Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 14:41 Íslensk sjónvarpsgerð var verðlaunuð á Eddunni til ársins 2022 þegar leiðir ÍKSA og þriggja sjónvarpsstöðva skildu. Hulda Margrét Ólafsdóttir Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku sjónvarpsverðlaununum. Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið stofnuðu til sérstakra sjónvarpsverðlauna á síðasta ári eftir að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á Eddunni. Stefnt var að því að veita verðlaunin í maí síðastliðnum en þeim var frestað um óákveðinn tíma vegna breytinga í dagskrárstjórn hjá RÚV. Nú er hins vegar komin ný dagsetning fyrir verðlaunahátíðina. Á þessu fyrsta hátíðarkvöldi liggur lengra tímabil undir en vanalega á sambærilegum verðlaunahátíðum. Ástæðan fyrir því er að frá 2022 hafa ekki verið veitt verðlaun fyrir íslenskt sjónvarpsefni en þá skildu leiðir ÍKSA, sem heldur utan um Edduna, og fyrrnefndra sjónvarpsstöðva. Rúmlega tuttugu verðlaunaflokkar Áætlað er að verðlaunahátíðin verði árlegur viðburður og að í framtíðinni verði þau afhent fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri. Í tilkynningunni segir að auglýst verði eftir innsendingum í upphafi ágústmánaðar í rúmlega tuttugu flokkum; flokkum fagverðlauna ýmissa, fyrir leikið sjónvarpsefni, barnaefni, íþróttir, heimilda-, menningar- og skemmtiefni svo eitthvað sé nefnt. Þá segir að um leið og auglýst verður eftir innsendingum verði nýr og glæsilegur verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna kynntur til sögunnar. Framkvæmdastjórn verðlaunanna skipa fulltrúar sjónvarpsstöðvanna, Birkir Ágústsson, Helga Hauksdóttir og Gísli Berg auk Kristjáns Freys Halldórssonar sem sinnir verkefnastjórn. Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Sýn Síminn Íslensku sjónvarpsverðlaunin Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku sjónvarpsverðlaununum. Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið stofnuðu til sérstakra sjónvarpsverðlauna á síðasta ári eftir að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á Eddunni. Stefnt var að því að veita verðlaunin í maí síðastliðnum en þeim var frestað um óákveðinn tíma vegna breytinga í dagskrárstjórn hjá RÚV. Nú er hins vegar komin ný dagsetning fyrir verðlaunahátíðina. Á þessu fyrsta hátíðarkvöldi liggur lengra tímabil undir en vanalega á sambærilegum verðlaunahátíðum. Ástæðan fyrir því er að frá 2022 hafa ekki verið veitt verðlaun fyrir íslenskt sjónvarpsefni en þá skildu leiðir ÍKSA, sem heldur utan um Edduna, og fyrrnefndra sjónvarpsstöðva. Rúmlega tuttugu verðlaunaflokkar Áætlað er að verðlaunahátíðin verði árlegur viðburður og að í framtíðinni verði þau afhent fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri. Í tilkynningunni segir að auglýst verði eftir innsendingum í upphafi ágústmánaðar í rúmlega tuttugu flokkum; flokkum fagverðlauna ýmissa, fyrir leikið sjónvarpsefni, barnaefni, íþróttir, heimilda-, menningar- og skemmtiefni svo eitthvað sé nefnt. Þá segir að um leið og auglýst verður eftir innsendingum verði nýr og glæsilegur verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna kynntur til sögunnar. Framkvæmdastjórn verðlaunanna skipa fulltrúar sjónvarpsstöðvanna, Birkir Ágústsson, Helga Hauksdóttir og Gísli Berg auk Kristjáns Freys Halldórssonar sem sinnir verkefnastjórn. Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Sýn Síminn Íslensku sjónvarpsverðlaunin Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“