Körfubolti

Rauða pandan í NBA út­skrifuð af sjúkra­húsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Flestir ef ekki allir áhugamenn um NBA körfuboltann ættu að vita hver Rauða pandan er.
Flestir ef ekki allir áhugamenn um NBA körfuboltann ættu að vita hver Rauða pandan er. Getty/Chris Graythen

Þeir sem hafa fylgst með NBA deildinni í körfubolta undanfarna áratugi hafa örugglega tekið eftir Rauðu pöndunni skemmta áhorfendum í hálfleik leikjanna.

Rauða pandan hjólar um á einu hjóli á meðan hún kastar diskum upp á höfuð sitt. Allt án þess að missa eða brjóta einn eintast disk. Sannarlega stórbrotið atriði sem hefur lifað góðu lífi öll þessi ár.

Rauða pandan, sem heitir Rong Niu, er enn að og var í vikunni að skemmta í hálfleik í úrslitaleik deildabikars WNBA deildinni.

Hún féll þá í gólfið og slasaði sig. Hún situr í þriggja metra hæð og fallið því hátt. Í ljós kom að hún hafði þarna úlnliðsbrotnað á vinstri hendi.

Rauða pandan var flutt á sjúkrahús þar sem hún var í ellefu klukkutíma en hefur nú verið útskrifuð.

Rong Niu hefur fullvissað alla um að hún sé hvergi að baki dottinn og lofaði því að hún verði klár fyrir næsta NBA tímabil. Hún þakkaði líka fyrir allar kveðjurnar.

Caitlin Clark og félagar hennar í Indiana Fever unnu úrslitaleikinn og sendu Rauðu pöndunni meðal annars batakveðjur í klefanum eftir leik. „Rauða panda, ef þú ert að horfa þá elskum við þig,“ sagði Caitlin Clark.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×