Stuð og stemning á „árshátíð íslenskra þungarokkara“ í Stykkishólmi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2025 14:06 Bibbi í Skálmöld, Gunnar Sauermann, Dagur Gíslason (Misþyrming) og Guðni Th. Jóhannesson í góðum gír á Sátunni í Stykkishólmi. aðsend/Sátan Þriggja daga þungarokkshátíðin Sátan fer fram Stykkishólmi um helgina en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin. Fremstu þungarokkshljómsveitir landsins troða upp á hátíðinni ásamt vel völdum erlendum hljómsveitum. „Þarna eru þungarokkssveitir, íslenskar og erlendar, að spila, og pönkhljómsveitir og rokksveitir og alls kyns. Svo er fyrirlestradagskrá líka. Þetta er nánast einhvers konar árshátíð íslenskra þungarokkara,“ segir tónlistarblaðamaðurinn og gagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen er staddur á Sátunni í Stykkishólmi. Hann segir hátíðina hafa gengið frábærlega síðustu daga og hrósar aðstandendum hátíðarinnar. „Gísli Sigmundsson og hans fólk, Gísli úr Sororicide, hafa haldið utan um þetta og þetta er nánast eins og fjölskylduskemmtun. Innileg stemning mikil og fjölskyludublær yfir þessu einhvern veginn, allir í góðum fíling, allir að spjalla og treysta böndin og þetta hefur virkað alveg ótrúlega vel sem tónlistarhátíð,“ segir Arnar. „Allt hefur farið vel fram, fólk er aðallega að drekka Trópí og borða pylsur og spjalla.“ Hér má sjá sveitina Sororicide eftir að þeir stigu á svið í síðasta sinn.aðsend/Sátan Tilfinningar á síðasta gigginu Fjöldi hljómsveita treður upp á hátíðinni sem hófst á fimmtudaginn og lýkur í kvöld. „Íslenska dauðarokkshljómsveitin Sororicide lék sína síðustu tónleika og það var mikið tilfinningaumrót í salnum, stórsveitin Carcass spilaði í gær og allt vitlaust og í kvöld mun Skálmöld ljúka hátíðinni, þannig að þetta eru engin smáræðis nöfn sem eru í gangi hérna,“ segir Arnar. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur á hátíðinni en hann tók þátt í ráðstefnuhluta hennar í gær. „Það var verið að ræða hvernig Ásgarður og goðafræðin eru notuð í þungarokki og hann og Bibbi í Skálmöld og Gunnar Sourman, sem er svona risi í alþjóðlegum heimi þungarokksins, sátu þarna og spjölluðu saman. Og hann mætti þarna bara í einhverjum þungarokksbol og með derhúfu og stóð sig eins og hetja, hann Guðni.“ Tónlist Stykkishólmur Tónleikar á Íslandi Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
„Þarna eru þungarokkssveitir, íslenskar og erlendar, að spila, og pönkhljómsveitir og rokksveitir og alls kyns. Svo er fyrirlestradagskrá líka. Þetta er nánast einhvers konar árshátíð íslenskra þungarokkara,“ segir tónlistarblaðamaðurinn og gagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen er staddur á Sátunni í Stykkishólmi. Hann segir hátíðina hafa gengið frábærlega síðustu daga og hrósar aðstandendum hátíðarinnar. „Gísli Sigmundsson og hans fólk, Gísli úr Sororicide, hafa haldið utan um þetta og þetta er nánast eins og fjölskylduskemmtun. Innileg stemning mikil og fjölskyludublær yfir þessu einhvern veginn, allir í góðum fíling, allir að spjalla og treysta böndin og þetta hefur virkað alveg ótrúlega vel sem tónlistarhátíð,“ segir Arnar. „Allt hefur farið vel fram, fólk er aðallega að drekka Trópí og borða pylsur og spjalla.“ Hér má sjá sveitina Sororicide eftir að þeir stigu á svið í síðasta sinn.aðsend/Sátan Tilfinningar á síðasta gigginu Fjöldi hljómsveita treður upp á hátíðinni sem hófst á fimmtudaginn og lýkur í kvöld. „Íslenska dauðarokkshljómsveitin Sororicide lék sína síðustu tónleika og það var mikið tilfinningaumrót í salnum, stórsveitin Carcass spilaði í gær og allt vitlaust og í kvöld mun Skálmöld ljúka hátíðinni, þannig að þetta eru engin smáræðis nöfn sem eru í gangi hérna,“ segir Arnar. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur á hátíðinni en hann tók þátt í ráðstefnuhluta hennar í gær. „Það var verið að ræða hvernig Ásgarður og goðafræðin eru notuð í þungarokki og hann og Bibbi í Skálmöld og Gunnar Sourman, sem er svona risi í alþjóðlegum heimi þungarokksins, sátu þarna og spjölluðu saman. Og hann mætti þarna bara í einhverjum þungarokksbol og með derhúfu og stóð sig eins og hetja, hann Guðni.“
Tónlist Stykkishólmur Tónleikar á Íslandi Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira