Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 09:02 Andrea Bergsdóttir hefur verið einu höggi frá sigurvegaranum á tveimur síðustu mótum LET Access mótaraðarinnar. Getty/Patrick Bolger Andrea Bergsdóttir hefur verið að gera frábæra hluti á LET Access mótaröðinni í golfi, næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu, og hreinlega flogið upp stigalista mótaraðarinnar. Hún jafnaði besta árangur Íslendings um helgina. Andrea hefur á tveimur mótum í röð verið afar nálægt sigri og er núna komin upp í 9. sæti á stigalistanum, úr 55. sæti. Efstu sjö kylfingarnir tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili og ljóst að Andrea er núna komin af fullum þunga í baráttu um þessi sjö sæti. Andrea hafnaði í þriðja sæti á Montauban mótinu í Frakklandi um helgina og jafnaði þar með besta árangur Íslendings á mótaröðinni því Valdís Þóra Jónsdóttir náði einnig þriðja sæti á móti árið 2016. Andrea var aðeins einu höggi frá efstu tveimur kylfingunum; Reina Fujikawa frá Japan og Amalie Leth-Nissen frá Danmörku. Hún lék hringina þrjá samtals á -6 höggum og fékk 3.375 evrur fyrir að ná 3. sætinu, eða tæplega hálfa milljón króna. View this post on Instagram A post shared by Andrea Bergsdóttir (@andreabergsdottir) Andrea hafði áður náð 4. sæti á á Santander Golf Tour mótinu í lok maí og var þá einnig aðeins einu höggi frá efstu kylfingum. „Tvær vikur í röð vantaði eitt högg upp á en leikurinn er að batna og gaman að vera aftur í baráttunn! Núna tekur við tími heima til að hvílast og hlaða batteríin,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. Samkvæmt síðu LET Access mótaraðarinnar er Andrea næst skráð á mót í Svíþjóð sem fram fer 25.-28. júní. Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Andrea hefur á tveimur mótum í röð verið afar nálægt sigri og er núna komin upp í 9. sæti á stigalistanum, úr 55. sæti. Efstu sjö kylfingarnir tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili og ljóst að Andrea er núna komin af fullum þunga í baráttu um þessi sjö sæti. Andrea hafnaði í þriðja sæti á Montauban mótinu í Frakklandi um helgina og jafnaði þar með besta árangur Íslendings á mótaröðinni því Valdís Þóra Jónsdóttir náði einnig þriðja sæti á móti árið 2016. Andrea var aðeins einu höggi frá efstu tveimur kylfingunum; Reina Fujikawa frá Japan og Amalie Leth-Nissen frá Danmörku. Hún lék hringina þrjá samtals á -6 höggum og fékk 3.375 evrur fyrir að ná 3. sætinu, eða tæplega hálfa milljón króna. View this post on Instagram A post shared by Andrea Bergsdóttir (@andreabergsdottir) Andrea hafði áður náð 4. sæti á á Santander Golf Tour mótinu í lok maí og var þá einnig aðeins einu höggi frá efstu kylfingum. „Tvær vikur í röð vantaði eitt högg upp á en leikurinn er að batna og gaman að vera aftur í baráttunn! Núna tekur við tími heima til að hvílast og hlaða batteríin,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. Samkvæmt síðu LET Access mótaraðarinnar er Andrea næst skráð á mót í Svíþjóð sem fram fer 25.-28. júní.
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira