Til í að taka af sér tána til að komast fyrr inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2025 23:15 Brydon Carse á góðri stund með fyrirliðanum Harry Brook á æfingu enska landsliðsins. Carse var tilbúinn að taka af sér eina tána til að komast fyrr aftur inn á völlinn. Getty/Stu Forster Enska krikketstjarnan Brydon Carse glímdi við erfið en jafnframt óvenjuleg meiðsli í vetur. Hinn 29 ára gamli Carse fékk nokkra djúpa skurði á aðra tá á vinstri fæti sínum og í framhaldinu fékk hann sýkingu í tána. Þetta þýddi alls konar vandamál. Sýkta táin háði honum mikið í keppnisferð til Indlands í byrjun ársins og svo fór að hann missti af meistarakeppninni og var alls frá í þrjá mánuði. „Á einum tímapunkti lagðist ég á koddann og fór að hugsa um það hvort það væri ekki réttast bara að láta taka af mér tána,“ sagði Brydon Carse við breska ríkisútvarpið. Hann fékk öll þessi sár við að reka fótinn í völlinn þegar hann kastaði boltanum í krikketleikjum. „Þegar ég bar þetta undir læknaliðið þá voru þau fljót að benda mér á það að ég þyrfti nauðsynlega þessa aðra tá til að halda jafnvæginu. Þessi hugmynd mín fór því fljótt út af borðinu,“ sagði Carse léttur. „Ég er að reyna að hætta að tala um tána í búningsklefanum því allir í liðinu eru fyrir löngu búnir að fá nóg af því,“ sagði Carse. Hann er nú búinn að ná sér góðum og hélt sem betur fer tánni. Krikket Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Carse fékk nokkra djúpa skurði á aðra tá á vinstri fæti sínum og í framhaldinu fékk hann sýkingu í tána. Þetta þýddi alls konar vandamál. Sýkta táin háði honum mikið í keppnisferð til Indlands í byrjun ársins og svo fór að hann missti af meistarakeppninni og var alls frá í þrjá mánuði. „Á einum tímapunkti lagðist ég á koddann og fór að hugsa um það hvort það væri ekki réttast bara að láta taka af mér tána,“ sagði Brydon Carse við breska ríkisútvarpið. Hann fékk öll þessi sár við að reka fótinn í völlinn þegar hann kastaði boltanum í krikketleikjum. „Þegar ég bar þetta undir læknaliðið þá voru þau fljót að benda mér á það að ég þyrfti nauðsynlega þessa aðra tá til að halda jafnvæginu. Þessi hugmynd mín fór því fljótt út af borðinu,“ sagði Carse léttur. „Ég er að reyna að hætta að tala um tána í búningsklefanum því allir í liðinu eru fyrir löngu búnir að fá nóg af því,“ sagði Carse. Hann er nú búinn að ná sér góðum og hélt sem betur fer tánni.
Krikket Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira