Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2025 15:51 Hildur Guðnadóttir með Óskarsstyttuna. Vísir/getty Hildur Guðnadóttir verður hátíðarlistamaður á Listahátíð í Reykjavík sumarið 2026. Á fjögurra daga hátíðinni verður ferill margverðlaunaða tónskáldsins og tónlistarkonunnar fagnað með þremur viðburðum með tónlist Hildar í fyrirrúmi. Listahátíð í Reykjavík fer fram dagana 4. til 7. júní 2026. Fimmtudaginn 4. júní kl 19:30 leiðir Hildur dagskrá í Eldborg á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem hún segir frá eigin verkum og áhrifavöldum sínum. Flutt verður tónlist Hildar úr kvikmyndunum Joer, Tár og Haunting in Venice auk verka eftir tónskáldr u á borð við Arvo Pärt, Ryuichi Sakamoto og Kaja Saariaho. Tónleikarnir eru samstarf Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listahátíðar og hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason. Miðasala hefst 11. júní 2025. Laugardaginn 6. júní kl. 20:00 fara fram tónleikar í Silfurbergi í Hörpu þar sem Hildur ásamt hljómsveit flytur í fyrsta sinn á Íslandi verkið Where to From ásamt eldra efni. Where to From er pantað af Listahátíð í Reykjavík, Barbican Centre, Vienna Konzerthaus og Holland Festival. Auk Hildar, sem syngur og leikur á selló, koma fram Liam Bryne sem leikur á víólu da gamba, söngkonurnar Jessika Kenney og Else Torp, víóluleikarinn Eyvind Kang og sellóleikarinn Claire O’Connell. Um ljósahönnun sér Theresa Baumgartner og hljóðhönnun er í höndum Francesco Donadello. Um verkið segir Hildur: „Ég er nánast með stöðugan straum af tónlist í höfðinu. Stundum tek ég strauminn upp og er hann þá eins konar skjáskot af tilfinningum mínum á þeim tímapunkti. Where to From er hljóðdagbókin mín. Ég hlakka til að opna hana fyrir áheyrendum í Hörpu ásamt góðum vinum.“ Sunnudaginn 7. júní kl. 17:00 verður horft til fortíðar, nútíðar og framtíðar og rýnt í tengslin þar á milli í samstarfi við Hallgrímskirkju á tónleikum þar sem flutt verða verk eftir Hildi og Jón Nordal. Meðal flytjenda eru Kór Hallgrímskirkju undir stjórn Steinars Loga Helgasonar, Björn Steinar Sólbergsson og Álfheiður Erla Guðmundsdóttir. „Þakklæti er mér efst í huga þegar kemur að því að vera hátíðarlistamaður Listahátíðar í Reykjavík. Það er mikill heiður að koma heim og deila með landsmönnum brot af því sem ég hef verið að fást við á undanförnum áratugum. Ég hlakka til samstarfsins við Sinfóníuhljómsveit Ísland og Kór Hallgrímskirkju og að flytja glænýja tónlist með góðum vinum sem ég mun ferðast með og flytja víðsvegar um heiminn á næstu árum,“ segir Hildur. Miðasala á Where to From tónleikana Hallgrímskirkju hefst í haust Listahátíð í Reykjavík Hildur Guðnadóttir Tónlist Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listahátíð í Reykjavík fer fram dagana 4. til 7. júní 2026. Fimmtudaginn 4. júní kl 19:30 leiðir Hildur dagskrá í Eldborg á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem hún segir frá eigin verkum og áhrifavöldum sínum. Flutt verður tónlist Hildar úr kvikmyndunum Joer, Tár og Haunting in Venice auk verka eftir tónskáldr u á borð við Arvo Pärt, Ryuichi Sakamoto og Kaja Saariaho. Tónleikarnir eru samstarf Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listahátíðar og hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason. Miðasala hefst 11. júní 2025. Laugardaginn 6. júní kl. 20:00 fara fram tónleikar í Silfurbergi í Hörpu þar sem Hildur ásamt hljómsveit flytur í fyrsta sinn á Íslandi verkið Where to From ásamt eldra efni. Where to From er pantað af Listahátíð í Reykjavík, Barbican Centre, Vienna Konzerthaus og Holland Festival. Auk Hildar, sem syngur og leikur á selló, koma fram Liam Bryne sem leikur á víólu da gamba, söngkonurnar Jessika Kenney og Else Torp, víóluleikarinn Eyvind Kang og sellóleikarinn Claire O’Connell. Um ljósahönnun sér Theresa Baumgartner og hljóðhönnun er í höndum Francesco Donadello. Um verkið segir Hildur: „Ég er nánast með stöðugan straum af tónlist í höfðinu. Stundum tek ég strauminn upp og er hann þá eins konar skjáskot af tilfinningum mínum á þeim tímapunkti. Where to From er hljóðdagbókin mín. Ég hlakka til að opna hana fyrir áheyrendum í Hörpu ásamt góðum vinum.“ Sunnudaginn 7. júní kl. 17:00 verður horft til fortíðar, nútíðar og framtíðar og rýnt í tengslin þar á milli í samstarfi við Hallgrímskirkju á tónleikum þar sem flutt verða verk eftir Hildi og Jón Nordal. Meðal flytjenda eru Kór Hallgrímskirkju undir stjórn Steinars Loga Helgasonar, Björn Steinar Sólbergsson og Álfheiður Erla Guðmundsdóttir. „Þakklæti er mér efst í huga þegar kemur að því að vera hátíðarlistamaður Listahátíðar í Reykjavík. Það er mikill heiður að koma heim og deila með landsmönnum brot af því sem ég hef verið að fást við á undanförnum áratugum. Ég hlakka til samstarfsins við Sinfóníuhljómsveit Ísland og Kór Hallgrímskirkju og að flytja glænýja tónlist með góðum vinum sem ég mun ferðast með og flytja víðsvegar um heiminn á næstu árum,“ segir Hildur. Miðasala á Where to From tónleikana Hallgrímskirkju hefst í haust
Listahátíð í Reykjavík Hildur Guðnadóttir Tónlist Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira