Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 09:12 Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, segir að sér þyki óþægilegt að sænskir gyðingar hafi þurft að óttast flokkinn á ákveðnu tímabili. Vísir/EPA Leiðtogi jaðarhægriflokksins Svíþjóðardemókrata baðst afsökunar á gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum hans í gær. Umfangsmikil úttekt á sögu hvítrar þjóðernishyggju og öfgahægristefnu innan flokksins verður birt á morgun. Hvítbókin um rætur Svíþjóðardemókrata er sögð telja hundruð blaðsíðna. Í henni rekur sagnfræðingur sögu flokksins frá stofnun árið 1988 þar til hann hóf þátttöku í sænskum stjórnmálum á landsvísu árið 2010. Þar er sagt koma fram hvernig flokkurinn spratt upp úr þjóðernishreyfingu sem innihélt meðal annars öfgahægrimenn, fasista og nasista. Einstaklingar úr nýnasistahreyfingunni hefðu komið með gyðingahatur inn í flokkinn. Það hafi komið fram í orðræðu flokksmanna og verið sýnilegt í bæði innra og ytra starfi flokksins, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, bað þá sem hefðu upplifað ógn af gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum flokksins afsökunar í ræðu í Almedalen í gærkvöldi. „Ég harma innilega og biðst afsökunar á að flokkurinn minn hafi þá hýst fólk sem aðhylltist gyðingahatur,“ sagði Åkesson sem vildi þó ekki meina að gyðingahatur hafi verið hluti af stefnu flokksins á þeim tíma. Svíþjóðardemókratar verja minnihlutastjórn hægriflokka falli en eiga ekki sæti í henni sjálfir. Dekkar alla söguna Åkesson kynnti fyrst hugmynd um hvítbók um sögu flokksins með tilliti til tengsla hans við nasisma og aðra öfgahyggju fyrir þingkosningar árið 2018. Enginn fannst þó til þess að taka verkið að sér fyrr en árið 2021. Fyrri hluti hvítbókarinnar um stofnun flokksins var kynntur árið 2022 en seinni hlutinn verður birtur á morgun. Spurningar hafa verið á lofti um hvort að Tony Gustafsson, sagnfræðingurinn sem tók hvítbókina saman, sé raunverulega óháður eftir að í ljós kom að hann var sjálfur félagi í Svíþjóðardemókrötum á sínum tíma. Úttektin var tilbúin í fyrra og vöknuðu fleiri spurningar vegna þess langa tíma sem tók að birta hana. Forstöðumaður stofnunar Gautaborgarháskóla sem miðlar upplýsingum um kynþátta- og öfgahyggju sem hefur lesið stóran hluta hvítbókarinnar segir að svo virðist sem að hún nái yfir allt sem skyldi. Jafnvel sé farið yfir hluti í sögu flokksins sem hann var ekki viss um að yrði tekið á. Nú segir Åkesson að flokkurinn hafi gert upp fortíð sína og sett sér skýr mörk. Svíþjóð Kynþáttafordómar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Hvítbókin um rætur Svíþjóðardemókrata er sögð telja hundruð blaðsíðna. Í henni rekur sagnfræðingur sögu flokksins frá stofnun árið 1988 þar til hann hóf þátttöku í sænskum stjórnmálum á landsvísu árið 2010. Þar er sagt koma fram hvernig flokkurinn spratt upp úr þjóðernishreyfingu sem innihélt meðal annars öfgahægrimenn, fasista og nasista. Einstaklingar úr nýnasistahreyfingunni hefðu komið með gyðingahatur inn í flokkinn. Það hafi komið fram í orðræðu flokksmanna og verið sýnilegt í bæði innra og ytra starfi flokksins, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, bað þá sem hefðu upplifað ógn af gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum flokksins afsökunar í ræðu í Almedalen í gærkvöldi. „Ég harma innilega og biðst afsökunar á að flokkurinn minn hafi þá hýst fólk sem aðhylltist gyðingahatur,“ sagði Åkesson sem vildi þó ekki meina að gyðingahatur hafi verið hluti af stefnu flokksins á þeim tíma. Svíþjóðardemókratar verja minnihlutastjórn hægriflokka falli en eiga ekki sæti í henni sjálfir. Dekkar alla söguna Åkesson kynnti fyrst hugmynd um hvítbók um sögu flokksins með tilliti til tengsla hans við nasisma og aðra öfgahyggju fyrir þingkosningar árið 2018. Enginn fannst þó til þess að taka verkið að sér fyrr en árið 2021. Fyrri hluti hvítbókarinnar um stofnun flokksins var kynntur árið 2022 en seinni hlutinn verður birtur á morgun. Spurningar hafa verið á lofti um hvort að Tony Gustafsson, sagnfræðingurinn sem tók hvítbókina saman, sé raunverulega óháður eftir að í ljós kom að hann var sjálfur félagi í Svíþjóðardemókrötum á sínum tíma. Úttektin var tilbúin í fyrra og vöknuðu fleiri spurningar vegna þess langa tíma sem tók að birta hana. Forstöðumaður stofnunar Gautaborgarháskóla sem miðlar upplýsingum um kynþátta- og öfgahyggju sem hefur lesið stóran hluta hvítbókarinnar segir að svo virðist sem að hún nái yfir allt sem skyldi. Jafnvel sé farið yfir hluti í sögu flokksins sem hann var ekki viss um að yrði tekið á. Nú segir Åkesson að flokkurinn hafi gert upp fortíð sína og sett sér skýr mörk.
Svíþjóð Kynþáttafordómar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira