ekkert óeðlilegt. En ef síminn er á náttborðinu þá er svo mikil freisting um leið og þú rumskar: Æ ég ætla aðeins að kíkja, kíkja á smá fréttir. Og þá ertu allt í einu búinn að vekja heilann, kominn með ljósið og ert farinn að vaka í lengri tíma. Þannig að þetta er í raun að ýta undir og viðhalda ákveðnum svefnvanda,“ segir Erla. Hún segir fræðimenn í greininni sjá aukningu í svefnvanda, sérstaklega hjá ungu fólki. „Ég held að klárlega áreitið og streitan, þetta tvennt er því miður að aukast og ýtir undir svefnvanda,“ segir Erla. Síðustu tvær klukkustundirnar fyrir og eftir svefn skipti lykilmáli og mikilvægt sé að skipuleggja kvöldrútínuna þannig að sem bestur og lengstur svefn náist. „Unglingar eru mjög vansvefta. Við höfum séð íslenskar tölur um það, sérstaklega hjá börnum í áttunda til tíunda bekk og svo eykst þetta ennþá meira á framhaldsskólaaldri. Á framhaldsskólaaldri er minnihuti unglinga að ná ráðlögðum svefni. Og helmingur barna í tíunda bekk,“ segir Erla. Kallar eftir vitundarvakningu Svefnleysi unglinga sé ein ástæða þess að Reykjavíkurborg hafi ráðist í það verkefni að seinka skólabyrjun um klukkustund. „Það eru alls konar áskoranir hjá unglingum aðrar en bara koffíndrykkir, nikótín skjánotkun og álag. Þetta eru allt áskoranir en svo eru líka lífeðlisfræðilegar áskoranir, þar sem þau eru með seinni melatónínframleiðslu þannig að þau verða náttúrulegir nátthrafnar. Þannig að það er margt sem við þurfum að gera en þetta var dæmi um eitt inngrip,“ segir Erla. Hún segir mikla þörf á vitundarvakningu þegar kemur að mikilvægi svefns og vill að menntakerfið innleiði fræðslu um svefn strax í grunnskóla.
Svefn Bítið Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira