Vandræðaleg heimsókn til Trump í Hvíta Húsið: „Kæmist kona í ykkar lið?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 06:32 Donald Trump Bandaríkjaforseti sat við borðið sitt og spurði leikmenn Juventus spurninga. Fremst má sjá bikarinn sem keppt er um í heimsmeistarakeppni félagsliða. Getty/Chip Somodevilla Leikmenn og starfsmenn ítalska fótboltafélagsins Juventus var boðið í heimsókn í Hvíta húsið í Washington DC en upp kom frekar kjánaleg stund í boði Bandaríkjaforseta. Juventus er að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða og áttu leik í nótt á móti Al Ain frá Sameinuðu furstadæmunum á Audi Field í Washington DC. Fyrir leikinn fóru leikmenn og starfsmenn félagsins í heimsóknina. Donaldo Trump spurði leikmenn Juventus um þeirra skoðun á transfólki í íþróttum. Guardian segir frá. Trump skrifaði undir lög í febrúar sem banna transkonum frá þátttöku í kvennaíþróttum. Hann vildi endilega ræða þessi mál við leikmenn ítalska stórliðsins. Meðal þeirra voru bandarísku leikmennirnir Timothy Weah og Weston McKennie, sem spila með ítalska liðinu. „Jæja strákar. Kæmist kona í ykkar lið,“ spurði Donald Trump. Leikmennirnir brostu vandræðalega en sögðu ekkert. Þegar Trump spurði sömu spurningar aftur þá reyndi framkvæmdastjórinn, Damien Comolli, að breyta um umræðuefni. „Við erum með mjög gott kvennalið,“ sagði Damien Comolli en Juventus konurnar eru einmitt ítalskir meistarar. „Þannig að þeir ættu að vera spila með konunum,“ sagði Trump léttur en Comolli svaraði ekki. „Hann er mjög pólitískur,“ svaraði þá Trump þegar hann gafst upp á því að bíða. Ummæli Trump koma á sama tíma og transfólk þarf að þola meira áreiti og fjandskap í Bandaríkjunum. Heimsóknin truflaði leikmennina þó ekki mikið í leiknum því Juventus vann hann 5-0 eftir að hafa komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum. Kolo Muani og Chico Conceicao skoruðu báðir tvö mörk og Kenan Yildiz skoraði síðasta markið. Khéphren Thuram-Ulien og Alberto Costa voru báðir með tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Ítalski boltinn Donald Trump HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Juventus er að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða og áttu leik í nótt á móti Al Ain frá Sameinuðu furstadæmunum á Audi Field í Washington DC. Fyrir leikinn fóru leikmenn og starfsmenn félagsins í heimsóknina. Donaldo Trump spurði leikmenn Juventus um þeirra skoðun á transfólki í íþróttum. Guardian segir frá. Trump skrifaði undir lög í febrúar sem banna transkonum frá þátttöku í kvennaíþróttum. Hann vildi endilega ræða þessi mál við leikmenn ítalska stórliðsins. Meðal þeirra voru bandarísku leikmennirnir Timothy Weah og Weston McKennie, sem spila með ítalska liðinu. „Jæja strákar. Kæmist kona í ykkar lið,“ spurði Donald Trump. Leikmennirnir brostu vandræðalega en sögðu ekkert. Þegar Trump spurði sömu spurningar aftur þá reyndi framkvæmdastjórinn, Damien Comolli, að breyta um umræðuefni. „Við erum með mjög gott kvennalið,“ sagði Damien Comolli en Juventus konurnar eru einmitt ítalskir meistarar. „Þannig að þeir ættu að vera spila með konunum,“ sagði Trump léttur en Comolli svaraði ekki. „Hann er mjög pólitískur,“ svaraði þá Trump þegar hann gafst upp á því að bíða. Ummæli Trump koma á sama tíma og transfólk þarf að þola meira áreiti og fjandskap í Bandaríkjunum. Heimsóknin truflaði leikmennina þó ekki mikið í leiknum því Juventus vann hann 5-0 eftir að hafa komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum. Kolo Muani og Chico Conceicao skoruðu báðir tvö mörk og Kenan Yildiz skoraði síðasta markið. Khéphren Thuram-Ulien og Alberto Costa voru báðir með tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum.
Ítalski boltinn Donald Trump HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira