Innlent

Eld­fimt á­stand á þingi, á­rásir á fanga­verði og full ung­menni á víða­vangi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Enn er dramatíkin í algleymingi á Alþingi en í dag var þingfundi ítrekað frestað þar til síðdegis, þar sem þung og stór orð voru látin falla beggja megin stjórnarlínunnar. Við skoðum stöðuna á þingi fyrsta daginn eftir beitingu svokallaðs „kjarnorkuákvæðis“.

Rætt verður við þingmenn í beinni útsendingu, en í dag hefur meðal annars verið tekist á um minnisblað sem fulltrúar Flokks fólksins fengu afhent snemma í maí, en það laut að sögu og beitingu ákvæðisins sem beitt var í gær.

Ofbeldi í garð fangavarða hefur aukist, en í vikunni þurftu fimm fangaverðir að leita sér aðhlynningar vegna áverka sem þeir hluti á Litla-Hrauni, þegar þrír fangar réðust á þá. Formaður félags fangavarða kallar eftir betra utanumhaldi um málaflokkinn. 

Dæmi eru um að hundruð ungmenna komi saman í útipartýum á eigin vegum og drekki sig full. Samtök foreldra kalla eftir aukinni viðveru forráðamanna á slíkum fjöldahitingum, svo gera megi viðburðina öruggari.

Þá kynnum við okkur nýtt hlutverk Hússtjórnarskólans í Reykjavík yfir sumartímann, en nemendur þar hafa sennilega sjaldan verið yngri en þeir sem nú nema þar fræðin sem skólinn býður upp á.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Sýnar í opinni dagskrá á Sýn, Vísi og Bylgjunni á slaginu 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×