Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 26. júní 2025 23:34 Örlygur Hnefill Örlygsson er eigandi Eurovison-safnsins á Húsavík. Sýn Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið. Eurovision-safnið er staður þar sem stuðið hættir aldrei, en Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður var á Húsavík og ræddi þar við Örlyg Hnefil Örlygsson, eiganda safnsins. Áhuginn enn til staðar Örlygur segir að þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá því að myndin var frumsýnd sé ótrúlegt hvað áhuginn á þessu öllu hefur enst lengi. „Myndin kemur út í Covid, margt fólk sá myndina og hugsaði mig langar að fara til Húsavíkur, en það gat ekki komið.“ „Þetta dreifðist yfir mörg ár, og það var miklu heilbrigðara, þetta er bara búið að vera jafnt og þétt, fólk er enn að koma alla daga hingað, fólk sá þessa mynd í covid og hugsaði bara, ég ætla koma þangað,“ segir Örlygur. Eurovision aðdáendur geta verið ansi heitir, þú hlýtur að hafa hitt þá allra heitustu? „Ég hef hitt rosalega heita aðdáendur, bæði fólk sem elskar þessa bíómynd og Eurovison og getur sagt mér allt um það hver keppti fyrir Ísland 93' og svona.“ Örlygur er stoltur af mörgum munum sem safnið býr yfir, meðal gripa safnsins er fatnaður frá Gleðibankanum og Birgittu Haukdal. „Hún er Húsvíkingur. Við erum hérna með Láru líka með, því að krakkarnir þekkja Birgittu miklu meira fyrir bækurnar en sönginn, litlu krakkarnir,“ segir Örlygur. „Hún er Eurovisionstjarna okkar Húsvíkinga.“ „Svo erum við náttúrulega með Stebba Hilmars, hérna er seinna skiptið sem hann fór í Eurovision, sem var árið 91 í Róm, þegar þeir Stebbi og Eyvi tóku Nínu.“ Segir Örlygur svo frá því að Stebbi Hilmars og Eyvi hafi komið á Húsavík fyrir tveimur eða þremur árum og haldið tónleika í salnum. Hann hafi verið troðinn og kveðst Örlygur aldrei hafa upplifað annað eins, stemningin hafi verið svo mikil. Þá segir Örlygur að hann geti ekki annað en glaðst þegar fólk spyr um hið fræga lag Jaja Dingdong. „Fólk kemur með svo mikla gleði þegar það spyr um þetta lag ... ég held ég verði aldrei þreyttur á því,“ segir Örlygur Eurovision Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðaþjónusta Bíó og sjónvarp Söfn Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Eurovision-safnið er staður þar sem stuðið hættir aldrei, en Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður var á Húsavík og ræddi þar við Örlyg Hnefil Örlygsson, eiganda safnsins. Áhuginn enn til staðar Örlygur segir að þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá því að myndin var frumsýnd sé ótrúlegt hvað áhuginn á þessu öllu hefur enst lengi. „Myndin kemur út í Covid, margt fólk sá myndina og hugsaði mig langar að fara til Húsavíkur, en það gat ekki komið.“ „Þetta dreifðist yfir mörg ár, og það var miklu heilbrigðara, þetta er bara búið að vera jafnt og þétt, fólk er enn að koma alla daga hingað, fólk sá þessa mynd í covid og hugsaði bara, ég ætla koma þangað,“ segir Örlygur. Eurovision aðdáendur geta verið ansi heitir, þú hlýtur að hafa hitt þá allra heitustu? „Ég hef hitt rosalega heita aðdáendur, bæði fólk sem elskar þessa bíómynd og Eurovison og getur sagt mér allt um það hver keppti fyrir Ísland 93' og svona.“ Örlygur er stoltur af mörgum munum sem safnið býr yfir, meðal gripa safnsins er fatnaður frá Gleðibankanum og Birgittu Haukdal. „Hún er Húsvíkingur. Við erum hérna með Láru líka með, því að krakkarnir þekkja Birgittu miklu meira fyrir bækurnar en sönginn, litlu krakkarnir,“ segir Örlygur. „Hún er Eurovisionstjarna okkar Húsvíkinga.“ „Svo erum við náttúrulega með Stebba Hilmars, hérna er seinna skiptið sem hann fór í Eurovision, sem var árið 91 í Róm, þegar þeir Stebbi og Eyvi tóku Nínu.“ Segir Örlygur svo frá því að Stebbi Hilmars og Eyvi hafi komið á Húsavík fyrir tveimur eða þremur árum og haldið tónleika í salnum. Hann hafi verið troðinn og kveðst Örlygur aldrei hafa upplifað annað eins, stemningin hafi verið svo mikil. Þá segir Örlygur að hann geti ekki annað en glaðst þegar fólk spyr um hið fræga lag Jaja Dingdong. „Fólk kemur með svo mikla gleði þegar það spyr um þetta lag ... ég held ég verði aldrei þreyttur á því,“ segir Örlygur
Eurovision Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðaþjónusta Bíó og sjónvarp Söfn Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira