Pedersen í tvö hundruð leikja klúbbinn í kvöld: „Skiptir mig miklu máli“ Aron Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 10:00 Patrick Pedersen er lykilmaður hjá Val og leikur í kvöld sinn 200. leik í efstu deild hér á landi. Hann nálgast markamet Tryggva Guðmundssonar. vísir/Anton Valsarinn Patrick Pedersen mun í kvöld komast í tvö hundruð leikja klúbbinn í efstu deild þegar Valur heimsækir Stjörnuna í Bestu deildinni. Stór áfangi sem skiptir Danann miklu máli. Upphaflega ætlaði hann sér að stoppa stutt við á Íslandi en hefur nú hrifist af landi og þjóð. „Þetta skiptir mig miklu máli, er stór áfangi að ná. Eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég bjóst klárlega ekki við því að spila tvö hundruð leiki hér. En hérna erum við þó. Tvö hundruð leikjum síðar.“ Patrick viðurkennir fúslega að hann hafi ekki séð það fyrir sér að ná þessum áfanga á Íslandi eftir að hafa komið fyrst til Vals á láni frá Danmörku árið 2013. „Planið hjá mér þá var að spila þessa tíu leiki sem eftir stæðu á tímabilinu og snúa svo aftur til Danmerkur sanna mig þar. Valur lagði hins vegar mikið í að ná mér eftir það tímabil, mér leið mjög vel hér og ákvað því að snúa aftur.“ Og þrátt fyrir að hafa samið við önnur lið erlendis inn á milli þá hefurðu alltaf endað aftur hér hjá Val. Það segir manni að landið og félagið á sérstakan stað í hjarta þínu. „Já ekki spurning. Ég kann mjög vel við mig hér. Það var auðvelt fyrir mig að aðlagast lífinu hér. Okkur fjölskyldunni líður eins og heima hjá okkur enda er hér margt eins og í Danmörku. Ég kann mjög vel við félagið og allt í kringum það.“ Haukur Páll Sigurðsson, núverandi aðstoðarþjálfari Vals, spilaði með Patrick á sínum tíma og ber honum afar góða sögu. „Þetta er einn af þeim betri leikmönnum sem ég hef spilað með. Hann er bara magnaður,“ segir Haukur Páll. „Patrick hefur verið frábær síðan að hann kom til Íslands fyrir nokkuð mörgum árum síðan. Algjör happafengur fyrir Val. Ég man bara alltaf eftir fyrstu æfingunni hjá honum með okkur árið 2013. Við fórum þar í skotæfingu og maður sá að maður hefði ekki æft með svona framherja áður. Það var nánast allt inni hjá honum á þessum æfingum. Við vorum ótrúlega fegnir því að hann skyldi koma í Val og ég alltaf feginn að hann hafi komið aftur þegar að hann hefur farið út. Ótrúlega góður strákur og liðsfélagi, yndislegur gaur.“ Tvö hundruðasta leik Patrick Pedersen í efstu deild hér á landi má sjá í beinni útsendingu á Sýn Sport þegar að Stjarnan tekur á móti Val í 11.umferð Bestu deildar karla klukkan korter yfir sjö. Besta deild karla Valur Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
„Þetta skiptir mig miklu máli, er stór áfangi að ná. Eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég bjóst klárlega ekki við því að spila tvö hundruð leiki hér. En hérna erum við þó. Tvö hundruð leikjum síðar.“ Patrick viðurkennir fúslega að hann hafi ekki séð það fyrir sér að ná þessum áfanga á Íslandi eftir að hafa komið fyrst til Vals á láni frá Danmörku árið 2013. „Planið hjá mér þá var að spila þessa tíu leiki sem eftir stæðu á tímabilinu og snúa svo aftur til Danmerkur sanna mig þar. Valur lagði hins vegar mikið í að ná mér eftir það tímabil, mér leið mjög vel hér og ákvað því að snúa aftur.“ Og þrátt fyrir að hafa samið við önnur lið erlendis inn á milli þá hefurðu alltaf endað aftur hér hjá Val. Það segir manni að landið og félagið á sérstakan stað í hjarta þínu. „Já ekki spurning. Ég kann mjög vel við mig hér. Það var auðvelt fyrir mig að aðlagast lífinu hér. Okkur fjölskyldunni líður eins og heima hjá okkur enda er hér margt eins og í Danmörku. Ég kann mjög vel við félagið og allt í kringum það.“ Haukur Páll Sigurðsson, núverandi aðstoðarþjálfari Vals, spilaði með Patrick á sínum tíma og ber honum afar góða sögu. „Þetta er einn af þeim betri leikmönnum sem ég hef spilað með. Hann er bara magnaður,“ segir Haukur Páll. „Patrick hefur verið frábær síðan að hann kom til Íslands fyrir nokkuð mörgum árum síðan. Algjör happafengur fyrir Val. Ég man bara alltaf eftir fyrstu æfingunni hjá honum með okkur árið 2013. Við fórum þar í skotæfingu og maður sá að maður hefði ekki æft með svona framherja áður. Það var nánast allt inni hjá honum á þessum æfingum. Við vorum ótrúlega fegnir því að hann skyldi koma í Val og ég alltaf feginn að hann hafi komið aftur þegar að hann hefur farið út. Ótrúlega góður strákur og liðsfélagi, yndislegur gaur.“ Tvö hundruðasta leik Patrick Pedersen í efstu deild hér á landi má sjá í beinni útsendingu á Sýn Sport þegar að Stjarnan tekur á móti Val í 11.umferð Bestu deildar karla klukkan korter yfir sjö.
Besta deild karla Valur Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira