„Pabbi minn vakir yfir mér“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 07:02 Ásdís María Viðarsdóttir tónlistarkona hefur marga fjöruna sopið. Vísir „Fyrir réttu manneskjuna getur rétta snertingin á réttum tíma verið frábær,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir, eða Ásdís, þegar hún lýsir laginu sínu Touch Me sem hefur klifið upp vinsældarlista Bylgjunnar síðustu vikur. Ásdís hefur búið í Berlín síðustu tíu árin og er með rúmlega tvær milljónir mánaðarlegra spilana á Spotify. Fæstir aðdáendur hennar eru samt sem áður frá Íslandi og örugglega margir Íslendingar sem gera sér ekki grein fyrir að íslensk tónlistarkona syngi lagið Touch Me þegar þeir heyra það í útvarpinu. Ásdís vann Söngkeppni framhaldsskólanna þegar hún var yngri, keppti sem söngkona í Söngvakeppninni árið 2014 með lagið Amor, og flutti síðar til Berlínar í tónlistarnám. Hún hefur gert garðinn frægan á erlendri grundu og troðið upp víða um heim. Þá hefur hún sent frá sér lög með Daða Frey og þekktum, þýskum tónlistarmönnum. Óhætt er að segja að hún sé að lifa draum föður síns sem lést þegar Ásdís var aðeins 22 ára. „Pabbi minn vakir yfir mér. Þetta var hans draumur að ég yrði fræg söngkona og færi út um allan heim. Ég held að hann fleyti mér áfram þegar mig langar að gefast upp,“ segir Ásdís. Ásdís samdi líka lagið sem Hera Björk söng í Söngvakeppninni í fyrra og fór með sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Ásdís fylgdi Heru Björk ekki út til að mótmæla þátttöku Ísrael í Eurovision. Hún ber engan kala til aðstandenda keppninnar né Heru Bjarkar fyrir að hafa farið út en segir að það eina sem virki í slíkum aðstæðum sé sniðganga. „Þetta var ógeðslega ömurleg reynsla en ógeðslega frábær líka,“ segir Ásdís. Í Íslandi í dag ræddi Ásdís nánar um tónlistarferilinn, fatastílinn, fjölskylduna og lífið. Þá segir Ásdís nokkrar sprenghlægilegar bransasögur eins og henni einni er lagið. Tónlist Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Ásdís hefur búið í Berlín síðustu tíu árin og er með rúmlega tvær milljónir mánaðarlegra spilana á Spotify. Fæstir aðdáendur hennar eru samt sem áður frá Íslandi og örugglega margir Íslendingar sem gera sér ekki grein fyrir að íslensk tónlistarkona syngi lagið Touch Me þegar þeir heyra það í útvarpinu. Ásdís vann Söngkeppni framhaldsskólanna þegar hún var yngri, keppti sem söngkona í Söngvakeppninni árið 2014 með lagið Amor, og flutti síðar til Berlínar í tónlistarnám. Hún hefur gert garðinn frægan á erlendri grundu og troðið upp víða um heim. Þá hefur hún sent frá sér lög með Daða Frey og þekktum, þýskum tónlistarmönnum. Óhætt er að segja að hún sé að lifa draum föður síns sem lést þegar Ásdís var aðeins 22 ára. „Pabbi minn vakir yfir mér. Þetta var hans draumur að ég yrði fræg söngkona og færi út um allan heim. Ég held að hann fleyti mér áfram þegar mig langar að gefast upp,“ segir Ásdís. Ásdís samdi líka lagið sem Hera Björk söng í Söngvakeppninni í fyrra og fór með sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Ásdís fylgdi Heru Björk ekki út til að mótmæla þátttöku Ísrael í Eurovision. Hún ber engan kala til aðstandenda keppninnar né Heru Bjarkar fyrir að hafa farið út en segir að það eina sem virki í slíkum aðstæðum sé sniðganga. „Þetta var ógeðslega ömurleg reynsla en ógeðslega frábær líka,“ segir Ásdís. Í Íslandi í dag ræddi Ásdís nánar um tónlistarferilinn, fatastílinn, fjölskylduna og lífið. Þá segir Ásdís nokkrar sprenghlægilegar bransasögur eins og henni einni er lagið.
Tónlist Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“