Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 09:00 Elísabet Gunnarsdóttir vann leik sem þjálfari belgíska landsliðsins á EM í Sviss. Ólafur Kristjánsson hefur gert góða hluti með Þrótt í Bestu deild kvenna undanfarin ár. Getty/Alexander Hassenstein/Vísir/Anton Brink Framtíð landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar er á milli tannanna á fólki og margir vilja sjá nýjan þjálfara hjá íslenska kvennalandsliðinu. En hver gæti tekið við? Besta sætið fékk að vita skoðun tveggja sigursæla reynslubolta sem þekkja íslenska kvennaboltann vel. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss án þess að fá stig. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru Björgu Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða íslenska landsliðið og þá sérstaklega næstu framtíð þess. „Segjum að Þorsteinn verði ekki lengur þjálfari liðsins eftir að það er búið að funda í KSÍ á næstu dögum líkt og rætt hefur verið um að verði gert. Hvern eða hverja litist ykkur á til að taka við þessari ágætu skútu?“ spurði Valur Páll Eiríksson. Ég held að þetta hafi verið mistök „Ég held að það hafi verið mistök á sínum tíma að taka Betu ekki þegar hún var laus,“ sagði Þóra. „Hún talaði um það sjálf í viðtali við okkur á Sýn að þetta sé hennar draumur,“ sagði Valur Páll. „Ef hún heldur áfram með Belgíu þá ætti hún ekki að koma til Íslands. Ég held að þetta hafi verið mistök. Hún var hætt með Kristianstad og þarna var bara gullið tækifæri að gefa henni sjensinn,“ sagði Þóra. Talað um Óla Kristjáns „Er ekki talað hávært um Óla Kristjáns?“ spurði Þóra. „Jú alla vega er umræðan þannig. Hann er að gera flotta hluti með Þrótt. Ég eiginlega bara veit það ekki. Er núna tími að finna einhvern alveg utanaðkomandi? Fá einhver erlendan þjálfara,“ sagði Ásta. Virkaði fyrir strákana „Það virkaði fyrir strákana,“ skaut Þóra inn í. „Það virkaði aldeilis vel fyrir þá. Mér myndi alveg finnast það spennandi. Hver það er hef ég ekki hugmynd um,“ sagði Ásta og hló. „Við erum að sjá þetta út um allt. Það eru þjálfarar að taka við landsliðum út um allar trissur. Af hverju ekki að prófa þetta?“ spurði Ásta. Hér fyrir neðan má síðan finna allan þáttinn og þar með áframhald á umfjölluninni um mögulegan erlendan þjálfara Ásta svarar líka hvers vegna Nik Chamberlain, núverandi þjálfari Breiðabliks, yrði líklegast ekki spenntur fyrir svona starfi. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Fótbolti KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss án þess að fá stig. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru Björgu Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða íslenska landsliðið og þá sérstaklega næstu framtíð þess. „Segjum að Þorsteinn verði ekki lengur þjálfari liðsins eftir að það er búið að funda í KSÍ á næstu dögum líkt og rætt hefur verið um að verði gert. Hvern eða hverja litist ykkur á til að taka við þessari ágætu skútu?“ spurði Valur Páll Eiríksson. Ég held að þetta hafi verið mistök „Ég held að það hafi verið mistök á sínum tíma að taka Betu ekki þegar hún var laus,“ sagði Þóra. „Hún talaði um það sjálf í viðtali við okkur á Sýn að þetta sé hennar draumur,“ sagði Valur Páll. „Ef hún heldur áfram með Belgíu þá ætti hún ekki að koma til Íslands. Ég held að þetta hafi verið mistök. Hún var hætt með Kristianstad og þarna var bara gullið tækifæri að gefa henni sjensinn,“ sagði Þóra. Talað um Óla Kristjáns „Er ekki talað hávært um Óla Kristjáns?“ spurði Þóra. „Jú alla vega er umræðan þannig. Hann er að gera flotta hluti með Þrótt. Ég eiginlega bara veit það ekki. Er núna tími að finna einhvern alveg utanaðkomandi? Fá einhver erlendan þjálfara,“ sagði Ásta. Virkaði fyrir strákana „Það virkaði fyrir strákana,“ skaut Þóra inn í. „Það virkaði aldeilis vel fyrir þá. Mér myndi alveg finnast það spennandi. Hver það er hef ég ekki hugmynd um,“ sagði Ásta og hló. „Við erum að sjá þetta út um allt. Það eru þjálfarar að taka við landsliðum út um allar trissur. Af hverju ekki að prófa þetta?“ spurði Ásta. Hér fyrir neðan má síðan finna allan þáttinn og þar með áframhald á umfjölluninni um mögulegan erlendan þjálfara Ásta svarar líka hvers vegna Nik Chamberlain, núverandi þjálfari Breiðabliks, yrði líklegast ekki spenntur fyrir svona starfi.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Fótbolti KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira