Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2025 08:27 Rafael Grossi, formaður Aljóðakjarnorkumálastofnunarinnar, telur yfirlýsingar um gjöreyðileggingu íranskra kjarnorkuinnviða ekki réttar. Getty Formaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) segir Írani hafa bolmagn til að hefja auðgun úrans að nýju, fyrir mögulega kjarnorkusprengju, á „nokkrum mánuðum“ og að kjarnorkuinnviðir landsins séu ekki eins eyðilagðir og Bandaríkjamenn hafa haldið fram. Rafael Grossi, formaður IAEA, sagði loftárásir Bandaríkjamanna á þrjú kjarnorkumannvirki Írana síðustu helgi hafa valdið töluverðri en „ekki algerri“ eyðileggingu. Yfirlýsingin stangast á við orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sagði kjarnorkustöðvar Írana gjöreyðilagðar. „Í sannleika sagt er ekki hægt halda því fram að allt hafi horfið og það sé ekkert þarna,“ sagði Grossi við fjölmiðla á laugardag. Ísraelar réðust á kjarnorku- og herstöðvar Írana þann 13. júní síðastliðinn og héldu því fram að ástæðan væri að Íranir væru að byggja kjarnorkuvopn. Bandaríkjamenn vörpuðu síðan sprengjum á þrjár kjarnorkustöðvar Írana í Fordo, Natanz og Isfahan. Síðan þá hafa komið fram misvísandi upplýsingar um umfang eyðileggingarinnar og raunverulega stöðu mála. Grossi hélt því fram við CBS News að á nokkrum mánuðum gætu Íranir verið komnir með nokkrar skilvindur sem væru byrjaðar að snúast og framleiða auðgað úran. Rossi sagði einnig að Íranir byggju enn yfir „iðnaðargetu og tæknikunnáttu... svo ef þeir vilja, geta þeir byrjað að geta þetta aftur“. Misvísandi upplýsingar um stöðuna Alþjóðakjarnorkumálastofnunin er ekki fyrsta stofnunin sem lýsir yfir því að Íranir geti haldið áfram auðgun sinni því fyrr í vikunni birtist skýrsla frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna þar sem kom fram að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu aðeins seinkað framleiðslunni um einhverja mánuði. Trump brást við fréttunum með því að lýsa því yfir að kjarnorkustöðvar Írana væru „algjörlega eyðilagðar“ og sakaði hann fjölmiðla um „tilraun til að gera lítið úr einni best heppnuðu hernaðarárás sögunnar“. Hann lýsti því síðan yfir að hann væri tilbúinn til að varpa sprengjum á Íran á ný ef þeir héldu áfram að auðga úran. Íranir hafa ekki heldur talað skýrt um skaðann sem hlaust af loftárásunum. Æðstiklerkurinn Ali Khamenei sagði afleiðingar loftárásirnar ekki vera neitt til að tala um. Utanríkisráðherrann Abbas Araghchi sagði þær hins vegar hafa valdið töluverðum skaða. Íranir hafa átt í strembnu sambandi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og á miðvikudag ákvað íranska þingið að slíta samstarfi við stofnunina og sakaði hana um að skipa sér í lið með Ísraelum og Bandaríkjamönnum. Löndin tvö gerðu árás eftir að stofnunin ályktaði um að ráðamenn í Íran væru ekki að standa við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Íranir halda því fram að kjarnorkuverkefni þeirra sé friðsamlegt og ekki hernaðarlegt. Þrátt fyrir ákvörðun Írana um að slíta samstarfinu segist Grossi vongóður um að semja Írani því það verði að finna einhverja langtíma lausn á málinu. Íran Kjarnorka Bandaríkin Ísrael Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Rafael Grossi, formaður IAEA, sagði loftárásir Bandaríkjamanna á þrjú kjarnorkumannvirki Írana síðustu helgi hafa valdið töluverðri en „ekki algerri“ eyðileggingu. Yfirlýsingin stangast á við orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sagði kjarnorkustöðvar Írana gjöreyðilagðar. „Í sannleika sagt er ekki hægt halda því fram að allt hafi horfið og það sé ekkert þarna,“ sagði Grossi við fjölmiðla á laugardag. Ísraelar réðust á kjarnorku- og herstöðvar Írana þann 13. júní síðastliðinn og héldu því fram að ástæðan væri að Íranir væru að byggja kjarnorkuvopn. Bandaríkjamenn vörpuðu síðan sprengjum á þrjár kjarnorkustöðvar Írana í Fordo, Natanz og Isfahan. Síðan þá hafa komið fram misvísandi upplýsingar um umfang eyðileggingarinnar og raunverulega stöðu mála. Grossi hélt því fram við CBS News að á nokkrum mánuðum gætu Íranir verið komnir með nokkrar skilvindur sem væru byrjaðar að snúast og framleiða auðgað úran. Rossi sagði einnig að Íranir byggju enn yfir „iðnaðargetu og tæknikunnáttu... svo ef þeir vilja, geta þeir byrjað að geta þetta aftur“. Misvísandi upplýsingar um stöðuna Alþjóðakjarnorkumálastofnunin er ekki fyrsta stofnunin sem lýsir yfir því að Íranir geti haldið áfram auðgun sinni því fyrr í vikunni birtist skýrsla frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna þar sem kom fram að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu aðeins seinkað framleiðslunni um einhverja mánuði. Trump brást við fréttunum með því að lýsa því yfir að kjarnorkustöðvar Írana væru „algjörlega eyðilagðar“ og sakaði hann fjölmiðla um „tilraun til að gera lítið úr einni best heppnuðu hernaðarárás sögunnar“. Hann lýsti því síðan yfir að hann væri tilbúinn til að varpa sprengjum á Íran á ný ef þeir héldu áfram að auðga úran. Íranir hafa ekki heldur talað skýrt um skaðann sem hlaust af loftárásunum. Æðstiklerkurinn Ali Khamenei sagði afleiðingar loftárásirnar ekki vera neitt til að tala um. Utanríkisráðherrann Abbas Araghchi sagði þær hins vegar hafa valdið töluverðum skaða. Íranir hafa átt í strembnu sambandi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og á miðvikudag ákvað íranska þingið að slíta samstarfi við stofnunina og sakaði hana um að skipa sér í lið með Ísraelum og Bandaríkjamönnum. Löndin tvö gerðu árás eftir að stofnunin ályktaði um að ráðamenn í Íran væru ekki að standa við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Íranir halda því fram að kjarnorkuverkefni þeirra sé friðsamlegt og ekki hernaðarlegt. Þrátt fyrir ákvörðun Írana um að slíta samstarfinu segist Grossi vongóður um að semja Írani því það verði að finna einhverja langtíma lausn á málinu.
Íran Kjarnorka Bandaríkin Ísrael Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira