„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Hinrik Wöhler skrifar 17. júlí 2025 22:24 Oliver Sigurjónsson í baráttunni fyrr á tímabilinu. Vísir/Pawel Afturelding og Fram skildu jöfn í Bestu-deild karla í kvöld þegar liðin mættust í Mosfellsbæ. Oliver Sigurjónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Mosfellingum og telur að úrslitin hafi gefið rétta mynd af leiknum. „Ég held að þetta hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit. Þeir eru skemmtilegir, þeir eru hybrid, þeir eru stundum 5-4-1 og stundum 5-3-2. Það er erfitt að lesa þá og mikið af stöðuskiptingum, mjög skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram,“ sagði miðjumaðurinn í leikslok. Mosfellingur brutu ísinn í upphafi seinni hálfleiks eftir fremur rólegan fyrri hálfleik. Framarar svöruðu með marki skömmu síðar og það varð niðurstaðan. „Þeir eru með Simon Tibbling sem mér finnst einn besti leikmaðurinn í deildinni en við náðum að halda honum niðri. Þegar við náðum því fór hættan af miðjunni en ég tel að við höfum spilað fínan leik og auðvitað vildum við vinna en ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit,“ bætti Oliver við. „Ég get ekki orðað að ég sé sáttur með stigið, ég hefði viljað vinna. Við náðum ekki alveg að stíga upp og enduðum frekar neðarlega og vorum ekki nægilega góðir í seinni hálfleik, að koma okkur ofar á völlinn.“ Oliver er bjartsýnn fyrir framhaldinu en það eru ákveðin atriði sem hann sér tækifæri til að bæta í leik Aftureldingar. „Við vorum með allt of hraðar sóknir og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Við viljum fara hratt en ekki of hratt svo liðið sé með, þegar við töpuðum boltann var of langt bak við þá fannst mér,“ sagði Oliver um leik kvöldsins. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur af okkar hálfu og að mig minnir hefðum getað skorað fleiri mörk. Við ætlum að byggja ofan á þessu, erum jákvæðir.“ Líður vel í stóru hlutverki í Mosfellsbæ Oliver kom frá Breiðabliki fyrir þetta tímabil og hefur leikið stórt hlutverk með Mosfellingum. Hann glímdi þó við meiðsli á vormánuðum en er kominn heill til baka að eigin sögn. „Mér líður bara vel og er koma sterkur til baka. Ógeðslega gaman að spila fótbolta og hvað þá í 90 mínútur. Mér finnst ég vera í stóru hlutverk í Aftureldingu og líður hrikalega vel. Líkaminn er góður og bara byggja ofan á þetta. Þetta er nóg af leikjum eftir og væri gaman að safna fleiri stigum og koma okkur ofar í töflunni,“ sagði Oliver að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
„Ég held að þetta hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit. Þeir eru skemmtilegir, þeir eru hybrid, þeir eru stundum 5-4-1 og stundum 5-3-2. Það er erfitt að lesa þá og mikið af stöðuskiptingum, mjög skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram,“ sagði miðjumaðurinn í leikslok. Mosfellingur brutu ísinn í upphafi seinni hálfleiks eftir fremur rólegan fyrri hálfleik. Framarar svöruðu með marki skömmu síðar og það varð niðurstaðan. „Þeir eru með Simon Tibbling sem mér finnst einn besti leikmaðurinn í deildinni en við náðum að halda honum niðri. Þegar við náðum því fór hættan af miðjunni en ég tel að við höfum spilað fínan leik og auðvitað vildum við vinna en ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit,“ bætti Oliver við. „Ég get ekki orðað að ég sé sáttur með stigið, ég hefði viljað vinna. Við náðum ekki alveg að stíga upp og enduðum frekar neðarlega og vorum ekki nægilega góðir í seinni hálfleik, að koma okkur ofar á völlinn.“ Oliver er bjartsýnn fyrir framhaldinu en það eru ákveðin atriði sem hann sér tækifæri til að bæta í leik Aftureldingar. „Við vorum með allt of hraðar sóknir og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Við viljum fara hratt en ekki of hratt svo liðið sé með, þegar við töpuðum boltann var of langt bak við þá fannst mér,“ sagði Oliver um leik kvöldsins. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur af okkar hálfu og að mig minnir hefðum getað skorað fleiri mörk. Við ætlum að byggja ofan á þessu, erum jákvæðir.“ Líður vel í stóru hlutverki í Mosfellsbæ Oliver kom frá Breiðabliki fyrir þetta tímabil og hefur leikið stórt hlutverk með Mosfellingum. Hann glímdi þó við meiðsli á vormánuðum en er kominn heill til baka að eigin sögn. „Mér líður bara vel og er koma sterkur til baka. Ógeðslega gaman að spila fótbolta og hvað þá í 90 mínútur. Mér finnst ég vera í stóru hlutverk í Aftureldingu og líður hrikalega vel. Líkaminn er góður og bara byggja ofan á þetta. Þetta er nóg af leikjum eftir og væri gaman að safna fleiri stigum og koma okkur ofar í töflunni,“ sagði Oliver að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira