Ánægður með Arnar og er klár í haustið Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2025 13:01 Hákon Rafn er klár í slaginn í haust þegar Ísland hefur leik í undankeppni HM. Vísir/Lýður Hákon Rafn Valdimarsson hrósar landsliðsþjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni og hlakkar til næsta landsliðsverkefnis Íslands. Strákarnir okkar séu meira en klárir í komandi undankeppni HM. Hákon hefur verið aðalmarkvörður Íslands síðustu misseri en hann er leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað þrjá af fjórum leikjum landsliðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en allir þrír hafa tapast, tveir fyrir Kósóvó og einn fyrir Norður-Írum, Elías Rafn Ólafsson varði markið í sigri á Skotum í síðasta mánuði. Miklar breytingar á leikstíl hafa fylgt komu Arnars en Hákon segir liðið á réttri leið. „Þetta hefur byrjað mjög vel. Kósóvó leikirnir fóru eins og þeir fóru, það gekk eins og það gekk, það voru góðir hlutir og slæmir. En í sumar var fullt af góðum hlutum. Skotaleikurinn var frábær en Írlandsleikurinn öðruvísi, þar sem við vorum með boltann stóran hluta leiksins og náum ekki að skapa nóg. Við fáum eitt eða tvö færi á okkur allan leikinn. Ég held að menn verði klárir í september,“ segir Hákon. Honum líst þá vel á þær hugmyndir sem Arnar hefur komið með að borðinu. „Hann er mjög góður þjálfari, nær vel til leikmanna og útskýrir allt mjög skýrt. Ég held að allir munu skilja þetta fullkomnlega þegar við byrjum.“ Nýr Laugardalsvöllur fallegur Ísland hefur leik í undankeppni HM 2026 í haust og mun þá spila fyrstu leikina á nýju grasi í Laugardal. Riðill Íslands er snúinn, með Frökkum, Úkraínumönnum og Aserum - en Ísland þarf að ná öðru sæti til að komast í umspil um HM-sæti. „Undankeppnin leggst mjög vel í mig. Ég get eiginlega ekki beðið. Það er alltaf þannig þegar maður skilur við strákana að maður er spenntur að hitta þá aftur og byrja aftur því þetta eru svo fáir leikir. Maður vill halda áfram og bæta sig,“ „Ég er mjög spenntur að byrja hérna, völlurinn er geggjaður, ég er að sjá hann í fyrsta sinn,“ segir Hákon Rafn. Fréttina má sjá í spilaranum. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Sjá meira
Hákon hefur verið aðalmarkvörður Íslands síðustu misseri en hann er leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað þrjá af fjórum leikjum landsliðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en allir þrír hafa tapast, tveir fyrir Kósóvó og einn fyrir Norður-Írum, Elías Rafn Ólafsson varði markið í sigri á Skotum í síðasta mánuði. Miklar breytingar á leikstíl hafa fylgt komu Arnars en Hákon segir liðið á réttri leið. „Þetta hefur byrjað mjög vel. Kósóvó leikirnir fóru eins og þeir fóru, það gekk eins og það gekk, það voru góðir hlutir og slæmir. En í sumar var fullt af góðum hlutum. Skotaleikurinn var frábær en Írlandsleikurinn öðruvísi, þar sem við vorum með boltann stóran hluta leiksins og náum ekki að skapa nóg. Við fáum eitt eða tvö færi á okkur allan leikinn. Ég held að menn verði klárir í september,“ segir Hákon. Honum líst þá vel á þær hugmyndir sem Arnar hefur komið með að borðinu. „Hann er mjög góður þjálfari, nær vel til leikmanna og útskýrir allt mjög skýrt. Ég held að allir munu skilja þetta fullkomnlega þegar við byrjum.“ Nýr Laugardalsvöllur fallegur Ísland hefur leik í undankeppni HM 2026 í haust og mun þá spila fyrstu leikina á nýju grasi í Laugardal. Riðill Íslands er snúinn, með Frökkum, Úkraínumönnum og Aserum - en Ísland þarf að ná öðru sæti til að komast í umspil um HM-sæti. „Undankeppnin leggst mjög vel í mig. Ég get eiginlega ekki beðið. Það er alltaf þannig þegar maður skilur við strákana að maður er spenntur að hitta þá aftur og byrja aftur því þetta eru svo fáir leikir. Maður vill halda áfram og bæta sig,“ „Ég er mjög spenntur að byrja hérna, völlurinn er geggjaður, ég er að sjá hann í fyrsta sinn,“ segir Hákon Rafn. Fréttina má sjá í spilaranum.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Sjá meira