Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 15:00 Sirkuslistamann taka áhættu sem ekki er mælt með að taka heima hjá sér. Aðsendar Sirkus Íslands hefur sýningar á ný í Vatnsmýri á morgun, föstudag. Tvær sýningar verða í boði, fjölskyldusýning og Skinnsemissýning sem er fullorðinssýning sem er bönnuð yngri en tuttugu ára. „Fjölskyldusýningin er fyrir alla. Þar ættu allir að finna eitthvað við hæfi,“ segir Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir sirkuslistamaður. Sýning er ein klukkustund og 45 mínútur og hentar breiðum aldurshópi að sögn Sirrýjar. Hlé er í miðri sýningu og þannig tækifæri til að standa upp. „Ég held þetta henti ungum sem öldnum, það er frítt fyrir tveggja ára og yngri.“ Unnið var að því í vikunni að koma sirkustjaldinu. Áhorfendapallar komu upp í gær og sviðið verður sett upp í dag. Sirkusinn safnaði fyrir tjaldinu fyrir ellefu árum. Sirrý Fjóla segir það hafa verið algjöran leikbreyti að fá tjaldið. Sirrý segir töfrandi að sitja á sýningunni inni í tjaldinu. Sirkus Íslands „Það var mikill leikbreytir fyrir sirkus á Íslandi að fá tjaldið. Þetta verður svo ekta fyrir áhorfandann að vera inni í sirkustjaldi, og gerir þetta meira grand. Tjaldið hefur nýst mjög vel og það er svo töfrandi og ævintýralegt að sýna inni því.“ Sumir hafi sirkusinn að atvinnu Alls eru fjórtán að sýna í Sirkusnum og dagskráin afar fjölbreytt. Til dæmis verði línudans, jöggl, húlla, loftfimleikar og trúðar. „Þetta er mjög fjölbreytt. Það er alltaf eitthvað spennandi og allavega eitt atriði sem er mjög hættulegt. Öll atriðin eru með einhverja áhættu, annars væri þetta ekki spennandi, en ég mæli ekki með að fólk geri það heima sem við gerum þarna.“ Hún segir misjafnt hvort fólk vinni við sirkuslistir allt árið eða hvort þau komi aðeins inn á sýningunum. „Sumir eru að sýna á útihátíðum, í leikskólum og víðar allan ársins hring. Svona stór sýning er aðeins á sumrin,“ segir hún og að sýningin fari ekkert á flakk á þessu ári, heldur verði aðeins í Vatnsmýrinni. Sirrý á línunni. Aðsend Fyrsta sýning er á föstudag og verður svo á laugardag og sunnudag. Tekin er svo pása til fimmtudags og sýnt til sunnudags. Alls eru ellefu fjölskyldusýningar og þrjár skinnsemissýningar. Spennandi að sýna með kennaranum sínum Sirrý Fjóla byrjaði að æfa sirkus átta ára gömul og hefur ekki hætt síðan. Í dag er hún 21 árs og er línudansari í sirkusnum. Samhliða sirkus æfði hún fimleika sem hún segir hafa verið góðan grunn og farið á dansnámskeið. „Ég er aðallega að gera trikk á línunni. Labba og gera trikk, það er mitt sérsvið. Fimleikarnir koma sterkir þarna inn. Ég hef alltaf haft gaman af því sem er smá öðruvísi og skrítið. Þetta er eins og ævintýri að fá að sýna í sirkus.“ Hún segir einn annan hafa verið á námskeiði í sirkus og í hópnum sem sýni í ár sé fólk sem var að kenna á námskeiðunum. Það sé því afar spennandi að fá að sýna með kennurunum sínum. „Svo er líka fólk sem hefur lært í útlöndum. Fólkið sem stofnaði sirkusinn er með þannig þetta er gott samansafn að sirkuslistafólki.“ Menning Reykjavík Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
„Fjölskyldusýningin er fyrir alla. Þar ættu allir að finna eitthvað við hæfi,“ segir Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir sirkuslistamaður. Sýning er ein klukkustund og 45 mínútur og hentar breiðum aldurshópi að sögn Sirrýjar. Hlé er í miðri sýningu og þannig tækifæri til að standa upp. „Ég held þetta henti ungum sem öldnum, það er frítt fyrir tveggja ára og yngri.“ Unnið var að því í vikunni að koma sirkustjaldinu. Áhorfendapallar komu upp í gær og sviðið verður sett upp í dag. Sirkusinn safnaði fyrir tjaldinu fyrir ellefu árum. Sirrý Fjóla segir það hafa verið algjöran leikbreyti að fá tjaldið. Sirrý segir töfrandi að sitja á sýningunni inni í tjaldinu. Sirkus Íslands „Það var mikill leikbreytir fyrir sirkus á Íslandi að fá tjaldið. Þetta verður svo ekta fyrir áhorfandann að vera inni í sirkustjaldi, og gerir þetta meira grand. Tjaldið hefur nýst mjög vel og það er svo töfrandi og ævintýralegt að sýna inni því.“ Sumir hafi sirkusinn að atvinnu Alls eru fjórtán að sýna í Sirkusnum og dagskráin afar fjölbreytt. Til dæmis verði línudans, jöggl, húlla, loftfimleikar og trúðar. „Þetta er mjög fjölbreytt. Það er alltaf eitthvað spennandi og allavega eitt atriði sem er mjög hættulegt. Öll atriðin eru með einhverja áhættu, annars væri þetta ekki spennandi, en ég mæli ekki með að fólk geri það heima sem við gerum þarna.“ Hún segir misjafnt hvort fólk vinni við sirkuslistir allt árið eða hvort þau komi aðeins inn á sýningunum. „Sumir eru að sýna á útihátíðum, í leikskólum og víðar allan ársins hring. Svona stór sýning er aðeins á sumrin,“ segir hún og að sýningin fari ekkert á flakk á þessu ári, heldur verði aðeins í Vatnsmýrinni. Sirrý á línunni. Aðsend Fyrsta sýning er á föstudag og verður svo á laugardag og sunnudag. Tekin er svo pása til fimmtudags og sýnt til sunnudags. Alls eru ellefu fjölskyldusýningar og þrjár skinnsemissýningar. Spennandi að sýna með kennaranum sínum Sirrý Fjóla byrjaði að æfa sirkus átta ára gömul og hefur ekki hætt síðan. Í dag er hún 21 árs og er línudansari í sirkusnum. Samhliða sirkus æfði hún fimleika sem hún segir hafa verið góðan grunn og farið á dansnámskeið. „Ég er aðallega að gera trikk á línunni. Labba og gera trikk, það er mitt sérsvið. Fimleikarnir koma sterkir þarna inn. Ég hef alltaf haft gaman af því sem er smá öðruvísi og skrítið. Þetta er eins og ævintýri að fá að sýna í sirkus.“ Hún segir einn annan hafa verið á námskeiði í sirkus og í hópnum sem sýni í ár sé fólk sem var að kenna á námskeiðunum. Það sé því afar spennandi að fá að sýna með kennurunum sínum. „Svo er líka fólk sem hefur lært í útlöndum. Fólkið sem stofnaði sirkusinn er með þannig þetta er gott samansafn að sirkuslistafólki.“
Menning Reykjavík Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira