Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2025 13:41 Gunnar Smári var formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins fram að hallarbyltingunni á aðalfundi flokksins í maí. Vísir/Anton Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, segir ásakanirnar kjaftæði og íhugar að höfða meiðyrðamál gegn nýrri stjórn. Hallarbylting varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í maí þar sem hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára og fylkingu hans hlaut kjör í stjórn. Miklar deilur höfðu staðið yfir innan raða flokksins undanfarna mánuði, þar sem hópur fólks hafði beitt sér í miklum mæli gegn Gunnari Smára sem þá var formaður framkvæmdastjórnar. Í gær sendi ný stjórn flokksins tölvupóst til flokksfélaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algjörlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Í póstinum segir að félagið Vorstjarnan, sem haldið hefur utan um rekstur flokksins, sýslað með peninga hans og borgað fyrir húsnæðisleigu og rekstur Samstöðvarinnar, lúti stjórn fyrrverandi framkvæmdastjórnar flokksins. Nýkjörin stjórn flokksins segir að Vorstjarnan hafi hafnað sáttarboði flokksins þar sem þess var krafist að peningar sem þau sögðu tekna í óleyfi yrði skilað til flokksins. Stjórnin fullyrðir að fyrir liggi hótanir af hálfu Vorstjörnunnar um að nema á brott fjármagn í eigu flokksins og úthýsa flokknum úr eigin húsnæði. Gunnar Smári segir í færslu á samfélagsmiðlum að ásakanirnar séu kjaftæði, eins og allt sem frá þessu fólki kemur. Hann segir að ný stjórn sé haldin stórkostlegum ranghugmyndum um að hún eigi fé sem Sósíalistaflokkurinn fékk á árum áður og kaus að ráðstafa til góðs málstaðar. Þá segir Gunnar að rógsherferð nýrrar stjórnar á hendur honum sé komin út í slíka þvælu og ofstopa að hann íhugi að höfða meiðyrðamál gegn þeim. Færsla Gunnars í Rauða þræðinum á Facebook. Önnur færsla Gunnars. Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08 Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Hallarbylting varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í maí þar sem hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára og fylkingu hans hlaut kjör í stjórn. Miklar deilur höfðu staðið yfir innan raða flokksins undanfarna mánuði, þar sem hópur fólks hafði beitt sér í miklum mæli gegn Gunnari Smára sem þá var formaður framkvæmdastjórnar. Í gær sendi ný stjórn flokksins tölvupóst til flokksfélaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algjörlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Í póstinum segir að félagið Vorstjarnan, sem haldið hefur utan um rekstur flokksins, sýslað með peninga hans og borgað fyrir húsnæðisleigu og rekstur Samstöðvarinnar, lúti stjórn fyrrverandi framkvæmdastjórnar flokksins. Nýkjörin stjórn flokksins segir að Vorstjarnan hafi hafnað sáttarboði flokksins þar sem þess var krafist að peningar sem þau sögðu tekna í óleyfi yrði skilað til flokksins. Stjórnin fullyrðir að fyrir liggi hótanir af hálfu Vorstjörnunnar um að nema á brott fjármagn í eigu flokksins og úthýsa flokknum úr eigin húsnæði. Gunnar Smári segir í færslu á samfélagsmiðlum að ásakanirnar séu kjaftæði, eins og allt sem frá þessu fólki kemur. Hann segir að ný stjórn sé haldin stórkostlegum ranghugmyndum um að hún eigi fé sem Sósíalistaflokkurinn fékk á árum áður og kaus að ráðstafa til góðs málstaðar. Þá segir Gunnar að rógsherferð nýrrar stjórnar á hendur honum sé komin út í slíka þvælu og ofstopa að hann íhugi að höfða meiðyrðamál gegn þeim. Færsla Gunnars í Rauða þræðinum á Facebook. Önnur færsla Gunnars.
Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08 Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08
Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04
Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09