Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2025 22:03 Iman Beney og Sædís Rún Heiðarsdóttir í baráttunni í Bern í gærkvöld. Getty/Noemi Llamas Tvítugi Ólsarinn Sædís Rún Heiðarsdóttir er eins og margar aðrar í íslenska fótboltalandsliðinu að upplifa sín mestu vonbrigði á ferlinum, eftir tapið gegn Sviss á EM í gær. Tapið sem gerði út um vonir um 8-liða úrslit. „Auðvitað. Sérstaklega þegar þetta er eitthvað sem maður hefur þráð og dreymt um ótrúlega lengi. Eitthvað sem maður hafði hlakkað rosalega mikið til. Að fara inn í klefa og dansa og syngja með stelpunum. Síðan einhvern veginn gerist það ekki og það er auðvitað vonbrigði. En við eigum leik eftir, enn möguleiki á að taka sigur þar og við ætlum að gera það,“ sagði Sædís á æfingasvæði Íslands í Thun í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sædís daginn eftir vonbrigðin miklu Sædís hefur nú spilað 21 A-landsleik, þrátt fyrir ungan aldur, og áður staðið í ströngu á stórmóti því hún var fyrirliði U19-landsliðsins í lokakeppni EM fyrir tveimur árum. Þá þarf að setja ný markmið Þessi sparkvissi bakvörður meistaraliðs Vålerenga í Noregi bar sig nokkuð vel í dag þrátt fyrir tapið í gær, en…: „Þetta hefur verið þungt. Erfitt að koma í orð hvernig manni líður. Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði og við ætluðum okkur meira. Við höfum talað opinskátt um það hvað við ætluðum okkur og því miður náðist það ekki. Þá þýðir ekkert annað en að setja ný markmið og það er komið; við ætlum að vinna þennan Noregsleik Þetta fylgir því bara að vera íþróttamaður. Maður veit að „eftir leik“ er „fyrir leik“. Maður þarf að minna sig á að maður hefur ekki mikinn tíma til að vera að hugsa um það sem er búið. Maður þarf bara að rífa sig í gang,“ sagði Sædís. Sædís Rún Heiðarsdóttir kom snemma inná gegn Sviss í gær, vegna meiðsla Guðnýjar Árnadóttur.vísir/Anton Var ekkert hræðilegt Nú þegar niðurstaðan er ljós má velta fyrir sér hvað Ísland hefði getað gert öðruvísi: „Það er erfitt að festa fingur á eitthvað eitt sem maður hefði átt að gera öðruvísi. Auðvitað hugsar maður alltaf eftir á: „ef og hefði“ og allt það en það þýðir lítið í íþróttum. Þetta er búið og gert og við þurfum að horfa áfram veginn,“ segir Sædís og vill líka sjá björtu hliðarnar: „Já algjörlega. Þó við höfum tapað báðum þessum leikjum þá var þetta ekkert hræðilegt. Úrslitin segja ekki alveg allt. Leikurinn í gær var alls ekki 2-0 leikur, bara frekar jafn, en fótboltaleikir snúast um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og því miður gerðist það ekki.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
„Auðvitað. Sérstaklega þegar þetta er eitthvað sem maður hefur þráð og dreymt um ótrúlega lengi. Eitthvað sem maður hafði hlakkað rosalega mikið til. Að fara inn í klefa og dansa og syngja með stelpunum. Síðan einhvern veginn gerist það ekki og það er auðvitað vonbrigði. En við eigum leik eftir, enn möguleiki á að taka sigur þar og við ætlum að gera það,“ sagði Sædís á æfingasvæði Íslands í Thun í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sædís daginn eftir vonbrigðin miklu Sædís hefur nú spilað 21 A-landsleik, þrátt fyrir ungan aldur, og áður staðið í ströngu á stórmóti því hún var fyrirliði U19-landsliðsins í lokakeppni EM fyrir tveimur árum. Þá þarf að setja ný markmið Þessi sparkvissi bakvörður meistaraliðs Vålerenga í Noregi bar sig nokkuð vel í dag þrátt fyrir tapið í gær, en…: „Þetta hefur verið þungt. Erfitt að koma í orð hvernig manni líður. Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði og við ætluðum okkur meira. Við höfum talað opinskátt um það hvað við ætluðum okkur og því miður náðist það ekki. Þá þýðir ekkert annað en að setja ný markmið og það er komið; við ætlum að vinna þennan Noregsleik Þetta fylgir því bara að vera íþróttamaður. Maður veit að „eftir leik“ er „fyrir leik“. Maður þarf að minna sig á að maður hefur ekki mikinn tíma til að vera að hugsa um það sem er búið. Maður þarf bara að rífa sig í gang,“ sagði Sædís. Sædís Rún Heiðarsdóttir kom snemma inná gegn Sviss í gær, vegna meiðsla Guðnýjar Árnadóttur.vísir/Anton Var ekkert hræðilegt Nú þegar niðurstaðan er ljós má velta fyrir sér hvað Ísland hefði getað gert öðruvísi: „Það er erfitt að festa fingur á eitthvað eitt sem maður hefði átt að gera öðruvísi. Auðvitað hugsar maður alltaf eftir á: „ef og hefði“ og allt það en það þýðir lítið í íþróttum. Þetta er búið og gert og við þurfum að horfa áfram veginn,“ segir Sædís og vill líka sjá björtu hliðarnar: „Já algjörlega. Þó við höfum tapað báðum þessum leikjum þá var þetta ekkert hræðilegt. Úrslitin segja ekki alveg allt. Leikurinn í gær var alls ekki 2-0 leikur, bara frekar jafn, en fótboltaleikir snúast um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og því miður gerðist það ekki.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira