Nú horfir Real Madríd til Argentínu í leit að undrabörnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2025 17:47 Táningurinn Franco Mastantuono í sínum fyrsta A-landsleik. Marcelo Hernandez/Getty Images Undanfarin ár hefur Real Madríd horft til Brasilíu í leit að næstu stórstjörnu sinni. Nú horfir liðið til Argentínu og hefur hinn 17 ára gamli Franco Mastantuono samið um kaup og kjör við spænska stórveldið. Hann kostar þó skildinginn þrátt fyrir ungan aldur. Real hefur gert vel þegar kemur að því að kaupa unga og efnilega leikmenn frá Suður-Ameríku. Til þessa hafa þeir þó nær allir komið frá Brasilíu. Má nefna Vinícius Júnior, Rodrygo og nú síðast Endrick í því samhengi. Éder Militão gekk svo í raðir Real eftir eitt tímabil með Porto í Portúgal. Þar áður hafði hann leikið allan sinn feril með São Paulo í heimalandinu. Nú virðist sem Real hafi ákveðið að horfa til annarra landa í Suður-Ameríku en nýjasta vonarstjarna félagsins kemur frá Argentínu. Sá heitir Franco Mastantuono og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið einn A-landsleik fyrir þjóð sína. Sá leikur kom í 1-0 sigri á Síle í undankeppni HM. Er Mastantuono yngsti leikmaður í sögu argentíska A-landsliðsins. Miðjumaðurinn Mastantuono skrifar undir sex ára samning við Real. Tekur samningurinn gildi 14. ágúst næstkomandi þegar Mastantuono fagnar 18 ára afmæli sínu. Táningurinn kemur frá River Plate og mun kosta Real 45 milljónir evra eða rúman sex og hálfan milljarð íslenskra króna. 🚀 ¡Mastantuono, nuevo jugador del Real Madrid!#WelcomeMastantuono pic.twitter.com/o95654A9St— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 13, 2025 Eru þetta þriðju kaup Real í sumar en áður hafði liðið sótt Trent Alexander-Arnold á frjálsri sölu frá Liverpool og miðvörðinn Dean Huijsen frá Bournemouth. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Real hefur gert vel þegar kemur að því að kaupa unga og efnilega leikmenn frá Suður-Ameríku. Til þessa hafa þeir þó nær allir komið frá Brasilíu. Má nefna Vinícius Júnior, Rodrygo og nú síðast Endrick í því samhengi. Éder Militão gekk svo í raðir Real eftir eitt tímabil með Porto í Portúgal. Þar áður hafði hann leikið allan sinn feril með São Paulo í heimalandinu. Nú virðist sem Real hafi ákveðið að horfa til annarra landa í Suður-Ameríku en nýjasta vonarstjarna félagsins kemur frá Argentínu. Sá heitir Franco Mastantuono og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið einn A-landsleik fyrir þjóð sína. Sá leikur kom í 1-0 sigri á Síle í undankeppni HM. Er Mastantuono yngsti leikmaður í sögu argentíska A-landsliðsins. Miðjumaðurinn Mastantuono skrifar undir sex ára samning við Real. Tekur samningurinn gildi 14. ágúst næstkomandi þegar Mastantuono fagnar 18 ára afmæli sínu. Táningurinn kemur frá River Plate og mun kosta Real 45 milljónir evra eða rúman sex og hálfan milljarð íslenskra króna. 🚀 ¡Mastantuono, nuevo jugador del Real Madrid!#WelcomeMastantuono pic.twitter.com/o95654A9St— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 13, 2025 Eru þetta þriðju kaup Real í sumar en áður hafði liðið sótt Trent Alexander-Arnold á frjálsri sölu frá Liverpool og miðvörðinn Dean Huijsen frá Bournemouth.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira