Reif Sæunni niður á hárinu Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 12:00 Hér er Elaina LaMacchia, markvörður Fram, búin að toga í hár Sæunnar Björnsdóttur sem fellur til jarðar. Augu dómarans virðast vera á boltanum. Sýn Sport Markvörður Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta gæti verið á leið í leikbann eftir að hafa rifið leikmann Þróttar niður með því að toga í hár hennar. Atvikið fór framhjá dómurum leiksins en það má nú sjá á Vísi. Fram og Þróttur mættust í Úlfarsárdal í gær þar sem Þróttarar komu sér á topp Bestu deildarinnar með 3-1 sigri. Snemma leiks virtist hin bandaríska Elaina LaMacchia, markvörður Fram, stálheppin að vera ekki rekin af velli fyrir að toga í hár Sæunnar Björnsdóttur. Atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Togað í hár í leik Fram og Þróttar LaMacchia var nýbúin að kýla boltann í burtu þegar hún reif í hár Sæunnar en atvikið fór framhjá Bríet Bragadóttur, dómara leiksins. Þróttarinn og tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson vakti athygli á þessu á Facebook og skrifaði: „Það er hálfleikur í leik Fram og Þróttar í mfl.kvenna. Markvörður Fram sýndi af sér ákaflega óíþróttamannslega framkomu í fyrri hálfleik og reif leikmann Þróttar niður á hárinu. Dómarar sáu ekkert og markvörður Fram fær því að standa í markinu í síðari hálfleik. Þetta er glötuð framkoma hjá góðum markverði. Fer hún í bann þó ekkert hafi verið dæmt?“ Til að svara Jóni þá má eins og fyrr segir búast við því að LaMacchia fái bann. Í það minnsta eru fordæmi fyrir því og var Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, dæmd í tveggja leikja bann fyrir að toga í hár andstæðings fyrir tveimur árum. Í því tilviki, líkt og nú, fór atvikið framhjá dómara leiksins. Sérstök nefnd á vegum KSÍ, málskotsnefnd, hefur nú vald til að vísa málum á borð við þetta til aga- og úrskurðarnefndar sem þá gæti tekið afstöðu til þess hvort og þá hvernig LaMacchia yrði refsað. Áður var það í höndum framkvæmdastjóra KSÍ að ákveða hvort málum væri vísað til aga- og úrskurðarnefndar. Besta deild kvenna Fram Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. 20. júní 2025 17:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Fram og Þróttur mættust í Úlfarsárdal í gær þar sem Þróttarar komu sér á topp Bestu deildarinnar með 3-1 sigri. Snemma leiks virtist hin bandaríska Elaina LaMacchia, markvörður Fram, stálheppin að vera ekki rekin af velli fyrir að toga í hár Sæunnar Björnsdóttur. Atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Togað í hár í leik Fram og Þróttar LaMacchia var nýbúin að kýla boltann í burtu þegar hún reif í hár Sæunnar en atvikið fór framhjá Bríet Bragadóttur, dómara leiksins. Þróttarinn og tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson vakti athygli á þessu á Facebook og skrifaði: „Það er hálfleikur í leik Fram og Þróttar í mfl.kvenna. Markvörður Fram sýndi af sér ákaflega óíþróttamannslega framkomu í fyrri hálfleik og reif leikmann Þróttar niður á hárinu. Dómarar sáu ekkert og markvörður Fram fær því að standa í markinu í síðari hálfleik. Þetta er glötuð framkoma hjá góðum markverði. Fer hún í bann þó ekkert hafi verið dæmt?“ Til að svara Jóni þá má eins og fyrr segir búast við því að LaMacchia fái bann. Í það minnsta eru fordæmi fyrir því og var Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, dæmd í tveggja leikja bann fyrir að toga í hár andstæðings fyrir tveimur árum. Í því tilviki, líkt og nú, fór atvikið framhjá dómara leiksins. Sérstök nefnd á vegum KSÍ, málskotsnefnd, hefur nú vald til að vísa málum á borð við þetta til aga- og úrskurðarnefndar sem þá gæti tekið afstöðu til þess hvort og þá hvernig LaMacchia yrði refsað. Áður var það í höndum framkvæmdastjóra KSÍ að ákveða hvort málum væri vísað til aga- og úrskurðarnefndar.
Besta deild kvenna Fram Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. 20. júní 2025 17:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. 20. júní 2025 17:15