Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2025 08:00 Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler hefur verið efstur á heimslistanum í golfi í 148 vikur. Getty/Luke Walke Besti kylfingur heims veltir líka fyrir sér tilganginum með þessu öllu saman og hann kom mörgum á óvart með vangaveltum fyrir síðasta risamót ársins. Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er efsti maður á heimslistanum í golfi. Hann hefur þegar unnið eitt risamót á árinu en framundan er fjórða og síðasta risamótið sem er Opna breska meistaramótið. Opna breska meistaramótið fer að þessu sinni fram hjá Royal Portrush golfklúbbnum á Norður Írlandi. Þetta er í þriðja sinn sem klúbburinn heldur Opna breska en í fyrsta sinn frá 2019. Opna breska risamótið verður sýnt í beinni á SÝN Sport 4 alla helgina. Útsendingin frá fyrsta degi hefst klukkan 5.30 í fyrramálið. Scheffler opnaði sig upp á gátt á blaðamannafundi fyrir Opna breska sem hann hefur aldrei unnið en best náð sjöunda sæti. Hann fór að tala um líf sitt sem atvinnukylfingur í allra fremstu röð. Draumastarf hjá mörgum en ekki alltaf dans á rósum. „Þetta er ekki fullnægjandi líf. Það fullnægjandi hvað varðar það að ná árangri en er ekki fullnægjandi þegar kemur að dýpstu hlutum hjarta þins,“ sagði Scheffler. „Það er það sem ég glími við á hverjum degi. Það er eins og að mæta á Mastersmótið á hverju ári. Langar mig svona mikið að vinna þetta mót? Langar mig svo mikið að vinna Opna breska? Ég veit það ekki því ef ég vinn þá verður það stórkostlegt í tvær mínútur,“ sagði Scheffler. „Þú vinnur að því allt þitt líf að fá að fagna sigri á golfmóti í nokkrar mínútur. Þetta eru samt bara nokkrar mínútur,“ sagði Scheffler. „Ég hata að tapa. Virkilega. Ég legg svo mikið á mig fyrir þessar stuttu stundir. Ég er hálfklikkaður. Ég elska að leggja á mig vinnuna og elska að æfa mig. Ég elska að fá að upplifa drauma mína. Stundum er það samt þannig að ég skil ekki af hverju ég er að þessu,“ sagði Scheffler. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er efsti maður á heimslistanum í golfi. Hann hefur þegar unnið eitt risamót á árinu en framundan er fjórða og síðasta risamótið sem er Opna breska meistaramótið. Opna breska meistaramótið fer að þessu sinni fram hjá Royal Portrush golfklúbbnum á Norður Írlandi. Þetta er í þriðja sinn sem klúbburinn heldur Opna breska en í fyrsta sinn frá 2019. Opna breska risamótið verður sýnt í beinni á SÝN Sport 4 alla helgina. Útsendingin frá fyrsta degi hefst klukkan 5.30 í fyrramálið. Scheffler opnaði sig upp á gátt á blaðamannafundi fyrir Opna breska sem hann hefur aldrei unnið en best náð sjöunda sæti. Hann fór að tala um líf sitt sem atvinnukylfingur í allra fremstu röð. Draumastarf hjá mörgum en ekki alltaf dans á rósum. „Þetta er ekki fullnægjandi líf. Það fullnægjandi hvað varðar það að ná árangri en er ekki fullnægjandi þegar kemur að dýpstu hlutum hjarta þins,“ sagði Scheffler. „Það er það sem ég glími við á hverjum degi. Það er eins og að mæta á Mastersmótið á hverju ári. Langar mig svona mikið að vinna þetta mót? Langar mig svo mikið að vinna Opna breska? Ég veit það ekki því ef ég vinn þá verður það stórkostlegt í tvær mínútur,“ sagði Scheffler. „Þú vinnur að því allt þitt líf að fá að fagna sigri á golfmóti í nokkrar mínútur. Þetta eru samt bara nokkrar mínútur,“ sagði Scheffler. „Ég hata að tapa. Virkilega. Ég legg svo mikið á mig fyrir þessar stuttu stundir. Ég er hálfklikkaður. Ég elska að leggja á mig vinnuna og elska að æfa mig. Ég elska að fá að upplifa drauma mína. Stundum er það samt þannig að ég skil ekki af hverju ég er að þessu,“ sagði Scheffler. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira