Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 07:32 Dönsku kylfingarnir Rasmus Höjgaard og Nicolai Höjgaard eru tvíburar og jafnir í tíunda sætinu eftir fyrsta daginn á Opna breska meistaramótinu. Getty/ Jonathan Bachman Dönsku tvíburarnir Nicolai og Rasmus Höjgaard eru ekki bara að vekja athygli á Opna breska risamótinu í golfi fyrir að komast báðir á þetta eftirsótta síðasta risamót ársins. Það ótrúlegasta við þátttöku þeirra á mótinu er að þeir eru jafnir eftir fyrsta daginn og þeir voru báðir að spila mjög vel eða undir pari. Þeir léku nefnilega báðir á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Það skilar þeim tíunda sætinu ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Nicolai Höjgaard var með fjóra fugla og einn skramba. Hann fékk fuglana á holum tvö, sjö, tólf og þrettán. Rasmus Højgaard var með fjóra fugla og tvo skolla. Hann fékk fuglana sína á holum fimm, sjö, tíu og sautján. Þeir náðu því báðir fugli á sjöundu holunni og annar hvor Höjgaard bróðurinn náði fugli á sjö af átján holum. Höjgaard tvíburabræðurnir eru fæddir 12. mars 2001 og eru því 24 ára gamlir. Nicolai er í 30. sæti á heimslistanum en hann endaði í 23. sæti á Opna breska risamótinu í hittiðfyrra. Rasmus er í 37. sæti á heimslistanum en hann endaði í sextugasta sæti á Opna breska risamótinu í fyrra. Opna breska meistaramótið er sýnt beint á Sýn Sport 4 alla helgina og er útsending hafin frá keppni dagsins. View this post on Instagram A post shared by DP World Tour (@dpworldtour) Golf Opna breska Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Körfubolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það ótrúlegasta við þátttöku þeirra á mótinu er að þeir eru jafnir eftir fyrsta daginn og þeir voru báðir að spila mjög vel eða undir pari. Þeir léku nefnilega báðir á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Það skilar þeim tíunda sætinu ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Nicolai Höjgaard var með fjóra fugla og einn skramba. Hann fékk fuglana á holum tvö, sjö, tólf og þrettán. Rasmus Højgaard var með fjóra fugla og tvo skolla. Hann fékk fuglana sína á holum fimm, sjö, tíu og sautján. Þeir náðu því báðir fugli á sjöundu holunni og annar hvor Höjgaard bróðurinn náði fugli á sjö af átján holum. Höjgaard tvíburabræðurnir eru fæddir 12. mars 2001 og eru því 24 ára gamlir. Nicolai er í 30. sæti á heimslistanum en hann endaði í 23. sæti á Opna breska risamótinu í hittiðfyrra. Rasmus er í 37. sæti á heimslistanum en hann endaði í sextugasta sæti á Opna breska risamótinu í fyrra. Opna breska meistaramótið er sýnt beint á Sýn Sport 4 alla helgina og er útsending hafin frá keppni dagsins. View this post on Instagram A post shared by DP World Tour (@dpworldtour)
Golf Opna breska Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Körfubolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira