Alþjóðlegir sérfræðingar ræða baráttuna gegn myglu í Hörpu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. júní 2025 12:02 Sylgja Dögg hefur um árabil starfað við að greina raka- og mygluvandræði í húsum og við að stemma stigu gegn þeim. Vísir/Arnar Alþjóðleg ráðstefna um innivist og heilnæmar byggingar hefst í dag í Hörpu. Ráðstefnustjóri segir alveg ljóst að raka- og mygluvandræði séu ekki sér íslensk vandamál en fjöldi erlendra sérfræðinga heldur erindi á ráðstefnunni sem stendur til miðvikudags. Ráðstefnan ber heitið Heilnæmar byggingar og er um að ræða vísindaráðstefnu sem haldin er árlega en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin á Íslandi. Opnunarathöfn fer fram í Hörpu í dag og svo fer ráðstefnan sjálf fram í Háskólanum í Reykjavík næstu daga. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir ráðstefnustjóri og lýðheilsufræðingur hjá VERKVIT segir viðfangsefni ráðstefnunnar aldrei hafa verið mikilvægari en nú þegar oft og ítrekað berast fréttir af raka- og mygluvandræðum í húsum hérlendis. „Þarna eru vísindamenn frá fjörutíu löndum sem hittast og deila reynslu og þekkingu og nýjustu rannsóknum og við erum auðvitað bara mjög stolt af því að fá þessa ráðstefnu til Íslands og vonandi lærum vð sem mest og getum miðla okkar þekkingu og reynslu til annarra landa í þessum málum því öll viljum vð búa í heilbrigðum húsum er það ekki.“ Sylgja hefur um árabil starfað í byggingaiðnaðinum hér á landi og sérstaklega hugað að raka- og mygluvandræðum. Hún hefur sjálf sótt ráðstefnuna erlendis um árabil. „Við búum öll í húsum og það skiptir okkur öll máli að inniloftið í þessum húsum sé í lagi, það sem er mismunandi á milli okkar er að við erum með mismunandi ytri aðstæður og við hér heima erum með sérstakar áskoranir með slagregn og veður þannig við erum öll saman í þessu vandamáli á þessari jörðu skal ég segja, á meðan við búum í húsum.“ Lykilatriði sé að komast að því hvaða sameiginlegu áskoranir liggja fyrir í bransanum þegar kemur að myglu- og rakavandræðum. „Við finnum áskoranirnar, við finnum vonandi einhverjar lausnir og ekki síst að fá reynslu frá öðrum svo við séum ekki að gera kannski sömu mistökin út um allan heim varðandi þessi mál, vegna þess að þessi mál eru erfið, við erum að fikra okkur áfram í því að þekkja inniloftið hjá okkur og hvaða áhrifaþættir það eru sem hafa áhrif á heilbrigði og vellíðan og við ætlum bara líka að leggja til málanna frá Íslandi, það eru íslenskir fyrirlesarar á morgun, það verður mjög spennandi að heyra það.“ Sylgja ræddi ráðstefnuna og myglu- og rakavandræði í Bítinu á Bylgjunni í apríl síðastliðnum ásamt Ólafi Wallevik prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hús og heimili Húsnæðismál Mygla Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Ráðstefnan ber heitið Heilnæmar byggingar og er um að ræða vísindaráðstefnu sem haldin er árlega en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin á Íslandi. Opnunarathöfn fer fram í Hörpu í dag og svo fer ráðstefnan sjálf fram í Háskólanum í Reykjavík næstu daga. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir ráðstefnustjóri og lýðheilsufræðingur hjá VERKVIT segir viðfangsefni ráðstefnunnar aldrei hafa verið mikilvægari en nú þegar oft og ítrekað berast fréttir af raka- og mygluvandræðum í húsum hérlendis. „Þarna eru vísindamenn frá fjörutíu löndum sem hittast og deila reynslu og þekkingu og nýjustu rannsóknum og við erum auðvitað bara mjög stolt af því að fá þessa ráðstefnu til Íslands og vonandi lærum vð sem mest og getum miðla okkar þekkingu og reynslu til annarra landa í þessum málum því öll viljum vð búa í heilbrigðum húsum er það ekki.“ Sylgja hefur um árabil starfað í byggingaiðnaðinum hér á landi og sérstaklega hugað að raka- og mygluvandræðum. Hún hefur sjálf sótt ráðstefnuna erlendis um árabil. „Við búum öll í húsum og það skiptir okkur öll máli að inniloftið í þessum húsum sé í lagi, það sem er mismunandi á milli okkar er að við erum með mismunandi ytri aðstæður og við hér heima erum með sérstakar áskoranir með slagregn og veður þannig við erum öll saman í þessu vandamáli á þessari jörðu skal ég segja, á meðan við búum í húsum.“ Lykilatriði sé að komast að því hvaða sameiginlegu áskoranir liggja fyrir í bransanum þegar kemur að myglu- og rakavandræðum. „Við finnum áskoranirnar, við finnum vonandi einhverjar lausnir og ekki síst að fá reynslu frá öðrum svo við séum ekki að gera kannski sömu mistökin út um allan heim varðandi þessi mál, vegna þess að þessi mál eru erfið, við erum að fikra okkur áfram í því að þekkja inniloftið hjá okkur og hvaða áhrifaþættir það eru sem hafa áhrif á heilbrigði og vellíðan og við ætlum bara líka að leggja til málanna frá Íslandi, það eru íslenskir fyrirlesarar á morgun, það verður mjög spennandi að heyra það.“ Sylgja ræddi ráðstefnuna og myglu- og rakavandræði í Bítinu á Bylgjunni í apríl síðastliðnum ásamt Ólafi Wallevik prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Hús og heimili Húsnæðismál Mygla Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?