Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Árni Sæberg skrifar 30. júní 2025 13:32 Ingunn Björnsdóttir varð fyrir fólskulegri árás á skrifstofu sinni í Óslóarháskóla. Vísir/Steingrímur Dúi Norski nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Óslóarháskóla, nítján sinnum í fólskulegri árás á skrifstofu hennar hefur ákveðið að áfrýja 7,5 ára fangelsisdómi sem hann hefur hlotið fyrir árásina. Hann áfrýjar dóminum aðallega hvað varðar réttarúrræði sem að óbreyttu mun heimila yfirvöldum að halda honum á bak við lás og slá eftir að hann afplánar dóminn. Nemandinn var upphaflega dæmdur í 7,5 ára fangelsi í september í fyrra og hlaut einnig svokallaðan „forvaringsdom“ eða „öryggisvistun“ sem er sérstök tegund refsivistar þar sem dómþoli er settur í fangelsi án fyrirframákveðins lokadags. Tilgreindur árafjöldi gildir einungis svari viðkomandi meðferð og iðrist. Þeir sem hljóta slíkan dóm eru ekki látnir lausir nema að undangengnu mati á hættunni sem stafar af þeim og geta því setið í lífstíðarfangelsi. Hann áfrýjaði þeim dómi og aðalmeðferð fór fram í lögmannsréttinum í Borgarþingi í Ósló í lok maí. Fyrir lögmannsréttinum sagði stúdentinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, að stunguárásin hafi verið „eina undankomuleiðin.“ Hann hafði lengi haft óbeit á Ingunni. Kennslan og viðmót hennar eftir að hann hafði skrópað í próf og endurtökupróf í fagi sem Ingunn kenndi fóru fyrir brjóstið á honum. „Ég var hræddur um að Ingunn yrði þarna í margar annir í viðbót. Það fór ekki gott orð af henni, líka meðal samnemenda sem ég spjallaði við, og mér fannst ég ekki geta leyft þessu að halda áfram,“ sagði hann. Í byrjun júní var dómur lægra dómstigs staðfestur. Norski miðillinn Khrono hefur eftir Petar Sekulic, verjanda nemandans, að nemandinn hefði ákveðið að áfrýja dómi lögmannsréttarins til Hæstaréttar Noregs. Það er að segja þeim hluta dómsins sem snýr að öryggisvistuninni. Sama fyrirkomulag er í Noregi og hér á landi hvað áfrýjanir til hæstaréttar varðar. Því er ekki öruggt að nemandinn fái áheyrn réttarins, sem tekur ákvörðun um það hvort áfrýjunarleyfi verði veitt. Því má bæta við að Petar Sekulic, verjandi nemandans, er annar af tveimur verjendum Marius Borg Høiby, sonar Mette-Marit krónprinsessu Noregs, sem sakaður er um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fleiri brota. Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 26. september 2024 18:37 Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Ingunn Björnsdóttir, dósent við Óslóarháskóla og brotaþoli fólskulegrar hnífstunguárás í sama skóla, segir íslenskt réttarkerfi ráðþrota þegar kemur að alvarlegum ofbeldismálum. Sá sem stakk hana sætir svokölluðu „forvaring“, refsiúrræði í Noregi sem heimilar yfirvöldum að halda afbrotamönnum í vistun eftir afplánun fangelsisdóms. Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sætir sama úrræði. 9. nóvember 2024 11:19 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Nemandinn var upphaflega dæmdur í 7,5 ára fangelsi í september í fyrra og hlaut einnig svokallaðan „forvaringsdom“ eða „öryggisvistun“ sem er sérstök tegund refsivistar þar sem dómþoli er settur í fangelsi án fyrirframákveðins lokadags. Tilgreindur árafjöldi gildir einungis svari viðkomandi meðferð og iðrist. Þeir sem hljóta slíkan dóm eru ekki látnir lausir nema að undangengnu mati á hættunni sem stafar af þeim og geta því setið í lífstíðarfangelsi. Hann áfrýjaði þeim dómi og aðalmeðferð fór fram í lögmannsréttinum í Borgarþingi í Ósló í lok maí. Fyrir lögmannsréttinum sagði stúdentinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, að stunguárásin hafi verið „eina undankomuleiðin.“ Hann hafði lengi haft óbeit á Ingunni. Kennslan og viðmót hennar eftir að hann hafði skrópað í próf og endurtökupróf í fagi sem Ingunn kenndi fóru fyrir brjóstið á honum. „Ég var hræddur um að Ingunn yrði þarna í margar annir í viðbót. Það fór ekki gott orð af henni, líka meðal samnemenda sem ég spjallaði við, og mér fannst ég ekki geta leyft þessu að halda áfram,“ sagði hann. Í byrjun júní var dómur lægra dómstigs staðfestur. Norski miðillinn Khrono hefur eftir Petar Sekulic, verjanda nemandans, að nemandinn hefði ákveðið að áfrýja dómi lögmannsréttarins til Hæstaréttar Noregs. Það er að segja þeim hluta dómsins sem snýr að öryggisvistuninni. Sama fyrirkomulag er í Noregi og hér á landi hvað áfrýjanir til hæstaréttar varðar. Því er ekki öruggt að nemandinn fái áheyrn réttarins, sem tekur ákvörðun um það hvort áfrýjunarleyfi verði veitt. Því má bæta við að Petar Sekulic, verjandi nemandans, er annar af tveimur verjendum Marius Borg Høiby, sonar Mette-Marit krónprinsessu Noregs, sem sakaður er um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fleiri brota.
Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 26. september 2024 18:37 Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Ingunn Björnsdóttir, dósent við Óslóarháskóla og brotaþoli fólskulegrar hnífstunguárás í sama skóla, segir íslenskt réttarkerfi ráðþrota þegar kemur að alvarlegum ofbeldismálum. Sá sem stakk hana sætir svokölluðu „forvaring“, refsiúrræði í Noregi sem heimilar yfirvöldum að halda afbrotamönnum í vistun eftir afplánun fangelsisdóms. Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sætir sama úrræði. 9. nóvember 2024 11:19 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47
Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 26. september 2024 18:37
Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Ingunn Björnsdóttir, dósent við Óslóarháskóla og brotaþoli fólskulegrar hnífstunguárás í sama skóla, segir íslenskt réttarkerfi ráðþrota þegar kemur að alvarlegum ofbeldismálum. Sá sem stakk hana sætir svokölluðu „forvaring“, refsiúrræði í Noregi sem heimilar yfirvöldum að halda afbrotamönnum í vistun eftir afplánun fangelsisdóms. Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sætir sama úrræði. 9. nóvember 2024 11:19