Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 10:30 Guðmundur Benediktsson var með sérfræðingana Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson í þættinum í gærkvöldi. Sýn Sport Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki sammála þegar kom að því að meta Íslandsmeistaravonir Valsmanna í sumar. Stúkan ræddi ýmis mál í Uppbótatíma þáttarins í gær þar sem sérfræðingarnir Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson fengu spurningar frá Guðmundi Benediktsson um Bestu deild karla í fótbolta. Þar veltu menn fyrir sér möguleikum Valsmanna á því að verða Íslandsmeistarar í ár, svöruðu því hvort Besta deildin sé sterkari eða lakari miðað við síðustu leiktíð og giskuðu á hvað verði sjötta og síðasta liðið til þess að tryggja sig inn í efri hlutann. Klippa: Uppbótartíminn: Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? „Ég var með svo skemmtilegar spurningar en það var allt stöðvað í sigtinu sem er hérna. Það er sigtað allt sem ég legg til hérna og ég þurfti að breyta öllum spurningunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson í léttum tón. Held að ég hafi alltaf fengið nei „Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? Ég er búinn að spyrja að þessu í mörgum þáttum en ég held að ég hafi alltaf fengið nei,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að segja já,“ sagði Arnar Grétarsson. „Hvers vegna,“ spurði Guðmundur á móti. „Mér finnst bara vera að myndast alvöru lið þarna og þeir eru núna á bullandi siglingu upp á við og með mikið sjálfstraust. Mér finnst, eins og Baldur kom inn á líka, að það sé að koma rosalega skemmtilegt jafnvægi í liðið,“ sagði Arnar. Þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn „Það er mikil vinnusemi á miðjunni, vörnin orðin rosalega traust. Við þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn, gæjana sem eru fremstir. Þeir eru líka með menn sem geta fært sig á milli og eru með rosalega stóran hóp,“ sagði Arnar. Baldur var ekki sammála Arnari. „Ég segi nei. Ég held að þeir verði bikarmeistarar en þeir geta ekki orðið Íslandsmeistarar,“ sagði Baldur. „Ég held að þeir hafi ekki lið í þetta. Þá vantar aðeins upp á breiddina en þetta er vissulega búið að líta vel út núna,“ sagði Baldur. Valsmenn geta glaðst yfir því „Miðað við það eins ótrúlegt og það hljómar. Þá finnst mér eins og Víkingur og Breiðablik séu ekki ennþá komin úr þriðja gír. Mér finnst þau vera með betri lið og yfir 27 leikja mót þá tel ég að Víkingur og Breiðablik muni berjast um þetta. Valsmenn geta glaðst yfir því að ég held að þeir verði bikarmeistarar,“ sagði Baldur. Það má heyra þessa umræðu og svörin við hinum spurningunum hér fyrir ofan. Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Stúkan ræddi ýmis mál í Uppbótatíma þáttarins í gær þar sem sérfræðingarnir Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson fengu spurningar frá Guðmundi Benediktsson um Bestu deild karla í fótbolta. Þar veltu menn fyrir sér möguleikum Valsmanna á því að verða Íslandsmeistarar í ár, svöruðu því hvort Besta deildin sé sterkari eða lakari miðað við síðustu leiktíð og giskuðu á hvað verði sjötta og síðasta liðið til þess að tryggja sig inn í efri hlutann. Klippa: Uppbótartíminn: Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? „Ég var með svo skemmtilegar spurningar en það var allt stöðvað í sigtinu sem er hérna. Það er sigtað allt sem ég legg til hérna og ég þurfti að breyta öllum spurningunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson í léttum tón. Held að ég hafi alltaf fengið nei „Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? Ég er búinn að spyrja að þessu í mörgum þáttum en ég held að ég hafi alltaf fengið nei,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að segja já,“ sagði Arnar Grétarsson. „Hvers vegna,“ spurði Guðmundur á móti. „Mér finnst bara vera að myndast alvöru lið þarna og þeir eru núna á bullandi siglingu upp á við og með mikið sjálfstraust. Mér finnst, eins og Baldur kom inn á líka, að það sé að koma rosalega skemmtilegt jafnvægi í liðið,“ sagði Arnar. Þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn „Það er mikil vinnusemi á miðjunni, vörnin orðin rosalega traust. Við þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn, gæjana sem eru fremstir. Þeir eru líka með menn sem geta fært sig á milli og eru með rosalega stóran hóp,“ sagði Arnar. Baldur var ekki sammála Arnari. „Ég segi nei. Ég held að þeir verði bikarmeistarar en þeir geta ekki orðið Íslandsmeistarar,“ sagði Baldur. „Ég held að þeir hafi ekki lið í þetta. Þá vantar aðeins upp á breiddina en þetta er vissulega búið að líta vel út núna,“ sagði Baldur. Valsmenn geta glaðst yfir því „Miðað við það eins ótrúlegt og það hljómar. Þá finnst mér eins og Víkingur og Breiðablik séu ekki ennþá komin úr þriðja gír. Mér finnst þau vera með betri lið og yfir 27 leikja mót þá tel ég að Víkingur og Breiðablik muni berjast um þetta. Valsmenn geta glaðst yfir því að ég held að þeir verði bikarmeistarar,“ sagði Baldur. Það má heyra þessa umræðu og svörin við hinum spurningunum hér fyrir ofan.
Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira