Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Jón Þór Stefánsson skrifar 15. júlí 2025 16:37 Keith Richards leikur á gítarinn fræga í sjónvarpssal árið 1965. Rafmagnsgítar sem var í eigu Mick Taylor, fyrrverandi gítarleikara Rolling Stones, en var stolið fyrir rúmlega fimmtíu árum er kominn í leitirnar. Gítarinn er af gerðinni Gibson Les Paul Standard, og er frá árinu 1959. Áður hafði Keith Richards, hinn gítarleikari rokksveitarinnar heimsfrægu átt hann. Breska tónlistarblaðið NME greinir frá fundinum. Árið 1972, þegar Rolling Stones voru að taka upp plötuna Exile On Main St. í glæsivillu við frönsku ríveruna, var rafmagnsgítarnum stolið. Talið er að fíkniefnasalar, sem Richards skuldaði pening, hafi verið að verki. Fleiri munir voru numdir á brott, alls níu gítarar, bassi Bills Wyman og saxafónn í eigu Bobby Keys. Umræddur gítar þótti þó sérstaklega sögufrægur. Taylor keypti hann af Richards árið 1967. Richards spilaði á hann þegar Stones komu fram í bandaríska sjónvarpsþættinum The Ed Sullivan Show árið 1964. Taylor spilaði síðan á gítarinn á tónlistarhátíðinni í Altamont árið 1969, en þar munu einir frægustu tónleikar sveitarinnar hafa farið fram. Frægð tónleikanna kom til vegna hræðilegra atburða, meðal annars vegna þess að tónleikagestur var drepinn af meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels, sem sáu um öryggisgæslu á viðburðinum. Jafnframt eru Jimmy Page og Eric Clapton hafa sagðir fengið gítarinn að láni. Rafmagnsgítarinn fannst á dögunum í safni fimm hundruð gítarar sem voru gefnir Metropolitan-safninu í New York. Page Six hefur eftir heimildarmanni sínum að fundurinn hafi komið Taylor í opna skjöldu, en hann fékk aldrei neinar bætur fyrir stuldinn. Tónlist Bandaríkin Einu sinni var... Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Breska tónlistarblaðið NME greinir frá fundinum. Árið 1972, þegar Rolling Stones voru að taka upp plötuna Exile On Main St. í glæsivillu við frönsku ríveruna, var rafmagnsgítarnum stolið. Talið er að fíkniefnasalar, sem Richards skuldaði pening, hafi verið að verki. Fleiri munir voru numdir á brott, alls níu gítarar, bassi Bills Wyman og saxafónn í eigu Bobby Keys. Umræddur gítar þótti þó sérstaklega sögufrægur. Taylor keypti hann af Richards árið 1967. Richards spilaði á hann þegar Stones komu fram í bandaríska sjónvarpsþættinum The Ed Sullivan Show árið 1964. Taylor spilaði síðan á gítarinn á tónlistarhátíðinni í Altamont árið 1969, en þar munu einir frægustu tónleikar sveitarinnar hafa farið fram. Frægð tónleikanna kom til vegna hræðilegra atburða, meðal annars vegna þess að tónleikagestur var drepinn af meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels, sem sáu um öryggisgæslu á viðburðinum. Jafnframt eru Jimmy Page og Eric Clapton hafa sagðir fengið gítarinn að láni. Rafmagnsgítarinn fannst á dögunum í safni fimm hundruð gítarar sem voru gefnir Metropolitan-safninu í New York. Page Six hefur eftir heimildarmanni sínum að fundurinn hafi komið Taylor í opna skjöldu, en hann fékk aldrei neinar bætur fyrir stuldinn.
Tónlist Bandaríkin Einu sinni var... Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira