„Ég valdi bara bestu gelluna, hún gæti reyndar verið mamma mín“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. júní 2025 08:01 Erika Nótt er með sjálfstraustið skrúfað í botn fyrir bardagann á föstudagskvöld. vísir / sigurjón Hnefaleikakonan Erika Nótt berst við konu sem er rúmlega tvöfalt eldri en hún á IceBox. Erika er skemmtikraftur sem ætlar ekki að hlaupa í hringi, heldur „traðka yfir hana.“ Erika er aðeins átján ára gömul en hefur unnið IceBox sjö sinnum áður og síðast í fyrra. Viðburðurinn í ár verður stærri en nokkru sinni fyrr og hún hefur undirbúið sig vel undanfarna mánuði með heimsklassa þjálfurum erlendis og tekið æfingabardaga gegn öflugum andstæðingum. „Til dæmis með heimsmeistara, silfur í heimsmeistaramóti, gull á Evrópumeistaramóti, æfði bara með bestu stelpum í heiminum. Ég var rosalega heppin að fá allt þetta“ sagði Erika í viðtali sem má sjá í spilaranum að ofan. Erika berst á föstudagskvöldið við mjög reynslumikinn andstæðing, Nora Guslander frá Svíþjóð, sem á að baki yfir hundrað bardaga og er um fertugt, hæglega nógu gömul til að vera móðir Eriku. „Mig langaði að sýna hvað ég get þannig að ég valdi bara bestu gelluna sem ég gat fundið … Hún gæti reyndar verið mamma mín en ég horfi bara á það sem plús sko, ég gæti alveg buffað mömmu mína þannig að ég ætti að geta buffað hana, ef maður hugsar þetta þannig. Mér finnst þetta bara gaman“ Erika hefur æft með heimsklassa þjálfurum í aðdraganda IceBox.vísir / sigurjón Þegar að IceBox kemur býr Erika hins vegar yfir meiri reynslu en nokkur annar boxari, hún hefur unnið viðburðinn oftast allra og segir ekkert skemmtilegra. „Það er ekkert eins og IceBox í heiminum, svo sjúkt að við erum með þetta hérna á Íslandi. Stemningin alltaf geggjuð, ég get ekki beðið eftir að sjá alla strákana með skiltin fyrir mig, mér finnst það geggjað. Ég fékk gæja til að lita Erika Night í hárið sitt, þetta er bara geggjað, það eru allir ógeðslega stemmdir heyrist mér sko.“ @erikanightnight How crazy is this guys #boxing🥊 #viral ♬ original sound - Erika Night Skemmtikrafturinn hleypur ekki í hringi Gegn mun eldri andstæðingi mætti ætla að hin unga og orkumikla Erika hlaupi hringi í kringum þá sænsku til að þreyta hana. „Að hlaupa í kringum hana getur verið sniðugt en svo er ég auðvitað performer. Mér finnst ekkert skemmtilegt þegar box er bara einhver að hlaupa og hlaupa og gellan eitthvað að elta hana allan tímann. Ég er boxari, ég er komin til að berjast og mig langar að hafa skemmtilegan bardaga. Margir halda að það sé svo sniðugt að hlaupa en það er líka sniðugt að bara traðka yfir hana, labba á hana og taka hana út þannig“ sagði hin skemmtilega kokhrausta Erika Nótt. IceBox fer fram í Kapakrika á föstudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá klukkan hálf átta. Bardagi Eriku Nóttar og Laven Soufi er fyrstur á sjónvarpsdagskránni sem hefst klukkan 20.20. Upphitunarbardagar hefjast klukkan 19.15 og verða í beinni á Vísi. Hægt er að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Sýnar og Símans. Einnig er hægt að kaupa aðgang að kvöldinu hjá Livey. Box Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira
Erika er aðeins átján ára gömul en hefur unnið IceBox sjö sinnum áður og síðast í fyrra. Viðburðurinn í ár verður stærri en nokkru sinni fyrr og hún hefur undirbúið sig vel undanfarna mánuði með heimsklassa þjálfurum erlendis og tekið æfingabardaga gegn öflugum andstæðingum. „Til dæmis með heimsmeistara, silfur í heimsmeistaramóti, gull á Evrópumeistaramóti, æfði bara með bestu stelpum í heiminum. Ég var rosalega heppin að fá allt þetta“ sagði Erika í viðtali sem má sjá í spilaranum að ofan. Erika berst á föstudagskvöldið við mjög reynslumikinn andstæðing, Nora Guslander frá Svíþjóð, sem á að baki yfir hundrað bardaga og er um fertugt, hæglega nógu gömul til að vera móðir Eriku. „Mig langaði að sýna hvað ég get þannig að ég valdi bara bestu gelluna sem ég gat fundið … Hún gæti reyndar verið mamma mín en ég horfi bara á það sem plús sko, ég gæti alveg buffað mömmu mína þannig að ég ætti að geta buffað hana, ef maður hugsar þetta þannig. Mér finnst þetta bara gaman“ Erika hefur æft með heimsklassa þjálfurum í aðdraganda IceBox.vísir / sigurjón Þegar að IceBox kemur býr Erika hins vegar yfir meiri reynslu en nokkur annar boxari, hún hefur unnið viðburðinn oftast allra og segir ekkert skemmtilegra. „Það er ekkert eins og IceBox í heiminum, svo sjúkt að við erum með þetta hérna á Íslandi. Stemningin alltaf geggjuð, ég get ekki beðið eftir að sjá alla strákana með skiltin fyrir mig, mér finnst það geggjað. Ég fékk gæja til að lita Erika Night í hárið sitt, þetta er bara geggjað, það eru allir ógeðslega stemmdir heyrist mér sko.“ @erikanightnight How crazy is this guys #boxing🥊 #viral ♬ original sound - Erika Night Skemmtikrafturinn hleypur ekki í hringi Gegn mun eldri andstæðingi mætti ætla að hin unga og orkumikla Erika hlaupi hringi í kringum þá sænsku til að þreyta hana. „Að hlaupa í kringum hana getur verið sniðugt en svo er ég auðvitað performer. Mér finnst ekkert skemmtilegt þegar box er bara einhver að hlaupa og hlaupa og gellan eitthvað að elta hana allan tímann. Ég er boxari, ég er komin til að berjast og mig langar að hafa skemmtilegan bardaga. Margir halda að það sé svo sniðugt að hlaupa en það er líka sniðugt að bara traðka yfir hana, labba á hana og taka hana út þannig“ sagði hin skemmtilega kokhrausta Erika Nótt. IceBox fer fram í Kapakrika á föstudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá klukkan hálf átta. Bardagi Eriku Nóttar og Laven Soufi er fyrstur á sjónvarpsdagskránni sem hefst klukkan 20.20. Upphitunarbardagar hefjast klukkan 19.15 og verða í beinni á Vísi. Hægt er að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Sýnar og Símans. Einnig er hægt að kaupa aðgang að kvöldinu hjá Livey.
Box Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira