Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júlí 2025 12:13 Í dag má svo sannarlega tala um sól og sumaryl. Vísir/Anton Brink Mikið blíðviðri gengur nú yfir víðast hvar og telur veðurfræðingur að hitamet gætu fallið á einstaka stöðum. Yfirskálavörður á hálendinu hvetur göngufólk til að hafa varann á vegna hita og tjaldvörður í Vaglaskógi segir of hlýtt þar á bæ. Hálfgerð hitabylgja gengur yfir landið í dag og á morgun sökum hlýs loftmassa sem ferðast yfir landið vegna hæðar vestan við írland sem dælir heitu lofti í átt að Íslandi. Búast má við hita á bilinu 17 til 28 stig og stilltu veðri. Megi búast við hátt í 30 stiga hita Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að í raun er enginn staður hlunnfarinn þegar það kemur að góðu veðri. Hitastigið hafi strax verið komið upp úr öllum hæðum þegar hún ræddi við fréttastofu um hálf ellefu í morgun. „Hitinn er núna kominn í 24,5 stig á Kirkjubæjarklaustri til að mynda en það á eftir að verða örugglega upp í 25 til 28 mjög víða í allan dag.“ Er gott veður þar sem þú ert? Átt þú myndir eða myndskeið af blíðviðrinu? Er eitthvað skemmtilegt um að vera í góða veðrinu? Hvar er besta veðrið? Allt vel þegið á netfangið ritstjorn@visir.is. Veðrið verði best inn til lands á Suðurlandi og Norðurlandi eystra þar sem má búast við hátt í 30 stiga hita. Tilefni sé til að brýna á nokkrum atriðum. „Ég myndi nú halda að það sé gott að nota sólarvörn og verja sig með sólhöttum og drekka vel til að ofhitna ekki og ofþorna ekki.“ Óvenjulegar aðstæður fyrir göngufólk Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður Ferðafélags Íslands, tekur undir orð Kristínar og hvetur göngufólk á hálendinu til að hafa varann á. „Til dæmis í Álftavatni erum við að fá yfir tuttugu gráður núna upp frá. Yfirleitt eru skálaverðir mjög ánægðir ef þeir eru að fá einhvers staðar í kringum tíu til fimmtán gráður.“ Er mjög óvanalegt að fá svona hita á hálendinu? „Já þetta er virkilega sérstakt og svona rosalega lítinn vind með því líka. Þetta eru svona aðstæður sem að göngufólk er kannski ekki alvant. Að þurfa að passa sig á að drekka nógu mikið út af hita og uppgufun.“ Um 25 stiga hiti er víða á Austurlandi en Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum segir veðrið þar með ólíkindum. „Fólk ætti bara að fara skipuleggja sumarfríin sín út frá Austurlandi. ég segi það nú bara því þetta fer að vera reglan frekar en undantekningin að hér sé besta veðrið þó ég vilji kannski síst vera með veðuhroka. En tölurnar segja sitt.“ Vaglaskógur orðinn eins og Spánn Benedikt Stefánsson, tjaldvörður í Vaglaskógi, segir allt pakkfullt þar á bæ og nánast of hlýtt. „Manni líður bara eins og maður sé kominn út á Spán, satt best að segja. Þetta er bara algjört Tene-veður.“ Hvenig er starfa sem tjaldvörður í svona miklum hita? „Mér finnst bara allt heitt veður of mikið, satt að segja. Mig langar bara að hafa fimm til tíu stiga hita og skýjað en það eru líklega ekki margir sammála mér í því.“ Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Hálfgerð hitabylgja gengur yfir landið í dag og á morgun sökum hlýs loftmassa sem ferðast yfir landið vegna hæðar vestan við írland sem dælir heitu lofti í átt að Íslandi. Búast má við hita á bilinu 17 til 28 stig og stilltu veðri. Megi búast við hátt í 30 stiga hita Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að í raun er enginn staður hlunnfarinn þegar það kemur að góðu veðri. Hitastigið hafi strax verið komið upp úr öllum hæðum þegar hún ræddi við fréttastofu um hálf ellefu í morgun. „Hitinn er núna kominn í 24,5 stig á Kirkjubæjarklaustri til að mynda en það á eftir að verða örugglega upp í 25 til 28 mjög víða í allan dag.“ Er gott veður þar sem þú ert? Átt þú myndir eða myndskeið af blíðviðrinu? Er eitthvað skemmtilegt um að vera í góða veðrinu? Hvar er besta veðrið? Allt vel þegið á netfangið ritstjorn@visir.is. Veðrið verði best inn til lands á Suðurlandi og Norðurlandi eystra þar sem má búast við hátt í 30 stiga hita. Tilefni sé til að brýna á nokkrum atriðum. „Ég myndi nú halda að það sé gott að nota sólarvörn og verja sig með sólhöttum og drekka vel til að ofhitna ekki og ofþorna ekki.“ Óvenjulegar aðstæður fyrir göngufólk Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður Ferðafélags Íslands, tekur undir orð Kristínar og hvetur göngufólk á hálendinu til að hafa varann á. „Til dæmis í Álftavatni erum við að fá yfir tuttugu gráður núna upp frá. Yfirleitt eru skálaverðir mjög ánægðir ef þeir eru að fá einhvers staðar í kringum tíu til fimmtán gráður.“ Er mjög óvanalegt að fá svona hita á hálendinu? „Já þetta er virkilega sérstakt og svona rosalega lítinn vind með því líka. Þetta eru svona aðstæður sem að göngufólk er kannski ekki alvant. Að þurfa að passa sig á að drekka nógu mikið út af hita og uppgufun.“ Um 25 stiga hiti er víða á Austurlandi en Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum segir veðrið þar með ólíkindum. „Fólk ætti bara að fara skipuleggja sumarfríin sín út frá Austurlandi. ég segi það nú bara því þetta fer að vera reglan frekar en undantekningin að hér sé besta veðrið þó ég vilji kannski síst vera með veðuhroka. En tölurnar segja sitt.“ Vaglaskógur orðinn eins og Spánn Benedikt Stefánsson, tjaldvörður í Vaglaskógi, segir allt pakkfullt þar á bæ og nánast of hlýtt. „Manni líður bara eins og maður sé kominn út á Spán, satt best að segja. Þetta er bara algjört Tene-veður.“ Hvenig er starfa sem tjaldvörður í svona miklum hita? „Mér finnst bara allt heitt veður of mikið, satt að segja. Mig langar bara að hafa fimm til tíu stiga hita og skýjað en það eru líklega ekki margir sammála mér í því.“
Er gott veður þar sem þú ert? Átt þú myndir eða myndskeið af blíðviðrinu? Er eitthvað skemmtilegt um að vera í góða veðrinu? Hvar er besta veðrið? Allt vel þegið á netfangið ritstjorn@visir.is.
Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira