Luka Modric fer til AC Milan eftir HM félagsliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2025 18:08 Luka Modric vann Meistaradeildina sex sinnum með Real Madrid en vill vinna fleiri titla hjá AC Milan. Getty/Diego Souto Króatinn Luka Modric hefur gert munnlegt samkomulag við ítalska félagið AC Milan um að spila með liðinu á komandi tímabili. Modric er nú staddur á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum með Real Madrid en það var búið að gefa það út að hann yrði ekki áfram hjá spænska stórliðinu. Igli Tare, íþróttastjóri AC MIlan, hefur nú staðfest að hann hafi náð samkomulagi við Króatann. View this post on Instagram A post shared by 𝗧𝗵𝗲 𝗠𝗮𝗱𝗿𝗶𝗱 𝗩𝗶𝗲𝘄𝘀 (@themadridviews) „Ég ræddi við hann í eigin persónu og sá þar mann sem hefur mikinn metnað fyrir því að halda áfram að spila. Koma hans er mjög mikilvæg fyrir hópinn okkar sem þarf á leikmanni eins og honum að halda, leiðtoga,“ sagði Igli Tare. „Fyrsta spurningin sem Luka spurði mig var: Verðum við með lið sem er byggt til að vinna titla? Hann hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum og vill vera stjörnuleikmaður í liðinu,“ sagði Tare. „Hann verður mikilvægur hvað varðar hugarfar, leiðtogahæfni og fagmennsku. Sú staðreynd að hann er líka stuðningsmaður AC Milan gerir þetta enn meira spennandi. Það væri frábært fyrir hann að eiga flott tímabil enda er HM landsliða á dagskrá næsta sumar,“ sagði Tare. Næsti leikur Modric með Real Madrid er á móti Pachuca á sunnudaginn. Hann er að reyna að vinna sinn 29. titil með spænska félaginu. Modric gerði samkomulagið við AC Milan í byrjun júní rétt fyrir HM félagsliða. Hann mun síðan skrifa undir þegar mótinu lýkur. Modric, sem verður fertugur í september, skrifar þá undir eins árs samning með möguleika á öðru tímabili til viðbótar. Hann fær um 3,5 milljónir evra í árslaun eða um fimm hundruð milljónir íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by Metrópoles Esportes (@metropolesesportes) Ítalski boltinn Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Sjá meira
Modric er nú staddur á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum með Real Madrid en það var búið að gefa það út að hann yrði ekki áfram hjá spænska stórliðinu. Igli Tare, íþróttastjóri AC MIlan, hefur nú staðfest að hann hafi náð samkomulagi við Króatann. View this post on Instagram A post shared by 𝗧𝗵𝗲 𝗠𝗮𝗱𝗿𝗶𝗱 𝗩𝗶𝗲𝘄𝘀 (@themadridviews) „Ég ræddi við hann í eigin persónu og sá þar mann sem hefur mikinn metnað fyrir því að halda áfram að spila. Koma hans er mjög mikilvæg fyrir hópinn okkar sem þarf á leikmanni eins og honum að halda, leiðtoga,“ sagði Igli Tare. „Fyrsta spurningin sem Luka spurði mig var: Verðum við með lið sem er byggt til að vinna titla? Hann hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum og vill vera stjörnuleikmaður í liðinu,“ sagði Tare. „Hann verður mikilvægur hvað varðar hugarfar, leiðtogahæfni og fagmennsku. Sú staðreynd að hann er líka stuðningsmaður AC Milan gerir þetta enn meira spennandi. Það væri frábært fyrir hann að eiga flott tímabil enda er HM landsliða á dagskrá næsta sumar,“ sagði Tare. Næsti leikur Modric með Real Madrid er á móti Pachuca á sunnudaginn. Hann er að reyna að vinna sinn 29. titil með spænska félaginu. Modric gerði samkomulagið við AC Milan í byrjun júní rétt fyrir HM félagsliða. Hann mun síðan skrifa undir þegar mótinu lýkur. Modric, sem verður fertugur í september, skrifar þá undir eins árs samning með möguleika á öðru tímabili til viðbótar. Hann fær um 3,5 milljónir evra í árslaun eða um fimm hundruð milljónir íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by Metrópoles Esportes (@metropolesesportes)
Ítalski boltinn Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Sjá meira