Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 23:40 Gunnar Smári Egilsson var aðalmótorinn í Sósíalistaflokki Íslands fram að hallarbyltingunni á aðalfundi flokksins í maí. Vísir/Anton Brink Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi. Í tölvupóstinum segir að félagið Vorstjarnan, sem skilja má sem svo að hafi haldið utan um rekstur Sósíalistaflokksins, sýslað með peninga flokksins og borgað meðal annars fyrir húsnæðisleigu og rekstur Samstöðvarinnar, lúti skuggastjórn fyrrverandi stjórnenda flokksins. Sagt er að fyrrverandi stjórn flokksins hafi boðað aðalfund, sem ný stjórn segir ólöglegan, í Vorstjörnunni á mánudaginn næstkomandi. Fullyrt er að fyrir liggi hótanir fyrrverandi stjórnar um að nema á brott fjármagn flokksins og úthýsa flokknum úr eigin húsnæði. „Við munum ekki leyfa því að gerast,“ segir ný stjórn í tölvupóstinum. Höfnuðu sáttarboði nýrrar stjórnar Enn fremur segir að fyrrverandi framkvæmdastjórn hafi hafnað sáttarboði nýju stjórnarinnar, sem ný stjórn bauð þeirri gömlu með milligöngu lögfræðinga. „Þar var þess krafist að peningum sem teknir voru í óleyfi af reikningum flokksins eftir aðalfund yrði skilað. Að öðru leyti myndi Vorstjarnan áfram borga leigu húsnæðisins og engir frekari eftirmálar yrðu af málinu.“ „Þess í stað hafa þau meðal annars krafist þess að flokkurinn greiði Vorstjörnunni hátt í 20 milljónir af ríkisstyrk flokksins og dráttarvexti, að flokkurinn borgi endurreiknað „markaðsverð“ leigu „afturvirkt“ og loks að „SÍ rými húsnæðið fyrir 15. júlí nk,“ segir í tölvupóstinum. Þá segir að fyrrverandi stjórn ætli að „tæma algerlega alla sjóði flokksins, hlaupa á burt með þá undir sinni skuggastjórn og gera flokkinn heimilislausan.“ Nýkjörin stjórn flokksins segist ekki taka þetta í mál og hvetur alla félaga til að mæta á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar 30. júní næstkomandi. Leigan hækki afturvirkt úr 217.500 í 930.000 Kröfur Vorstjörnunnar á hendur nýrri stjórn flokksins eru tíundaðar í bréfi sem lögfræðingur Vorstjörnunnar sendi flokknum. Þess er krafist að flokkurinn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi, og reyni ekki yfirtöku á húsnæðinu með neinum hætti. Einnig er þess krafist að látið verði þegar við undirritun samkomulags af persónuárásum og skætingi milli fylkinga í fjölmiðlum og „fasbók.“ Í bréfinu segir að náist ekki samkomulag um skiptingu fjár og eigna verði hugsanlegar kröfur Vorstjörnunnar á hendur Sósíalistaflokknum meðal annars þær að mánaðarlegt leiguframlag flokksins til Vorstjörnunnar hækki afturvirkt úr 217,500 þúsundum í 930,000 á mánuði afturvirkt, með vísan til markaðsverðs, forsendubrests og 36. greinar samningalaga. Bréf Vorstjörnunnar til nýrrar stjórnar Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08 Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09 Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Í tölvupóstinum segir að félagið Vorstjarnan, sem skilja má sem svo að hafi haldið utan um rekstur Sósíalistaflokksins, sýslað með peninga flokksins og borgað meðal annars fyrir húsnæðisleigu og rekstur Samstöðvarinnar, lúti skuggastjórn fyrrverandi stjórnenda flokksins. Sagt er að fyrrverandi stjórn flokksins hafi boðað aðalfund, sem ný stjórn segir ólöglegan, í Vorstjörnunni á mánudaginn næstkomandi. Fullyrt er að fyrir liggi hótanir fyrrverandi stjórnar um að nema á brott fjármagn flokksins og úthýsa flokknum úr eigin húsnæði. „Við munum ekki leyfa því að gerast,“ segir ný stjórn í tölvupóstinum. Höfnuðu sáttarboði nýrrar stjórnar Enn fremur segir að fyrrverandi framkvæmdastjórn hafi hafnað sáttarboði nýju stjórnarinnar, sem ný stjórn bauð þeirri gömlu með milligöngu lögfræðinga. „Þar var þess krafist að peningum sem teknir voru í óleyfi af reikningum flokksins eftir aðalfund yrði skilað. Að öðru leyti myndi Vorstjarnan áfram borga leigu húsnæðisins og engir frekari eftirmálar yrðu af málinu.“ „Þess í stað hafa þau meðal annars krafist þess að flokkurinn greiði Vorstjörnunni hátt í 20 milljónir af ríkisstyrk flokksins og dráttarvexti, að flokkurinn borgi endurreiknað „markaðsverð“ leigu „afturvirkt“ og loks að „SÍ rými húsnæðið fyrir 15. júlí nk,“ segir í tölvupóstinum. Þá segir að fyrrverandi stjórn ætli að „tæma algerlega alla sjóði flokksins, hlaupa á burt með þá undir sinni skuggastjórn og gera flokkinn heimilislausan.“ Nýkjörin stjórn flokksins segist ekki taka þetta í mál og hvetur alla félaga til að mæta á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar 30. júní næstkomandi. Leigan hækki afturvirkt úr 217.500 í 930.000 Kröfur Vorstjörnunnar á hendur nýrri stjórn flokksins eru tíundaðar í bréfi sem lögfræðingur Vorstjörnunnar sendi flokknum. Þess er krafist að flokkurinn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi, og reyni ekki yfirtöku á húsnæðinu með neinum hætti. Einnig er þess krafist að látið verði þegar við undirritun samkomulags af persónuárásum og skætingi milli fylkinga í fjölmiðlum og „fasbók.“ Í bréfinu segir að náist ekki samkomulag um skiptingu fjár og eigna verði hugsanlegar kröfur Vorstjörnunnar á hendur Sósíalistaflokknum meðal annars þær að mánaðarlegt leiguframlag flokksins til Vorstjörnunnar hækki afturvirkt úr 217,500 þúsundum í 930,000 á mánuði afturvirkt, með vísan til markaðsverðs, forsendubrests og 36. greinar samningalaga. Bréf Vorstjörnunnar til nýrrar stjórnar Sósíalistaflokksins.
Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08 Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09 Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08
Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09
Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels