Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2025 20:05 Ásmundur Ernir og Hlökk en Ásmundur hefur séð um að þjálfa hana síðust ár og hefur náð feiknagóðum árangri með hryssuna á þeim mótum, sem þau hafa keppt á. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hryssan Hlökk er eitt allra efnilegasta hross, sem hefur komið fram hér á landi en hún og knapi hennar, Ásmundur Ernir Snorrason unnu öll helstu verðlaun á Íslandsmóti á Selfossi um helgina. „ Dekurprinsessa“, segir Ásmundur. Keflvíkingurinn Ásmundur Ernir og Hlökk, sem er frá Strandarhöfði í Ásahreppi og er í eigu þeirra Guðmundar Más Stefánssonar og Auðar Margrétar Möller, fóru á kostum á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna á Selfossi um helgina og sópuðu til sín öllum helstu verðlaununum. Fótaburður Hlakkar þykir einstakur en það fór þó illa í töltkeppninni því þá fór skeifa undan hryssunni og þau þurftu því að yfirgefa keppnisvöllinn. Sárt, en svona er þetta stundum, það eru ekki alltaf jólin. „Við urðum Íslandsmeistarar í fjórgang og samanlögðum greinum, sem er tekið út frá forkeppninni í fjórgang og töltgreinunum. Og svo varð ég Íslandsmeistari líka í samanlögðum greinum í fimmgangi,“ segir Ásmundur Ernir stoltur. „Þetta er náttúrulega ofboðslegur gæðingur með mikill hreyfingu og með þessum miklum hreyfingum er búið að taka svolítinn tíma í að byggja upp styrkinn í að geta klárað öll þessu verkefni, sem hún er búin að leysa svo vel núna í ár,“ segir Ásmundur Ernir. En er ekki ótrúlegt hvað hún lyftir hátt þegar hún töltir eða hvað? „Jú, það eru margir, sem halda bara að lappirnar séu að fara að slitna af henni en það er eitthvað alveg ótrúlegt hvað hún getur gert,“ segir Ásmundur. Verðlaunin inn í stofu heima hjá Ásmundi Erni og fjölskyldu, sem komu eftir keppnina á Hlökk á Íslandsmótinu á Selfossi um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir Hlökk mikinn ljúfling. „Ég er kannski búin að búa til svona of mikla „dekurprinsessu“, segir hann hlægjandi. Ekki er vitað á þessum tímapunkti hvort Hlökk keppir á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss í næsta mánuði, það mun skýrst á næstu dögum. Heimasætan á Litla Landi, Eva Hrönn, átta ára er mikil hestastelpa og fer stundum á bak á Hlökk. En hvernig hestur er Hlökk? „Hún er mjög hágeng og mjög góð hryssa,“ segir Eva. En hvor er betri á hestum, þú eða pabbi þinn? „Ég“, segir Eva og var fljót til svars. Eva Hrönn Ásmundsdóttir, 8 ára hestastelpa á Litla landi fær stundum að fara á bak á Hlökk en þær eru mjög góðar vinkonur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Hestar Dýr Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Keflvíkingurinn Ásmundur Ernir og Hlökk, sem er frá Strandarhöfði í Ásahreppi og er í eigu þeirra Guðmundar Más Stefánssonar og Auðar Margrétar Möller, fóru á kostum á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna á Selfossi um helgina og sópuðu til sín öllum helstu verðlaununum. Fótaburður Hlakkar þykir einstakur en það fór þó illa í töltkeppninni því þá fór skeifa undan hryssunni og þau þurftu því að yfirgefa keppnisvöllinn. Sárt, en svona er þetta stundum, það eru ekki alltaf jólin. „Við urðum Íslandsmeistarar í fjórgang og samanlögðum greinum, sem er tekið út frá forkeppninni í fjórgang og töltgreinunum. Og svo varð ég Íslandsmeistari líka í samanlögðum greinum í fimmgangi,“ segir Ásmundur Ernir stoltur. „Þetta er náttúrulega ofboðslegur gæðingur með mikill hreyfingu og með þessum miklum hreyfingum er búið að taka svolítinn tíma í að byggja upp styrkinn í að geta klárað öll þessu verkefni, sem hún er búin að leysa svo vel núna í ár,“ segir Ásmundur Ernir. En er ekki ótrúlegt hvað hún lyftir hátt þegar hún töltir eða hvað? „Jú, það eru margir, sem halda bara að lappirnar séu að fara að slitna af henni en það er eitthvað alveg ótrúlegt hvað hún getur gert,“ segir Ásmundur. Verðlaunin inn í stofu heima hjá Ásmundi Erni og fjölskyldu, sem komu eftir keppnina á Hlökk á Íslandsmótinu á Selfossi um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir Hlökk mikinn ljúfling. „Ég er kannski búin að búa til svona of mikla „dekurprinsessu“, segir hann hlægjandi. Ekki er vitað á þessum tímapunkti hvort Hlökk keppir á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss í næsta mánuði, það mun skýrst á næstu dögum. Heimasætan á Litla Landi, Eva Hrönn, átta ára er mikil hestastelpa og fer stundum á bak á Hlökk. En hvernig hestur er Hlökk? „Hún er mjög hágeng og mjög góð hryssa,“ segir Eva. En hvor er betri á hestum, þú eða pabbi þinn? „Ég“, segir Eva og var fljót til svars. Eva Hrönn Ásmundsdóttir, 8 ára hestastelpa á Litla landi fær stundum að fara á bak á Hlökk en þær eru mjög góðar vinkonur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Hestar Dýr Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum