Verða boðaðar kjarabætur örorkulífeyristaka að veruleika eða ekki? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 16. júní 2025 16:31 Hinn 1. september nk. tekur gildi breytt örorkulífeyriskerfi sem ætlað er að færa flestum örorkulífeyristökum á Íslandi bætt kjör. Hjá stórum hópi lífeyristaka mun þó ekki verða nein kjarabót þar sem nauðsynlegar breytingar á greiðslum örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum hafa ekki verið gerðar. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar sem eiga bæði rétt á örorkulífeyri frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum. Vegna þess sem kallað hefur verið „víxlverkun“ á milli þessara tveggja kerfa munu greiðslur frá lífeyrissjóðum í fjölmörgum tilvikum lækka um jafnháa upphæð og örorkulífeyrir almannatrygginga hækkar 1. september nk. Hið sama mun eiga sér stað til framtíðar þegar greiðslur úr öðru hvoru kerfinu hækka vegna vísitölutenginga þar sem greiðslur úr hinu kerfinu lækka á móti. Frá því árið 2011 hefur verið komið í veg fyrir þessar lækkanir á víxl með bráðabirgðaákvæðum í lögum en þau ákvæði munu óhjákvæmilega falla úr gildi 1. september nk. Á Alþingi liggur fyrir frumvarp sem miðar að því að koma í veg fyrir að víxlverkunin fari aftur af stað. Í frumvarpinu segir „að kveðið verði á um að lífeyrissjóðum verði við útreikning á tekjuskerðingu sjóðfélaga, sem öðlast hefur rétt til örorkulífeyris, óheimilt að láta greiðslur almannatrygginga vegna örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur og tengdar greiðslur, samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, lækka lífeyri sjóðfélaga við útreikning á tekjum sjóðfélaga vegna orkutaps.“ ÖBÍ réttindasamtök fagna því að frumvarp um þetta efni sé komið fram og sömuleiðis því að unnið sé að því að leysa vandann. Samkvæmt greinargerð með því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram um lausn á víxlverkuninni er áætlað að heildargreiðslur lífeyrissjóða til örorkulífeyristaka muni lækka verulega eða um 4 milljarða á ársgrundvelli ef ekki verður brugðist við til að koma í veg fyrir víxlverkunina. Sem fyrr segir er fyrirséð að margir munu ekki fá þær hækkanir sem hafa verið boðaðar og samkvæmt frumvarpinu kunna heildargreiðslur til sumra jafnvel lækka þegar hið breytta kerfi tekur gildi. Auk þess að skerða kjör örorkulífeyristaka veldur víxlverkun verulegri röskun á fjármálum þeirra sem óboðlegt er að þau búi lengur við. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þær kjarabætur sem unnið hefur verið að í þágu örorkulífeyristaka, sem alla jafna er tekjulægsti hópur samfélagsins, verði að engu. Þá er löngu orðið tímabært að finna viðeigandi lausn á víxlverkuninni til framtíðar til að koma í veg fyrir áframhaldandi kjararýrnun og röskun á högum örorkulífeyristaka. Fram til þessa hafa lífeyristakar hvað eftir annað verið sviknir um kjarabætur þeim til handa. Í umsögn sinni um málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa Landssamtök eldri borgara lagt áherslu á að ekki megi etja saman öryrkjum og eldri borgurum. Undir það tekur ÖBÍ heilshugar. ÖBÍ ákallar ríkið og lífeyrissjóðina að axla ábyrgð sína gagnvart lífeyristökum og tryggja lausn á þessu máli hið fyrsta. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tryggingar Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Hinn 1. september nk. tekur gildi breytt örorkulífeyriskerfi sem ætlað er að færa flestum örorkulífeyristökum á Íslandi bætt kjör. Hjá stórum hópi lífeyristaka mun þó ekki verða nein kjarabót þar sem nauðsynlegar breytingar á greiðslum örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum hafa ekki verið gerðar. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar sem eiga bæði rétt á örorkulífeyri frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum. Vegna þess sem kallað hefur verið „víxlverkun“ á milli þessara tveggja kerfa munu greiðslur frá lífeyrissjóðum í fjölmörgum tilvikum lækka um jafnháa upphæð og örorkulífeyrir almannatrygginga hækkar 1. september nk. Hið sama mun eiga sér stað til framtíðar þegar greiðslur úr öðru hvoru kerfinu hækka vegna vísitölutenginga þar sem greiðslur úr hinu kerfinu lækka á móti. Frá því árið 2011 hefur verið komið í veg fyrir þessar lækkanir á víxl með bráðabirgðaákvæðum í lögum en þau ákvæði munu óhjákvæmilega falla úr gildi 1. september nk. Á Alþingi liggur fyrir frumvarp sem miðar að því að koma í veg fyrir að víxlverkunin fari aftur af stað. Í frumvarpinu segir „að kveðið verði á um að lífeyrissjóðum verði við útreikning á tekjuskerðingu sjóðfélaga, sem öðlast hefur rétt til örorkulífeyris, óheimilt að láta greiðslur almannatrygginga vegna örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur og tengdar greiðslur, samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, lækka lífeyri sjóðfélaga við útreikning á tekjum sjóðfélaga vegna orkutaps.“ ÖBÍ réttindasamtök fagna því að frumvarp um þetta efni sé komið fram og sömuleiðis því að unnið sé að því að leysa vandann. Samkvæmt greinargerð með því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram um lausn á víxlverkuninni er áætlað að heildargreiðslur lífeyrissjóða til örorkulífeyristaka muni lækka verulega eða um 4 milljarða á ársgrundvelli ef ekki verður brugðist við til að koma í veg fyrir víxlverkunina. Sem fyrr segir er fyrirséð að margir munu ekki fá þær hækkanir sem hafa verið boðaðar og samkvæmt frumvarpinu kunna heildargreiðslur til sumra jafnvel lækka þegar hið breytta kerfi tekur gildi. Auk þess að skerða kjör örorkulífeyristaka veldur víxlverkun verulegri röskun á fjármálum þeirra sem óboðlegt er að þau búi lengur við. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þær kjarabætur sem unnið hefur verið að í þágu örorkulífeyristaka, sem alla jafna er tekjulægsti hópur samfélagsins, verði að engu. Þá er löngu orðið tímabært að finna viðeigandi lausn á víxlverkuninni til framtíðar til að koma í veg fyrir áframhaldandi kjararýrnun og röskun á högum örorkulífeyristaka. Fram til þessa hafa lífeyristakar hvað eftir annað verið sviknir um kjarabætur þeim til handa. Í umsögn sinni um málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa Landssamtök eldri borgara lagt áherslu á að ekki megi etja saman öryrkjum og eldri borgurum. Undir það tekur ÖBÍ heilshugar. ÖBÍ ákallar ríkið og lífeyrissjóðina að axla ábyrgð sína gagnvart lífeyristökum og tryggja lausn á þessu máli hið fyrsta. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun