Fannst látinn í hótelherbergi sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 06:33 Pedro Antonio Rodriguez sést hér til vinstri á myndinni eftir að hafa tapað bardaganum á móti Phillip Vela. Nokkrum klukkutímum seinna var hann látinn. @delsolboxing Eiginkonan talaði við hann eftir bardagann en heyrði svo ekkert meira fyrr en lögreglan hafði samband og lét hana vita af því að eiginmaðurinn væri allur. Mexíkóski hnefaleikakappinn Pedro Antonio Rodriguez var staddur í Bandaríkjunum þar sem hann steig inn í hnefaleikahringinn á móti Phillip Vela. Daginn eftir var þessi 37 ára gamli bardagamaður látinn. Bardaginn, sem fékk nafnið „Brawl in the Barrio“ eða „Barrio bardaginn“, fór fram í Phoenix í Ariziona fylki og Phillip Vela hafði betur. Samkvæmt frétt hjá spænska blaðinu Marca þá fór Rodriguez upp á hótelherbergið sitt eftir bardagann. Rodriguez ætlaði að fara út til að fá sér að borða en fannst svo látinn af hótelstarfsmanni á sunnudagsmorgninum. Leigubíllinn beið fyrir utan Starfsmaðurinn braust inn í hótelherbergið þegar hann fékk engin viðbrögð en þá var leigubíll að bíða eftir hnefaleikakappanum til að flytja hann út á flugvöll. Engin dánarorsök var gefin upp en lögreglurannsókn stendur yfir. Það er því ekki ljóst hvort bardaginn hafi eitthvað með það að segja hvernig fór fyrir Rodriguez. Eiginkona Rodriguez hefur komið fram og tjáð sig um fráfall eiginmannsins. Veit ekki hvað kom fyrir hann „Ég veit ekki hvað gerðist, einhvers konar áfall. Ég veit ekki hvað kom fyrir hann. Ég er mjög ringluð. Við verðum að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókninni,“ hafði Marca eftir eiginkonu Rodriguez, Karla Valenzuela. „Hann hringdi í mig eftir bardagann og ég sá hann þá í mynd. Hann sagðist ætla að fara út að ná sér í mat en hann kæmi fljótt til baka því hann væri að fara út á flugvöll klukkan 3.30. Við ræddum ekki saman um annað,“ sagði Valenzuela. Andstæðingur Rodriguez, Phillip Vela, sagðist vera algjörlega niðurbrotinn eftir að hafa fengið fréttirnar af örlögum mótherja síns. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) Box Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira
Mexíkóski hnefaleikakappinn Pedro Antonio Rodriguez var staddur í Bandaríkjunum þar sem hann steig inn í hnefaleikahringinn á móti Phillip Vela. Daginn eftir var þessi 37 ára gamli bardagamaður látinn. Bardaginn, sem fékk nafnið „Brawl in the Barrio“ eða „Barrio bardaginn“, fór fram í Phoenix í Ariziona fylki og Phillip Vela hafði betur. Samkvæmt frétt hjá spænska blaðinu Marca þá fór Rodriguez upp á hótelherbergið sitt eftir bardagann. Rodriguez ætlaði að fara út til að fá sér að borða en fannst svo látinn af hótelstarfsmanni á sunnudagsmorgninum. Leigubíllinn beið fyrir utan Starfsmaðurinn braust inn í hótelherbergið þegar hann fékk engin viðbrögð en þá var leigubíll að bíða eftir hnefaleikakappanum til að flytja hann út á flugvöll. Engin dánarorsök var gefin upp en lögreglurannsókn stendur yfir. Það er því ekki ljóst hvort bardaginn hafi eitthvað með það að segja hvernig fór fyrir Rodriguez. Eiginkona Rodriguez hefur komið fram og tjáð sig um fráfall eiginmannsins. Veit ekki hvað kom fyrir hann „Ég veit ekki hvað gerðist, einhvers konar áfall. Ég veit ekki hvað kom fyrir hann. Ég er mjög ringluð. Við verðum að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókninni,“ hafði Marca eftir eiginkonu Rodriguez, Karla Valenzuela. „Hann hringdi í mig eftir bardagann og ég sá hann þá í mynd. Hann sagðist ætla að fara út að ná sér í mat en hann kæmi fljótt til baka því hann væri að fara út á flugvöll klukkan 3.30. Við ræddum ekki saman um annað,“ sagði Valenzuela. Andstæðingur Rodriguez, Phillip Vela, sagðist vera algjörlega niðurbrotinn eftir að hafa fengið fréttirnar af örlögum mótherja síns. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
Box Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira