Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2025 07:02 Eistinn ungi Richard Teder fagnar hér farseðli sínum á Opna breska risamótið í gofli ásamt kylfusveini sínum. @eestigolfiliit Næsta risamót í golfinu er Opna breska meistaramótið sem fer nú fram í 153. sinn. Þangað komast ekki allir sem vilja og því er það stórt takmark fyrir marga að tryggja sig þar inn. Einn þeirra sem tryggði sig inn gerði það á afar glæsilegan hátt eða með því að setja niður vipp af löngu færi. Sá heitir Richard Teder og er áhugamaður. Opna breska risamótið fer fram 17. til 20. júlí næstkomandi og verður í beinni á sportstöðvum Sýnar. 156 kylfingar fá að taka þátt og þeir komast þangað á margan mismunandi hátt. Þar á meðal eru fyrrum meistarar á Opna breska sem eru sextíu ára og yngri, þeir sem enduðu í tíu efstu sætum mótsins í fyrra og þeir sem eru meðal fimmtíu efstu á heimslista Alþjóða golfsambandsins. Þeir sem hafa unnið hin risamótin á síðustu fimm árum fá einnig keppnisrétt sem og menn komast líka þangað með margs konar öðrum leiðum. Ein af þessum leiðum er að komast í gegnum undankeppni Opna breska meistaramótsins. Þar eiga atvinnukylfingar jafnt sem áhugamenn möguleika. Áhugamaðurinn Richard Teder tryggði sig þannig inn í gegnum West Lancashire undanmótið. Hér fyrir neðan má sjá hann komast þangað með mögnuðu vippi beint í holu. Hann náði þar erni í umspili um laust sæti. Teder er aðeins tvítugur og hann verður fyrsti Eistinn til að taka þátt í Opna breska risamótinu. Sky Sports sýndi þetta magnaða sigurhögg hans og þar kom líka fram að það séu aðeins samtals tíu golfvellir í heimalandi hans Eistlandi. Teder fagnaði þessu gríðarlega með kylfusveini sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Opna breska Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Körfubolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Einn þeirra sem tryggði sig inn gerði það á afar glæsilegan hátt eða með því að setja niður vipp af löngu færi. Sá heitir Richard Teder og er áhugamaður. Opna breska risamótið fer fram 17. til 20. júlí næstkomandi og verður í beinni á sportstöðvum Sýnar. 156 kylfingar fá að taka þátt og þeir komast þangað á margan mismunandi hátt. Þar á meðal eru fyrrum meistarar á Opna breska sem eru sextíu ára og yngri, þeir sem enduðu í tíu efstu sætum mótsins í fyrra og þeir sem eru meðal fimmtíu efstu á heimslista Alþjóða golfsambandsins. Þeir sem hafa unnið hin risamótin á síðustu fimm árum fá einnig keppnisrétt sem og menn komast líka þangað með margs konar öðrum leiðum. Ein af þessum leiðum er að komast í gegnum undankeppni Opna breska meistaramótsins. Þar eiga atvinnukylfingar jafnt sem áhugamenn möguleika. Áhugamaðurinn Richard Teder tryggði sig þannig inn í gegnum West Lancashire undanmótið. Hér fyrir neðan má sjá hann komast þangað með mögnuðu vippi beint í holu. Hann náði þar erni í umspili um laust sæti. Teder er aðeins tvítugur og hann verður fyrsti Eistinn til að taka þátt í Opna breska risamótinu. Sky Sports sýndi þetta magnaða sigurhögg hans og þar kom líka fram að það séu aðeins samtals tíu golfvellir í heimalandi hans Eistlandi. Teder fagnaði þessu gríðarlega með kylfusveini sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Opna breska Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Körfubolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira