„Ég held samt að hann sé að bulla“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 11:30 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, komst ekki upp með þá froðu að hann horfi ekki á töfluna. Ásta Eir Árnadóttir, sérfræðingur Bestu markanna, kom upp um hann þar. Sýn Þróttarakonur byrjuðu tímabilið frábærlega, töpuðu ekki í fyrstu átta leikjum sínum í Bestu deildinni og komust í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Liðið tapaði síðan tveimur leikjum með nokkra daga millibili. Bestu mörkin fóru yfir stöðuna í Laugardalnum. Þróttur tapaði 2-1 á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins 11. júní og svo fyrir Stjörnunni í Bestu deildinni aðeins fjórum dögum síðar. Ekkert tap í tvo mánuði og svo tvö töp á fimm dögum. Bestu mörkin sýndu viðtal við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Þróttar, sem var mjög jákvæður þrátt fyrir töpin tvö og taldi það mikilvægast hvernig liðið myndi rísa upp í framhaldinu. Væri fáránlegt að segja eitthvað annað „Við horfum ekkert í töfluna. Við söfnum bara stigum og til að safna stigum þarftu góða frammistöðu. Við náðum því ekki í dag. Frammistaða okkar var ekki nægilega til að vinna og verðskuldaður Stjörnusigur. Svo er þetta bara með töfluna. Þú mátt ekki ef þú ert neðarlega að fara í “panic” eða ef þú ert ofarlega að vera ofsa kátur,” sagði Ólaftur við Vísi eftir tapleikinn á móti Stjörnunni. Klippa: Bestu mörkin ræddu stöðuna á Þrótti eftir tvö töp á fimm dögum „Bara halda áfram að sigla í gegnum tímabilið og muna hvað gefur þér stigin. Það er svona það sem við þurfum að vinna en það er geysileg tilhlökkun fyrir restinni af sumrinu og væri fáránlegt að segja eitthvað annað og leggjast í eitthvað þunglyndi. Auðvitað er maður fúll að tapa leik en það kemur fyrir bestu lið að tapa leikjum. Það er eins og maðurinn sagði það er hvernig maður kemur út úr tapinu. Hvernig þú reisir þig en ekki að tapið skilgreini mann,” sagði Ólaftur. Þetta kallaði á umræðu í Bestu mörkunum. „Ég hef pínu áhyggjur því þetta er ekki reynslumikið lið. Þetta er ekki lið sem hefur unnið titla. Þær hafa verið á fljúgandi starti og voru voða spenntar fyrir vikuna áður en þær fóru í bikarleikinn, svo áttu þær að fara í þennan Stjörnuleik og svo í erfiðan næsta leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Bjóst við meiru af þeim í þessum leik Helena velti því fyrir sér hvort það væri aðvörun fyrir Þrótt að tapa tveimur leikjum á stuttum tíma. „Þú getur lent í þessu síki að tapa fleiri leikjum,“ sagði Helena. „Ég bjóst við meiru af þeim í þessum leik eftir tapið í bikarnum. Þær komu á óvart og ég held að það þær hafi ekki búist við þessu frá Stjörnunni,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Leikmenn voru ólíkir sér en áhyggjur? Nei, ekki eins og Óli segir: Lið tapa. Bestu liðin tapa. Ég held að það sé engin örvænting þarna og ég held að hann (Ólafur Kristjánsson) sé með mjög góðan stjórn á því,“ sagði Ásta Eir. „Ég held samt að hann sé að bulla þegar hann segir að hann kíki ekkert á töfluna. Ég held að það séu allir að fylgjast með töflunni,“ sagði Ásta Eir. Það má sjá umræðuna um Þrótt hér fyrir ofan. Bestu mörkin Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Þróttur tapaði 2-1 á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins 11. júní og svo fyrir Stjörnunni í Bestu deildinni aðeins fjórum dögum síðar. Ekkert tap í tvo mánuði og svo tvö töp á fimm dögum. Bestu mörkin sýndu viðtal við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Þróttar, sem var mjög jákvæður þrátt fyrir töpin tvö og taldi það mikilvægast hvernig liðið myndi rísa upp í framhaldinu. Væri fáránlegt að segja eitthvað annað „Við horfum ekkert í töfluna. Við söfnum bara stigum og til að safna stigum þarftu góða frammistöðu. Við náðum því ekki í dag. Frammistaða okkar var ekki nægilega til að vinna og verðskuldaður Stjörnusigur. Svo er þetta bara með töfluna. Þú mátt ekki ef þú ert neðarlega að fara í “panic” eða ef þú ert ofarlega að vera ofsa kátur,” sagði Ólaftur við Vísi eftir tapleikinn á móti Stjörnunni. Klippa: Bestu mörkin ræddu stöðuna á Þrótti eftir tvö töp á fimm dögum „Bara halda áfram að sigla í gegnum tímabilið og muna hvað gefur þér stigin. Það er svona það sem við þurfum að vinna en það er geysileg tilhlökkun fyrir restinni af sumrinu og væri fáránlegt að segja eitthvað annað og leggjast í eitthvað þunglyndi. Auðvitað er maður fúll að tapa leik en það kemur fyrir bestu lið að tapa leikjum. Það er eins og maðurinn sagði það er hvernig maður kemur út úr tapinu. Hvernig þú reisir þig en ekki að tapið skilgreini mann,” sagði Ólaftur. Þetta kallaði á umræðu í Bestu mörkunum. „Ég hef pínu áhyggjur því þetta er ekki reynslumikið lið. Þetta er ekki lið sem hefur unnið titla. Þær hafa verið á fljúgandi starti og voru voða spenntar fyrir vikuna áður en þær fóru í bikarleikinn, svo áttu þær að fara í þennan Stjörnuleik og svo í erfiðan næsta leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Bjóst við meiru af þeim í þessum leik Helena velti því fyrir sér hvort það væri aðvörun fyrir Þrótt að tapa tveimur leikjum á stuttum tíma. „Þú getur lent í þessu síki að tapa fleiri leikjum,“ sagði Helena. „Ég bjóst við meiru af þeim í þessum leik eftir tapið í bikarnum. Þær komu á óvart og ég held að það þær hafi ekki búist við þessu frá Stjörnunni,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Leikmenn voru ólíkir sér en áhyggjur? Nei, ekki eins og Óli segir: Lið tapa. Bestu liðin tapa. Ég held að það sé engin örvænting þarna og ég held að hann (Ólafur Kristjánsson) sé með mjög góðan stjórn á því,“ sagði Ásta Eir. „Ég held samt að hann sé að bulla þegar hann segir að hann kíki ekkert á töfluna. Ég held að það séu allir að fylgjast með töflunni,“ sagði Ásta Eir. Það má sjá umræðuna um Þrótt hér fyrir ofan.
Bestu mörkin Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti