Albert gaf orðrómi um Everton undir fótinn Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2025 16:17 Albert Guðmundsson lék sem lánsmaður með Fiorentina í vetur en er enn í eigu Genoa. Getty Óvíst er hvað tekur við hjá landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni í sumar nú þegar lánstíma hans hjá Fiorentina á Ítalíu er lokið. Hann talar fallega um enska boltann í viðtali við breska miðilinn The i paper, í aðdraganda vináttulandsleiksins við Skotland í kvöld. Staðarmiðillinn í Liverpool-borg, Liverpool Echo, segir Albert hafi verið orðaður við Everton og bendir jafnframt á að pabbi hans, Guðmundur Benediktsson, hafi farið til reynslu hjá núverandi stjóra Everton, David Moyes, hjá Preston North End á sínum tíma. Orð Alberts í The i paper gefa líka skýrt til kynna að hann vilji spila á Englandi. Þá er þess getið að langafi og alnafni Alberts hafi einmitt spilað bæði á Englandi og Ítalíu, með Arsenal og AC Milan. „Ég myndi ekki segja að ég sé að reyna að herma eftir hans ferli eða neitt slíkt – ég vil ekki spila í Englandi eða Frakklandi bara vegna þess að hann spilaði þar. Mér líkar úrvalsdeildin mjög vel, þess vegna vil ég spila þar. Þetta snýst um mína eigin leið,“ sagði Albert við The i paper. Áhugi frá félögum í Meistaradeild Evrópu Albert verður í eldlínunni með Íslandi á Hampden Park í kvöld og sjálfsagt einnig gegn Norður-Írlandi á þriðjudaginn. Eftir það tekur við sumarfrí og óljóst hvenær framtíðin skýrist hjá þessum tæplega 28 ára gamla sóknarmanni sem var að láni hjá Fiorentina í vetur, frá Genoa. Albert skoraði sex mörk fyrir Fiorentina á leiktíðinni og félagið á forkaupsrétt að honum sem hins vegar er ekki víst að verði nýttur. Þjálfarinn Raffaele Palladino, sem stýrði Fiorentina til 6. sætis í Seríu A og þannig inn í undankeppni Sambandsdeildarinnar, hætti að loknu tímabilinu og það eykur væntanlega óvissuna hvað Albert snertir. Marco Ottolini, yfirmaður íþróttamála hjá Genoa, hefur sagt að áhugi sé á Alberti frá félögum sem verði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fiorentina hafi hins vegar kauprétt. Enn sé þó ekki útilokað að Albert endi á að spila með Genoa á næstu leiktíð. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Staðarmiðillinn í Liverpool-borg, Liverpool Echo, segir Albert hafi verið orðaður við Everton og bendir jafnframt á að pabbi hans, Guðmundur Benediktsson, hafi farið til reynslu hjá núverandi stjóra Everton, David Moyes, hjá Preston North End á sínum tíma. Orð Alberts í The i paper gefa líka skýrt til kynna að hann vilji spila á Englandi. Þá er þess getið að langafi og alnafni Alberts hafi einmitt spilað bæði á Englandi og Ítalíu, með Arsenal og AC Milan. „Ég myndi ekki segja að ég sé að reyna að herma eftir hans ferli eða neitt slíkt – ég vil ekki spila í Englandi eða Frakklandi bara vegna þess að hann spilaði þar. Mér líkar úrvalsdeildin mjög vel, þess vegna vil ég spila þar. Þetta snýst um mína eigin leið,“ sagði Albert við The i paper. Áhugi frá félögum í Meistaradeild Evrópu Albert verður í eldlínunni með Íslandi á Hampden Park í kvöld og sjálfsagt einnig gegn Norður-Írlandi á þriðjudaginn. Eftir það tekur við sumarfrí og óljóst hvenær framtíðin skýrist hjá þessum tæplega 28 ára gamla sóknarmanni sem var að láni hjá Fiorentina í vetur, frá Genoa. Albert skoraði sex mörk fyrir Fiorentina á leiktíðinni og félagið á forkaupsrétt að honum sem hins vegar er ekki víst að verði nýttur. Þjálfarinn Raffaele Palladino, sem stýrði Fiorentina til 6. sætis í Seríu A og þannig inn í undankeppni Sambandsdeildarinnar, hætti að loknu tímabilinu og það eykur væntanlega óvissuna hvað Albert snertir. Marco Ottolini, yfirmaður íþróttamála hjá Genoa, hefur sagt að áhugi sé á Alberti frá félögum sem verði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fiorentina hafi hins vegar kauprétt. Enn sé þó ekki útilokað að Albert endi á að spila með Genoa á næstu leiktíð.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira