Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júlí 2025 20:01 Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu sem varð „viral“ árið 2010. „Þetta deyr aldrei, neitar að deyja!“ segir Mollý Jökulsdóttir um lagið Tik Tok skinka, sem varð gríðarlega vinsælt á netinu fyrir fimmtán árum síðan þegar tónlistarmyndband við lagið var sett á Youtube, en þá var Mollý í tíunda bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ. „Við setjum þetta inn á YouTube því það var alveg nýtt. Við hentum þessu inn bara svo að skólinn gæti séð það, eftir að þetta var í annálnum okkar fyrir tíunda bekk,“ sagði Mollý í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. „Svo bara varð þetta viral. Þetta er örugglega fyrsta íslenska myndbandið sem varð viral.“ Hugtakið viral er notað yfir það þegar fyrirbæri dreifist eins og eldur um sinu um netheima. Í lýsingu myndbandsins á YouTube segir að um einkahúmor sé að ræða, og að vonast sé til þess að hægt sé að taka það upp aftur með betri myndavél. Það hefur aldrei verið gert. „Það þurfti ekki,“ sagði Mollý. „Ég fékk tvö þúsund vinabeiðnir á Facebook daginn eftir. Og ég sagði já við öllum.“ Myndbandið hefur þegar þetta er skrifað safnað 761 þúsund áhorfum á YouTube. Þá eru til fleiri myndbönd sem innihalda lagið sem hafa safnað mörgum áhorfum. Eitt þeirra inniheldur texta lagsins, og er með 178 þúsund áhorf. Mollý segist einu sinni hafa fengið tölu yfir öll áhorf á myndbandið. Þar hafi tölur af öllum samfélagsmiðlum verið tekin saman, og þau verið rúmlega níu milljónir í heildina. Finnst þér eins og núna í seinni tíð að allir vita hvað þetta er? „Það vita allir hvað þetta er. Ég var í barnaafmæli hjá frænda mínum í gær, og þá kemur ein mamman til mín sem ég þekki ekki neitt og segir „fyrirgefðu, má ég aðeins fá þig lánaða,“ Þá voru börnin hennar, stelpan er kannski tíu ára og strákurinn átta, þau sitja þarna með stór augu. „Æji, þau elska lagið þitt og langar ógeðslega að segja hæ við þig.““ Mollý er enn að reyna fyrir sér í tónlistinni. Hún er í dag búsett í Silkiborg í Danmörku og starfar með fram tónlistarferlinum sem sölustjóri hjá tískufyrirtæki. „Svo á kvöldin og um helgar er ég niðri í heimastúdóinu mínu að reyna að vera poppstjarna,“ segir Mollý. „Þetta er svona dansvænt popp, sem er kannski stundum með pínulitlum alvarlegum undirtón. Ég gaf út lag núna fyrr á þessu ári sem heitir If I, sem er komið í spilun hér á Íslandi og á Danmörku. Það er mjög klúbbað 80s danslag.“ Tónlist Einu sinni var... Danmörk Samfélagsmiðlar Mosfellsbær Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
„Við setjum þetta inn á YouTube því það var alveg nýtt. Við hentum þessu inn bara svo að skólinn gæti séð það, eftir að þetta var í annálnum okkar fyrir tíunda bekk,“ sagði Mollý í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. „Svo bara varð þetta viral. Þetta er örugglega fyrsta íslenska myndbandið sem varð viral.“ Hugtakið viral er notað yfir það þegar fyrirbæri dreifist eins og eldur um sinu um netheima. Í lýsingu myndbandsins á YouTube segir að um einkahúmor sé að ræða, og að vonast sé til þess að hægt sé að taka það upp aftur með betri myndavél. Það hefur aldrei verið gert. „Það þurfti ekki,“ sagði Mollý. „Ég fékk tvö þúsund vinabeiðnir á Facebook daginn eftir. Og ég sagði já við öllum.“ Myndbandið hefur þegar þetta er skrifað safnað 761 þúsund áhorfum á YouTube. Þá eru til fleiri myndbönd sem innihalda lagið sem hafa safnað mörgum áhorfum. Eitt þeirra inniheldur texta lagsins, og er með 178 þúsund áhorf. Mollý segist einu sinni hafa fengið tölu yfir öll áhorf á myndbandið. Þar hafi tölur af öllum samfélagsmiðlum verið tekin saman, og þau verið rúmlega níu milljónir í heildina. Finnst þér eins og núna í seinni tíð að allir vita hvað þetta er? „Það vita allir hvað þetta er. Ég var í barnaafmæli hjá frænda mínum í gær, og þá kemur ein mamman til mín sem ég þekki ekki neitt og segir „fyrirgefðu, má ég aðeins fá þig lánaða,“ Þá voru börnin hennar, stelpan er kannski tíu ára og strákurinn átta, þau sitja þarna með stór augu. „Æji, þau elska lagið þitt og langar ógeðslega að segja hæ við þig.““ Mollý er enn að reyna fyrir sér í tónlistinni. Hún er í dag búsett í Silkiborg í Danmörku og starfar með fram tónlistarferlinum sem sölustjóri hjá tískufyrirtæki. „Svo á kvöldin og um helgar er ég niðri í heimastúdóinu mínu að reyna að vera poppstjarna,“ segir Mollý. „Þetta er svona dansvænt popp, sem er kannski stundum með pínulitlum alvarlegum undirtón. Ég gaf út lag núna fyrr á þessu ári sem heitir If I, sem er komið í spilun hér á Íslandi og á Danmörku. Það er mjög klúbbað 80s danslag.“
Tónlist Einu sinni var... Danmörk Samfélagsmiðlar Mosfellsbær Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira