Íslandsmeistarinn getur orðið NBA meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2025 08:00 Jenny Boucek fagnar hér á bekknum ásamt stórstjörnu Indiana Pacers, Tyrese Haliburton, og aðstoðarþjálfaranum Mike Weinar. Indiana Pacers er 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Oklahoma City Thunder. Getty/Maddie Meyer Það er sterk Íslandstenging í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í ár þar sem Indiana Pacers mætir Oklahoma City Thunder. ESPN fjallaði um Jenny Boucek sem er aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Indiana Pacers. Pacers liðið er komið 2-1 yfir í einvíginu og vantar tvo sigra í viðbót til að verða NBA meistari. Körfuboltaáhugafólk á Íslandi ætti að kannast aðeins við hana enda varð hún Íslandsmeistari með Keflavík fyrir 27 árum síðan. Boucek tók þátt í fyrsta WNBA tímabilinu frá upphafi með Cleveland Rockers en endaði síðan körfuboltaferil sinn með Keflavík vorið 1998. Keflavík varð bæði Íslands- og bikarmeistari með hana innan borðs og Boucek var með 20,7 stig, 5,3 stolna bolta og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni 1998. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Hún sneri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk, fyrst í WNBA deildinni en svo fékk hún tækifæri hjá Sacramento Kings í NBA. Boucek var líka hjá Dallas Mavericks í þrjú ár en hefur verið hjá Indiana Pacers. Rick Carlisle fékk hana til Dallas og svo aftur til Indiana. Það sem gerir vegferð hennar enn merkilegri er að hún er einstæð móðir í þessu allt öðru en fjölskylduvænu starfi. „Ég ætlaði mér aldrei að vera þjálfari, kannski að verða læknir en ég ætlaði alltaf að verða móðir,“ sagði Boucek í viðtali við ESPN sem má sjá brot úr með því að fletta hér fyrir neðan. ESPN fjallaði sérstaklega um konuna sem er að reyna að hjálpa Indiana Pacers að verða NBA meistari í fyrsta sinn. Jenny Boucek fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Keflavík sem hún vann í Hagaskólanum í lok mars 1998.timarit.is „Ég vildi sýna það og sanna að kona gæti staðið sig vel í þessu starfi þannig að aðrar konur myndu fá tækifæri í framtíðinni. Svo ætlaði ég að finna út úr mínum kringumstæðum seinna því ég taldi það ekki vera möguleika að sinna þessu starfi sem einstæð móðir,“ sagði Boucek. Hún ákvað 43 ára gömul að verða móðir með hjálp gervifrjógunnar. Hún þurfti að borga fyrir allt sjálf. „Þó að þetta hefði kostað mig allan minn pening, starfið og ferilinn þá vildi ég þetta umfram allt. Ég þurfti að reyna fimm sinnum en svo varð ég ófríks sem var draumur minn alla tíð,“ sagði Boucek. Árið 2018, Tólf dögum eftir að hún var ráðin sem aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks þá eignaðist hún stúlkuna Riley. „Ég vildi sýna að kona gæti sinnt þessu starfi og vildi ekki fá sérmeðferð frá öðrum þjálfurum eða leikmönnum. Ég elska að þjálfa en bjóst við því á einhverjum tímapunkti að ég yrði að velja á milli eins og við konurnar þurfum oft að gera,“ sagði Boucek. Boucek kom því seinna inn í samning sinn við Pacers að Riley mætti vera með henni ef hún yrði í meira en þrjá daga í burtu. „Ég á ótrúlega dóttur sem virðist vera fædd fyrir þetta líf. Þetta er líka það eina sem hún þekkir,“ sagði Boucek. „Ef það hefði kostað mig allt að verða móðir þá væri það þess virði,“ sagði Boucek. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir starf sitt, bæði frá öðrum þjálfurum Pacers en líka frá leikmönnunum sjálfum. Hún þekkir leikinn út og inn og kann að koma réttu skilaboðunum til skila. Þetta er fæddur leiðtogi eins og hún sýndi svo vel með Keflavíkurliðinu í lok síðustu aldar. Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland og fékk íslenskar stelpur út til sín til að hjálpa sér um Riley. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) NBA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
ESPN fjallaði um Jenny Boucek sem er aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Indiana Pacers. Pacers liðið er komið 2-1 yfir í einvíginu og vantar tvo sigra í viðbót til að verða NBA meistari. Körfuboltaáhugafólk á Íslandi ætti að kannast aðeins við hana enda varð hún Íslandsmeistari með Keflavík fyrir 27 árum síðan. Boucek tók þátt í fyrsta WNBA tímabilinu frá upphafi með Cleveland Rockers en endaði síðan körfuboltaferil sinn með Keflavík vorið 1998. Keflavík varð bæði Íslands- og bikarmeistari með hana innan borðs og Boucek var með 20,7 stig, 5,3 stolna bolta og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni 1998. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Hún sneri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk, fyrst í WNBA deildinni en svo fékk hún tækifæri hjá Sacramento Kings í NBA. Boucek var líka hjá Dallas Mavericks í þrjú ár en hefur verið hjá Indiana Pacers. Rick Carlisle fékk hana til Dallas og svo aftur til Indiana. Það sem gerir vegferð hennar enn merkilegri er að hún er einstæð móðir í þessu allt öðru en fjölskylduvænu starfi. „Ég ætlaði mér aldrei að vera þjálfari, kannski að verða læknir en ég ætlaði alltaf að verða móðir,“ sagði Boucek í viðtali við ESPN sem má sjá brot úr með því að fletta hér fyrir neðan. ESPN fjallaði sérstaklega um konuna sem er að reyna að hjálpa Indiana Pacers að verða NBA meistari í fyrsta sinn. Jenny Boucek fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Keflavík sem hún vann í Hagaskólanum í lok mars 1998.timarit.is „Ég vildi sýna það og sanna að kona gæti staðið sig vel í þessu starfi þannig að aðrar konur myndu fá tækifæri í framtíðinni. Svo ætlaði ég að finna út úr mínum kringumstæðum seinna því ég taldi það ekki vera möguleika að sinna þessu starfi sem einstæð móðir,“ sagði Boucek. Hún ákvað 43 ára gömul að verða móðir með hjálp gervifrjógunnar. Hún þurfti að borga fyrir allt sjálf. „Þó að þetta hefði kostað mig allan minn pening, starfið og ferilinn þá vildi ég þetta umfram allt. Ég þurfti að reyna fimm sinnum en svo varð ég ófríks sem var draumur minn alla tíð,“ sagði Boucek. Árið 2018, Tólf dögum eftir að hún var ráðin sem aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks þá eignaðist hún stúlkuna Riley. „Ég vildi sýna að kona gæti sinnt þessu starfi og vildi ekki fá sérmeðferð frá öðrum þjálfurum eða leikmönnum. Ég elska að þjálfa en bjóst við því á einhverjum tímapunkti að ég yrði að velja á milli eins og við konurnar þurfum oft að gera,“ sagði Boucek. Boucek kom því seinna inn í samning sinn við Pacers að Riley mætti vera með henni ef hún yrði í meira en þrjá daga í burtu. „Ég á ótrúlega dóttur sem virðist vera fædd fyrir þetta líf. Þetta er líka það eina sem hún þekkir,“ sagði Boucek. „Ef það hefði kostað mig allt að verða móðir þá væri það þess virði,“ sagði Boucek. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir starf sitt, bæði frá öðrum þjálfurum Pacers en líka frá leikmönnunum sjálfum. Hún þekkir leikinn út og inn og kann að koma réttu skilaboðunum til skila. Þetta er fæddur leiðtogi eins og hún sýndi svo vel með Keflavíkurliðinu í lok síðustu aldar. Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland og fékk íslenskar stelpur út til sín til að hjálpa sér um Riley. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
NBA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira