Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júlí 2025 14:07 Blíðviðri er um nær allt land í dag. Vísir/Anton Brink Landshitamet hefur ekki fallið í dag en hitamet hafa fallið á nokkrum stöðvum á landinu. Til dæmis í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hiti mældist 29,2 í dag. Hitametið var þar 28,8 gráður. Landshitametið var sett þann 22. júní 1939 þegar hiti fór í 30,5 stig á Teigarhorni og 30,2 á Kirkjubæjarklaustri. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir óljóst hvort landshitametið muni falla í dag. Hiti sé yfirleitt mestur síðdegis. „Klukkan er bara rétt rúmlega eitt en ég þori ekki að segja hvort það gæti gerst. Það er yfirleitt heitast í kringum tvö, þrjú eða fjögur. Það eru fallin hitamet á einstaka stöð þannig það mun sennilega falla á öðrum stöðvum.“ Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður Ferðafélags Íslands, hvatti í hádegisfréttum göngufólk til að hafa varann á í svo miklum hita. Um tuttugu stiga hiti mældist fyrr í dag við Álftavatn. Víða á Austurlandi er um 25 stiga hiti. Einnig var rætt við Heiði Vigfúsdóttur, framkvæmdastjóra tjaldsvæðisins á Egilsstöðum, sem sagði veðrið með ólíkindum. Landshitamet maímánaðar Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í síðasta mánuði þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992. Veður Bláskógabyggð Tengdar fréttir Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í dag þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992. 15. maí 2025 13:46 Hársbreidd frá hitameti í borginni Minnstu munaði að hitamet fyrir maímánuð í Reykjavík hefði verið slegið í blíðviðrinu í gær, nánar tiltekið munaði það aðeins hálfri gráðu. Áfram verður hlýtt, þurrt og tiltölulega bjart í dag og á morgun en það dregur síðan til tíðinda á fimmtudag. 19. maí 2025 11:57 Hnattræn hlýnun gerði hitabylgjuna í maí hlýrri og mun líklegri en ella Hitabylgjan sem gekk yfir Ísland í maí var þremur gráðum hlýrri en hún hefði orðið án manngerðrar hlýnunar jarðar. Loftslagsbreytingar gerðu hitabylgjuna einnig fjörutíu prósent líklegri en ella samkvæmt nýrri greiningu alþjóðlegs hóps vísindamanna. 11. júní 2025 06:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Sjá meira
Landshitametið var sett þann 22. júní 1939 þegar hiti fór í 30,5 stig á Teigarhorni og 30,2 á Kirkjubæjarklaustri. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir óljóst hvort landshitametið muni falla í dag. Hiti sé yfirleitt mestur síðdegis. „Klukkan er bara rétt rúmlega eitt en ég þori ekki að segja hvort það gæti gerst. Það er yfirleitt heitast í kringum tvö, þrjú eða fjögur. Það eru fallin hitamet á einstaka stöð þannig það mun sennilega falla á öðrum stöðvum.“ Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður Ferðafélags Íslands, hvatti í hádegisfréttum göngufólk til að hafa varann á í svo miklum hita. Um tuttugu stiga hiti mældist fyrr í dag við Álftavatn. Víða á Austurlandi er um 25 stiga hiti. Einnig var rætt við Heiði Vigfúsdóttur, framkvæmdastjóra tjaldsvæðisins á Egilsstöðum, sem sagði veðrið með ólíkindum. Landshitamet maímánaðar Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í síðasta mánuði þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992.
Veður Bláskógabyggð Tengdar fréttir Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í dag þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992. 15. maí 2025 13:46 Hársbreidd frá hitameti í borginni Minnstu munaði að hitamet fyrir maímánuð í Reykjavík hefði verið slegið í blíðviðrinu í gær, nánar tiltekið munaði það aðeins hálfri gráðu. Áfram verður hlýtt, þurrt og tiltölulega bjart í dag og á morgun en það dregur síðan til tíðinda á fimmtudag. 19. maí 2025 11:57 Hnattræn hlýnun gerði hitabylgjuna í maí hlýrri og mun líklegri en ella Hitabylgjan sem gekk yfir Ísland í maí var þremur gráðum hlýrri en hún hefði orðið án manngerðrar hlýnunar jarðar. Loftslagsbreytingar gerðu hitabylgjuna einnig fjörutíu prósent líklegri en ella samkvæmt nýrri greiningu alþjóðlegs hóps vísindamanna. 11. júní 2025 06:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Sjá meira
Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í dag þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992. 15. maí 2025 13:46
Hársbreidd frá hitameti í borginni Minnstu munaði að hitamet fyrir maímánuð í Reykjavík hefði verið slegið í blíðviðrinu í gær, nánar tiltekið munaði það aðeins hálfri gráðu. Áfram verður hlýtt, þurrt og tiltölulega bjart í dag og á morgun en það dregur síðan til tíðinda á fimmtudag. 19. maí 2025 11:57
Hnattræn hlýnun gerði hitabylgjuna í maí hlýrri og mun líklegri en ella Hitabylgjan sem gekk yfir Ísland í maí var þremur gráðum hlýrri en hún hefði orðið án manngerðrar hlýnunar jarðar. Loftslagsbreytingar gerðu hitabylgjuna einnig fjörutíu prósent líklegri en ella samkvæmt nýrri greiningu alþjóðlegs hóps vísindamanna. 11. júní 2025 06:01