„Mikið undir fyrir bæði lið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júlí 2025 14:16 Lárus Orri hefur ekkert hugsað um 5-0 skellinn sem Skagamenn urðu fyrir fyrr í sumar. vísir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, á von á hörkuleik í góðviðrinu á Skaganum í kvöld og segir ekki fleiri áherslubreytingar fylgja því að mæta KR en öðrum liðum Bestu deildarinnar. Skagamenn urðu fyrir slæmum skelli þegar þeir mættu KR í fyrri umferðinni, 5-0 tap varð niðurstaðan í Laugardalnum. „Ég hef ekkert verið að spá í það. Sá leikur er bara búinn og tilheyrir fortíðinni. Nú er bara hörkuleikur í kvöld, þrjú mikilvæg stig í boði og fókusinn er bara á þennan leik. Ekkert annað“ sagði þjálfarinn í samtali við Vísi. Lárus horfir fram veginn, ekki aftur, og var því spurður hverju hann ætti von á í kvöld. „Ég á bara von á algjörum hörkuleik, á góðum grasvelli í góðu veðri. Mikið undir fyrir bæði lið þannig að ég á bara von á mikilli ástríðu og baráttu, stórbrotnum leik.“ Ekki meiri áherslubreytingar en gegn öðrum KR spilar öðruvísi en öll önnur lið deildarinnar, þessum einstaka leikstíl fylgja einhverjar breytingar í áherslum Skagamanna, en ekkert meiri en fyrir leiki gegn öðrum liðum. „Það er nú þannig með þessa blessuðu deild núna, þetta eru allt mjög erfiðir leikir. Það eru mismunandi áskoranir í öllum þessum leikjum, þeirra á meðal á móti KR. Þetta er þriðji leikurinn sem ég þjálfa liðið, spiluðum á móti Vestra og Fram, svo er það KR núna. Í öllum þessum leikjum eru örlitlar áherslubreytingar. Þó við einbeitum okkur lang mest að okkar leik skoðum við líka hvernig andstæðingurinn spilar. Þannig að, jújú það eru einhverjar áherslubreytingar þegar við spilum á móti KR, en það er ekki einsdæmi“ sagði Lárus. Styrkir hópinn og fleiri á leiðinni Lárus hefur aðeins stýrt liðinu í tveimur leikjum, unnið Vestra og tapað gegn Fram, en er strax farinn að styrkja hópinn. Jonas Gemmer skrifaði undir samning um helgina. „Hann kom núna fyrir tveimur dögum síðan, er fluttur upp á Skaga og byrjaður að æfa með okkur. Mjög flottur leikmaður með yfir hundrað leiki í efstu deild Danmerkur og unglingalandsleiki. Varnarsinnaður miðjumaður sem við erum mjög spenntir að fá inn í leikmannahópinn“ sagði Lárus og hann leitar nú að fleiri leikmönnum. „Það er ýmislegt í gangi og ég á von því að það komi fleiri fréttir mjög fljótlega“ sagði Lárus að lokum. Besta deild karla ÍA KR Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira
Skagamenn urðu fyrir slæmum skelli þegar þeir mættu KR í fyrri umferðinni, 5-0 tap varð niðurstaðan í Laugardalnum. „Ég hef ekkert verið að spá í það. Sá leikur er bara búinn og tilheyrir fortíðinni. Nú er bara hörkuleikur í kvöld, þrjú mikilvæg stig í boði og fókusinn er bara á þennan leik. Ekkert annað“ sagði þjálfarinn í samtali við Vísi. Lárus horfir fram veginn, ekki aftur, og var því spurður hverju hann ætti von á í kvöld. „Ég á bara von á algjörum hörkuleik, á góðum grasvelli í góðu veðri. Mikið undir fyrir bæði lið þannig að ég á bara von á mikilli ástríðu og baráttu, stórbrotnum leik.“ Ekki meiri áherslubreytingar en gegn öðrum KR spilar öðruvísi en öll önnur lið deildarinnar, þessum einstaka leikstíl fylgja einhverjar breytingar í áherslum Skagamanna, en ekkert meiri en fyrir leiki gegn öðrum liðum. „Það er nú þannig með þessa blessuðu deild núna, þetta eru allt mjög erfiðir leikir. Það eru mismunandi áskoranir í öllum þessum leikjum, þeirra á meðal á móti KR. Þetta er þriðji leikurinn sem ég þjálfa liðið, spiluðum á móti Vestra og Fram, svo er það KR núna. Í öllum þessum leikjum eru örlitlar áherslubreytingar. Þó við einbeitum okkur lang mest að okkar leik skoðum við líka hvernig andstæðingurinn spilar. Þannig að, jújú það eru einhverjar áherslubreytingar þegar við spilum á móti KR, en það er ekki einsdæmi“ sagði Lárus. Styrkir hópinn og fleiri á leiðinni Lárus hefur aðeins stýrt liðinu í tveimur leikjum, unnið Vestra og tapað gegn Fram, en er strax farinn að styrkja hópinn. Jonas Gemmer skrifaði undir samning um helgina. „Hann kom núna fyrir tveimur dögum síðan, er fluttur upp á Skaga og byrjaður að æfa með okkur. Mjög flottur leikmaður með yfir hundrað leiki í efstu deild Danmerkur og unglingalandsleiki. Varnarsinnaður miðjumaður sem við erum mjög spenntir að fá inn í leikmannahópinn“ sagði Lárus og hann leitar nú að fleiri leikmönnum. „Það er ýmislegt í gangi og ég á von því að það komi fleiri fréttir mjög fljótlega“ sagði Lárus að lokum.
Besta deild karla ÍA KR Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira