Íslandsmeistarinn getur orðið NBA meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2025 08:00 Jenny Boucek fagnar hér á bekknum ásamt stórstjörnu Indiana Pacers, Tyrese Haliburton, og aðstoðarþjálfaranum Mike Weinar. Indiana Pacers er 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Oklahoma City Thunder. Getty/Maddie Meyer Það er sterk Íslandstenging í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í ár þar sem Indiana Pacers mætir Oklahoma City Thunder. ESPN fjallaði um Jenny Boucek sem er aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Indiana Pacers. Pacers liðið er komið 2-1 yfir í einvíginu og vantar tvo sigra í viðbót til að verða NBA meistari. Körfuboltaáhugafólk á Íslandi ætti að kannast aðeins við hana enda varð hún Íslandsmeistari með Keflavík fyrir 27 árum síðan. Boucek tók þátt í fyrsta WNBA tímabilinu frá upphafi með Cleveland Rockers en endaði síðan körfuboltaferil sinn með Keflavík vorið 1998. Keflavík varð bæði Íslands- og bikarmeistari með hana innan borðs og Boucek var með 20,7 stig, 5,3 stolna bolta og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni 1998. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Hún sneri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk, fyrst í WNBA deildinni en svo fékk hún tækifæri hjá Sacramento Kings í NBA. Boucek var líka hjá Dallas Mavericks í þrjú ár en hefur verið hjá Indiana Pacers. Rick Carlisle fékk hana til Dallas og svo aftur til Indiana. Það sem gerir vegferð hennar enn merkilegri er að hún er einstæð móðir í þessu allt öðru en fjölskylduvænu starfi. „Ég ætlaði mér aldrei að vera þjálfari, kannski að verða læknir en ég ætlaði alltaf að verða móðir,“ sagði Boucek í viðtali við ESPN sem má sjá brot úr með því að fletta hér fyrir neðan. ESPN fjallaði sérstaklega um konuna sem er að reyna að hjálpa Indiana Pacers að verða NBA meistari í fyrsta sinn. Jenny Boucek fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Keflavík sem hún vann í Hagaskólanum í lok mars 1998.timarit.is „Ég vildi sýna það og sanna að kona gæti staðið sig vel í þessu starfi þannig að aðrar konur myndu fá tækifæri í framtíðinni. Svo ætlaði ég að finna út úr mínum kringumstæðum seinna því ég taldi það ekki vera möguleika að sinna þessu starfi sem einstæð móðir,“ sagði Boucek. Hún ákvað 43 ára gömul að verða móðir með hjálp gervifrjógunnar. Hún þurfti að borga fyrir allt sjálf. „Þó að þetta hefði kostað mig allan minn pening, starfið og ferilinn þá vildi ég þetta umfram allt. Ég þurfti að reyna fimm sinnum en svo varð ég ófríks sem var draumur minn alla tíð,“ sagði Boucek. Árið 2018, Tólf dögum eftir að hún var ráðin sem aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks þá eignaðist hún stúlkuna Riley. „Ég vildi sýna að kona gæti sinnt þessu starfi og vildi ekki fá sérmeðferð frá öðrum þjálfurum eða leikmönnum. Ég elska að þjálfa en bjóst við því á einhverjum tímapunkti að ég yrði að velja á milli eins og við konurnar þurfum oft að gera,“ sagði Boucek. Boucek kom því seinna inn í samning sinn við Pacers að Riley mætti vera með henni ef hún yrði í meira en þrjá daga í burtu. „Ég á ótrúlega dóttur sem virðist vera fædd fyrir þetta líf. Þetta er líka það eina sem hún þekkir,“ sagði Boucek. „Ef það hefði kostað mig allt að verða móðir þá væri það þess virði,“ sagði Boucek. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir starf sitt, bæði frá öðrum þjálfurum Pacers en líka frá leikmönnunum sjálfum. Hún þekkir leikinn út og inn og kann að koma réttu skilaboðunum til skila. Þetta er fæddur leiðtogi eins og hún sýndi svo vel með Keflavíkurliðinu í lok síðustu aldar. Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland og fékk íslenskar stelpur út til sín til að hjálpa sér um Riley. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) NBA Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
ESPN fjallaði um Jenny Boucek sem er aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Indiana Pacers. Pacers liðið er komið 2-1 yfir í einvíginu og vantar tvo sigra í viðbót til að verða NBA meistari. Körfuboltaáhugafólk á Íslandi ætti að kannast aðeins við hana enda varð hún Íslandsmeistari með Keflavík fyrir 27 árum síðan. Boucek tók þátt í fyrsta WNBA tímabilinu frá upphafi með Cleveland Rockers en endaði síðan körfuboltaferil sinn með Keflavík vorið 1998. Keflavík varð bæði Íslands- og bikarmeistari með hana innan borðs og Boucek var með 20,7 stig, 5,3 stolna bolta og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni 1998. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Hún sneri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk, fyrst í WNBA deildinni en svo fékk hún tækifæri hjá Sacramento Kings í NBA. Boucek var líka hjá Dallas Mavericks í þrjú ár en hefur verið hjá Indiana Pacers. Rick Carlisle fékk hana til Dallas og svo aftur til Indiana. Það sem gerir vegferð hennar enn merkilegri er að hún er einstæð móðir í þessu allt öðru en fjölskylduvænu starfi. „Ég ætlaði mér aldrei að vera þjálfari, kannski að verða læknir en ég ætlaði alltaf að verða móðir,“ sagði Boucek í viðtali við ESPN sem má sjá brot úr með því að fletta hér fyrir neðan. ESPN fjallaði sérstaklega um konuna sem er að reyna að hjálpa Indiana Pacers að verða NBA meistari í fyrsta sinn. Jenny Boucek fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Keflavík sem hún vann í Hagaskólanum í lok mars 1998.timarit.is „Ég vildi sýna það og sanna að kona gæti staðið sig vel í þessu starfi þannig að aðrar konur myndu fá tækifæri í framtíðinni. Svo ætlaði ég að finna út úr mínum kringumstæðum seinna því ég taldi það ekki vera möguleika að sinna þessu starfi sem einstæð móðir,“ sagði Boucek. Hún ákvað 43 ára gömul að verða móðir með hjálp gervifrjógunnar. Hún þurfti að borga fyrir allt sjálf. „Þó að þetta hefði kostað mig allan minn pening, starfið og ferilinn þá vildi ég þetta umfram allt. Ég þurfti að reyna fimm sinnum en svo varð ég ófríks sem var draumur minn alla tíð,“ sagði Boucek. Árið 2018, Tólf dögum eftir að hún var ráðin sem aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks þá eignaðist hún stúlkuna Riley. „Ég vildi sýna að kona gæti sinnt þessu starfi og vildi ekki fá sérmeðferð frá öðrum þjálfurum eða leikmönnum. Ég elska að þjálfa en bjóst við því á einhverjum tímapunkti að ég yrði að velja á milli eins og við konurnar þurfum oft að gera,“ sagði Boucek. Boucek kom því seinna inn í samning sinn við Pacers að Riley mætti vera með henni ef hún yrði í meira en þrjá daga í burtu. „Ég á ótrúlega dóttur sem virðist vera fædd fyrir þetta líf. Þetta er líka það eina sem hún þekkir,“ sagði Boucek. „Ef það hefði kostað mig allt að verða móðir þá væri það þess virði,“ sagði Boucek. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir starf sitt, bæði frá öðrum þjálfurum Pacers en líka frá leikmönnunum sjálfum. Hún þekkir leikinn út og inn og kann að koma réttu skilaboðunum til skila. Þetta er fæddur leiðtogi eins og hún sýndi svo vel með Keflavíkurliðinu í lok síðustu aldar. Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland og fékk íslenskar stelpur út til sín til að hjálpa sér um Riley. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
NBA Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum